Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 10

Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 10
AUGLÝSINGA SPJALL og listrænum vinnubrögðum. Ég veit, að það er mjög hag- kvæmt fyrir fyrirtæki að not- færa sér aðstoð sérfræðinga í auglýsingum .... FV: Samt sem áður virðast mörg fyrirtæki hikandi við að notfæra sér þessa þjónustu. Af hverju? Guðmundur: Það er hreint og beint tortryggni. Þau halda, að þau þéni ekki á því. Kristín: Þau halda, að við teiknararnir séum svo miklir okrarar... Ólafur: Ég held, að það sé hægt að orða þetta öðru vísi. Ég held, að þeim sé ekki ljóst, að þeir eru að borga fyrir hlut, sem á eftir að færa þeim arð. Margir, sem koma inn á aug- lýsingastofu í fyrsta skipti, vilja láta gera auglýsingu, og gerð er fyrir þá áætlun um birtingu í blöðum, tímaritum o. s. frv. Síðan er ákveðið að auglýsa fyrir svo og svo mik- ið. Þegar reikningur kemur svo fyrir teikningar, mynda- mót, setningu og fleira, reka þeir upp stór augu af þeirri einföldu ástæðu, að þeim finnst þetta aukakostnaður. Þeir höfðu aldrei gert sér grein fyrir þessum kostnaðar- liðum. Áður vélrituðu þeir text- ann, mismunandi góðan, á blað, fleygðu honum inn til Árna Garðars á Morgunblað- inu, og síðan eyddi Morgun- blaðið dýrum tíma prentaranna í að koma textanum saman og setja hann upp. Ég held, að auglýsingar yfirleitt myndu gera vel, ef þeir gerðu sér grein fyrir því, hve mikið þeir hagnast á auglýsingaþjónustu. Viðskiptavinirnir fá fallegri og áhrifameiri auglýsingar, og blöðin hagnast á þessu með því að spara tíma manna, sem eiga að vera að gera annað. Guðmundur: Hvort er hag- kvæmara að skipta við aug- lýsingastofu að hluta, eða al- veg? Ég vildi gjarnan heyra álit ykkar á því. Kristín: Það hlýtur að vera hagkvæmara að notfæra sér þjónustuna sem mest. Ég skal taka sem dæmi fyrirtækið Ask, sem hefur viðskipti við okkur. Askur auglýsir á hverjum laug- ardegi í Morgunblaðinu, og sumir laugardagar eru reyndar mikilvægari en aðrir. Við reyn- um að fylgjast með sölunni og viðbrögðum við auglýsingun- um árið í gegn, í samráði við eiganda fyrirtækisins. Við ger- um áætlun fyrir árið, en end- urskoðum hana við og við. Ef við t. d. teljum okkur þurfa að gera betur, þá reynum við að gera betur. Við höfum mik- inn áhuga á að vinna þetta svona, og höfum miklu meiri á- huga á öllu, er viðkemur fyr- irtækinu, ef samstarfið er ná- ið. Guðmundur: Það hlýtur að vera tiltölulega auðvelt að auglýsa fyrir þetta fyrirtæki, því að það býður alltaf sömu vöruna... Kristín: Það kann að vera rétt, en okkar starf er ekki síður fólgið í því að láta ekki söl- una detta niður, eftir að hún hefur náð ákveðnu hámarki. FV: Mig langar að skjóta hér inn í, að ég tel að auglýsing- arnar fyrir Ask séu mjög vel gerðar. Ef við tökum t. d. bíó- auglýsingarnar, þá eru þær mjög vandaðar — ljósmynd- irnar eru svo góðar, að það kemur vatn fram í munninn á manni, þegar auglýsingin birt- ist á kvikmyndatjaldinu. Þær væru ekki líkt því eins áhrifa- miklar, ef aðeins stæði stórum stöfum: Komið við á Aski, þeg- ar þér farið heim — eða eitt- hvað á þá leið. Auðvitað hafa ljósmyndirnar verið dýrari en einhver texti í tveimur, þremur litum.... FV: Telur forstjóri Asks þá ekki rétt með því að auglýsa svona mikið? Kristín: Hann er a. m. k. á- nægður með útkomuna. FV: Reiknar hann ákveðna prósentu af veltu í auglýsing- ar? Kristín: Ég veit það ekki ná- kvæmlega, en við fáum skammtaða ákveðna upphæð. Við gerum tillögur að því, hvað við teljum að þurfi til að gera vel. Við ræðum svo um það, hvort við þurfum að auka við eða draga úr á ákveðnum tíma- bilum. Ólafur: Sparnaðurinn hlýtur að liggja í augum uppi, ef þjón- ustan er notuð út í æsar. Hugs- um okkur, að viðskiptavinur- inn fari sjálfur á teiknistofu til að fá auglýsinguna teikn- aða. Þar næst þarf að fá myndamót af auglýsingunni, hann þarf að hlaupa til ljós- myndara, hann þarf að tala við þennan og hinn. Það fer ekki svo lítill tími í snatt í kring- um þessa hluti. Ef reiknað yrði út tímakaup þessa manns, er ég hræddur um, að dæmið liti öðruvísi út og yrði mjög hagstætt auglýsingastofunum. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.