Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 17
viðskiptavinir að leyfa manni að gera eitthvað. Ólafur: í morgun lentum við einmitt í miklum vanda. Það kom til okkar maður og vildi gera við okkur samninga, en við höfðum viðskiptavin í sömu grein og urðum að segja: „Því miður, við höfum viðskiptavin í sömu grein, hann er að vísu ekki meðal okkar stærstu við- skiptavina, en við viljum ekki sleppa honum.“ Guðmundur: Við höfum unnið þannig, að við reynum að gera okkur grein fyrir, hvað fata- markaðurinn er stór, og ég veit, hvað við höfum prósent- vís af honum. Við ætlum okk- ur að ná stærri hluta af þess- um markaði, og þess vegna eru auglýsingar mjög mikilvægar í okkar augum, einmitt af því að við ætlum að ná hærri sölu- prósentu í framtíðinni. Kristín: Er ekki hætta á, að Karnabær geti haldið ungling- unum áfram hjá sér, fyrst þið leggið ekki áherzlu á unglinga- fatnað? Guðmundur: Nei ,unglingarnir koma til okkar, þegar þeir eru komnir af ákveðnu skeiði, og koma þá með nýjar hugmynd- ir. Þeir vilja heldur ekki hitt. Við verðum því að koma til móts við þá með ný snið og ný efni. Annars er þetta allt á byrjunarstigi, þar sem þessi „unglingaalda“ er ekki svo gömul í hettunni. FV: Ég vil beina þeirri spurn- ingu til þín, Guðmundur, hvort þér finnist ekki hvimleiður þessi vælutónn í forráðamönn- um íslenzks iðnaðar. Af hverju getur íslenzkur þvottaefnis- framleiðandi ekki auglýst sitt þvottaefni í sömu hlutföllum og þvottaefnið Dixan er auglýst hvers vegna PARKET . * Meðal annars af eftirtöldum óstæðum: 1) Verðið er hagstætt 2) Áferðin er falleg 3) Þrif afar auðveld 4) Fer vel með fætur. Parket mó negla á grind, líma eða „leggja fljótandi" ó pappa. Höfum fyrirliggjandi parket úr beyki,eik (ftEGILL ARNASON SLIPPFÉLAGSHÚSINU SÍMI 14310 VÖRUAFGREIÐSLA: SKEIFAN 3 SÍMI38870 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.