Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 21

Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 21
GÍSLI B. BJÖRNSSON, TEIKNARI FORMAÐUR FÍT SKIPULÖGÐ AUGLÝSINGASTARFSEMI Fátt setur jafnsterkan svip á þá öld, sem við lifum á og auglýsingin. Hún er fyrst og fremst fyrirbæri þessarar ald- ar. Auglýsingar eru að vísu fornt fyrirbrigði, þær tíðkuðust fyrir Krists burð, kaupmenn allra tíma hafa vakið athygli á vörum sínum með auglýsing- um. Við tilkomu prenlistar eykst gildi hennar, en auglýs- ingatækni er fyrirbrigði þess- arar aldar. Áhrif auglýsinga orka á allt líf okkar, og fram- hjá þeim áhrifum kemst eng- inn. Stöðugt meira fé rennur til auglýsingastarfsemi. Áhrif fjölmiðla aukast og auglýsend- ur hafa lært að notfæra sér þá. Tilgangur auglýsingarinnar er að koma á framfæri vörum, þjónustu og skoðunum. Hlut- verk auglýsingafagmannsins er að ná þeim tilgangi. Hvað aug- lýsa skal skiptir ekki máli, og fagmaðurinn forðast að gera upp á milli verka. Þó eru til þeir hlutir eða boðskapur, sem ekki samræmist siðareglum hans: léleg vara, rangar upp- lýsingar og ósamræmanlegar skoðanir, eigin siðferðiskennd eða sannfæring. Fagmaður- inn skoðar hlutverk sitt af á- byrgð og hann reynir að taka þátt í farsælli mótun tíðar- andans. Hann fylgist ekki að- eins með tízku og tíðaranda, heldur leitast við að skapa eitt- hvað nýtt, eitthvað, sem ekki hefur verið gert áður. Teiknarinn er ekki nema einn af þessum fagmönnum. Sérhæfing á sviði auglýsinga- tækni er orðin geysileg erlend- is og stefnir til meiri sérhæf- ingar. Talað er um á milli 30 og 40 fagheiti manna innan fagsins og liggur mjög mismun- andi menntun að baki. Hér á landi hefur hver teikn- ari af veikum mætti leitast við að samræma öll þessi ólíku starfsvið. Meðvitandi um þetta breiða verksvið sitt, leitast hann við að ná sem víðastri menntun, sérhæfing er enn að mestu óframkvæmanleg hér og því ekki líkur til að teiknar- inn nái fyllsta árangri á ein- stökum sviðum samanborið við einbeitta sérhæfingu. íslenzkir teiknarar eru nú um 20. Flestir eru þeir mennt- aðir erlendis. Nokkrir þeirra hlutu almenna listmenntun, en sérhæfðu sig siðar á sviði aug- lýsingateiknunar. Allflestir yngri teiknaranna eru mennt- aðir hér í Myndlistaskólanum, en fóru síðan til framhalds- náms erlendis í sérdeildum listaskóla. Myndlista- og hand- íðaskólinn hefur nú í nokkur ár rekið sérdeild til menntun- ar í auglýsingateiknun, þar sem námið tekur 4 ár, 2 ár í forskóla almenns náms, en síðan 2 vetur í sérdeild. Nám þetta er enginn kvöldskóli, heldur strangur dagskóli. Síð- an er gert ráð fyrir 2ja ára framhaldsnámi erlendis og nokkri starfsþjálfun, áður en teiknarinn telst fullgildur til starfa og er tekinn í Félag íslenzkra teiknara. Lögð er rík áherzla á, að nemendur skólans fari utan til framhalds- náms, vegna þess að skólinn gerir sér ljósa grein fyrir þeim erfiðleikum, sem eru á því að nemendur komist í full tengsl við veruleikann, fyrir- tæki, sýningar og skóla, sem erlendar stórborgir bjóða upp á. Möguleikar á að komast í raunverulega snertingu við fag- ið eru litlir hér, umræður fag- manna fátíðar, engar eða fáar sýningar, fyrirlestrar ef til vill á margra ára fresti og námskeið eða endurþjálfun ó- þekkt hugtak. Við þetta bæt- ist svo almennur menntunar- og skilningsskortur kaupsýslu- og ráðamanna. Má þar meðal annars um kenna lélegri eða engri kennslu á þessu sviði í verzlunarmenntun hér. Enn hafa engir íslendingar lagt stund á ýmsar starfs- greinar, er nauðsynlegar eru til verulegs árangurs á sviði aug- lýsingatækni. Við eigum enga sérmenntaða markaðsfræðinga, að vísu hafa nokkrir menn afl- að sér allmikillar reynslu í störfum að markaðsmálum, 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.