Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 12

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 12
AUGLYSINGA SPJALL hjá Argus og Gamma fáum sem trúnaðarmál skýrslur yfir sölu og söluaukningu frá nokkrum okkar beztu við- skiptavinum. Við fáum einnig að vita, hvað álagningin leyf- ir miklar auglýsingar. Þetta er mjög áríðandi hlutur í sam- bandi við sölutækni, og ber að hafa fulla gát á mörgum atrið- um, þegar sett er upp auglýs- ingaáætlun. Ef við fáum inn nýjan viðskiptavin, segjum framleiðanda, þá ræðum við fyrst um þessa hluti og reyn- um að brjóta vandamál hans til mergjar, svo að við getum með sanngirni sagt við hann — þetta áttu að gera og þetta áttu ekki að gera. Þeir við- skiptavinir okkar, sem hafa sýnt okkur fullt trúnaðar- traust, geta sýnt það svart á hvítu, að það hefur borgað sig fyrir þá að hafa viðskipti við auglýsingastofu. Guðmundur: En hvað með markaðsrannsóknir. .. FV: Ólafur hefur kynnt sér þau mál erlendis. Hvað viltu segja okkur um markaðskann- anir hér? Ólafur: Ég veit nú eiginlega ekki fyrir hvern ég er full- trúi í þessum umræðum, en ég vinn hjá auglýsingastofunni Argus, sem reynir eftir megni að gera sínum viðskiptavinum til hæfis. Argus hefur sam- vinnu við Gamma, sem ég veiti forstöðu, og hefur á sinni stefnuskrá markaðskönnun og markaðsleit. Við myndum það, sem á ensku er kallað „Work- ing Group“. í þessum félags- skap eru í rauninni þrír aðiljar: Argus, Gamma og lögfræðiskr.- stofa. Því miður, eins og ástand- ið er hér, spilar lögfræðingur- inn alltof oft inn í svona við- skipti. Ég tel mjög áríðandi, að auglýsingastofa notfæri sér markaðskönnun, áður en hún gerir tillögur um það, hvernig eigi að auglýsa nýja vöru á markaðinum. Gamma hefur umboð fyrir erlend fyrirtæki, sem sjá um söluþjónustu og markaðskönnun, og má þar nefna fyrirtækið „Sales Power Ltd“ í London. Ef svo vel tæk- ist til, að íslenzkar framleiðslu- vörur yrðu samkeppnisfærar á erlendum markaði, hvað snert- ir verð og gæði, þá myndi Gamma geta séð um slíkar kannanir og komið vöru á reynslumarkað erlendis í sam- vinnu við sérhæfða erlenda aðila. Þannig fengist fyrirfram á hreint, hvort umbúðir séu réttar, gæðin nægileg, og hverju þurfi að breyta til að gera vörurnar fyllilega sam- keppnishæfar. Það var spurt um markaðs- kannanir hérlendis. Við höfum þegar gert tvær tilraunir — önnur var gæðakönnun, hin til- raunin var markaðskönnun fyr- ir nýja vöru, sem er að koma á markaðinn. Árangurinn, sem fékkst með þessum könnunum, sýndi ljóslega, að þetta er mjög áríðandi hlutur. Það kom í ljós, að það borgaði sig ekki fyrir framleiðandann að eyða peningunum á þann veg, sem hann hafði hugsað sér í fyrstu. Við, Gamma og Argus, gátum þannig sagt við viðskiptavin- inn: „Þú ert að eyða þessum peningum“, — sem voru fleiri himdruð þúsundir króna, „til einskis“. Viðskiptavininum varð Ijóst, hvað þyrfti að laga, og hann ákvað að bíða og gera betur, áður en hann setti vör- una á markaðinn. FV: Ég hef verið að velta fyr- ir mér dálítið einkennilegum hlut. Hér á landi eru nokkrir aðiljar, sem framleiða sælgæti, súkkulaði og konfekt, en eng- inn þeirra notfærir sér að nokkru ráði þjónustu auglýs- ingastofa . . Kristín: Þeir láta teikna fyrir sig.. . FV: Já, en ég átti ekki við það. Ég ætla að leggja fyrir ykkur spurningu: Um hvaða súkkulaðitegund biðjið þið, þegar þið komið í verzlun og hvers vegna biðjið þið um teg- undina? Kristín: Lindu konfekt, segi ég. Guðmundur: Ég kaupi ákveðið Freyju súkkulaði. Ólafur: Ég er sonur kaup- manns og tek bara það stykki, sem er næst mér, og flýti mér svo burtu! Árni: Ég bið um súkkulaði, og þá segir stúlkan: „Hvaða teg- und?“ Þá segi ég: „Hvað finnst þér bezt? Þá segir hún kannski- „Freyju súkkulaði.“ Nú, þá segi ég: „Það er bezt að fá það.“ FV: Þetta finnst mér einmitt ákaflega forvitnilegt dæmi. Það er nefnilega enginn þess- ara framleiðenda, sem sker sig úr í auglýsingum, hvorki hvað snertir teikningar, texta eða hugmyndaauðgi. Ólafur: Kristín, er einhver súkkulaðiverksmiðja, sem hef- ur ákveðna auglýsingaáætlun? Kristín: Ég veit ekki til þess. FV: Nú vil ég venda kvæðinu í kross og spyrja þig, Árni, hvernig stendur á því, að Morg- 10

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.