Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 22

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 22
 Myndirnar á opnunni eru aðeins eitt dæmi og sýna hvernig „The Royal Bank of Scotland" hefur nýtt merki og leturgerð á smekk- legan hátt til þess að skapa sam- ræmt „andlit" fyrirtækisins. fgfe: m Íg ] B H E | bw| ■ "«•4 ’i I h ; : %Sg ':g j engan markaðssálfræðing, enga menn, sem kunna að fram- kvæma markaðskannanir, enga viðskiptafræðinga, sem sér- menntaðir eru í rekstri aug- lýsingafyrirtækja; og svo mætti lengur telja. Teiknarinn hefur orðið algildur sérfræðingur á þessu sviði. Hann verður að leysa úr öllum þeim vandamál- um, er að auglýsingum lúta. Þessi alhæfing er óhæf til lengdar. Teiknarinn á erfitt með að einbeita sér að sínu sérsviði, teikningunni, vegna allskonar hliðarstarfa, sem hann verður að taka að sér, vegna vöntunar á sérhæfðum starfskröftum. Það vantar menn til textavinnu, til að gera ýmsa samninga, viðskiptalegs eðlis og fjárhagsáætlanir, menn til gagnasöfnunar og skipulagn- ingar á dreifingu auglýsinga, svo að eitthvað sé nefnt. Mögu- leikarnir á starfi sármenntaðs fólks á öllum þessum sviðum eru þó til staðar. Verkefni vantar ekki. Stærsta verkefnið, sem bíð- ur á þessu sviði, er að kveða niður að fullu þá bábiiju, sem riðið hefur hér húsum, að aug- lýsing sé neyðarúrræði þess. sem ekki selur nóg, eða styrkt- arstarfsemi við blöð og tíma- rit. f báðum þessum tilvikum er það oftar að kastað er til þess höndum, sem birt er. Það er rótgróinn misskilningur að undirbúningur að birtingu aug- lýsingar, þ. e. hugmynd, til- högun, teikning, Ijósmynd, samning texta, setning og myndamót sé óþarfur, og ekki hugsunarvirði og að auki sé þetta dýr stofnkostnaður. Góð auglýsing er góð fjár- festing. Þetta er viðurkennd staðreynd hvarvetna í við- skiptaheiminum í kringum okkur, bæði í austri og vestri, og þessa staðreynd verða ís- lendingar að tileinka sér, sem c.ðrar þjóðir, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Sam- keppnin er vaxandi og mun vaxa gífurlega m. a. við stækk- un markaðssvæða. Þau fyrir- tæki, sem viðurkenna grund- vallarstaðreyndir og vilja ná verulegum árangri af starfi sínu, verða þegar í upphafi að vanda allt sitt verk. Stórt sem smátt, sem frá fyrirtækinu fer, á að bera þess merki að hugsað sé um útlit og frágang. Merki og pappírar eru andlit þess og það fyrsta, sem hugsa verður fyrir. Útlit bæklinga og aug- lýsinga séu samræmd. Hversu oft gætir hér ekki ósamræmis og skilningsleysis? Mjög mörg gömul fyrirtæki hafa notið þess fram á þennan dag, að um litla 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.