Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 23

Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 23
samkeppni á ýmsum sviðum hefur verið að ræða. Stjórnand- inn oft stofnandi fyrirtækisins, hefur hálf persónulegt sam- band við flesta þá aðila, er máli skipta í viðskiptum fyrirtækis- ins. Slík fyrirtæki hafa orðið mjög ráðandi á ýmsum svið- um. Auglýsingar hafa ekki ver- ið aðalatriðið í rekstri fyrir- tækisins — og oft taldar óþarf- ar, — heldur varðveizla þess- ara persónulegu sambanda. Við fráfall þessarar kynslóðar, stækkun markaðs og vaxandi auglýsingar hér, hefur mörgum þessara fyrirtækja reynzt erf- itt að halda velli og þau hafa átt erfitt með að semja sig að breyttum aðstæðum. Ný fyrir- tæki, sem byggt hafa á breiðari sölustarfsemi og tekið auglýs- inguna að einhverju leyti í sína þjónustu, hafa auðveld- lega náð fótfestu á ýmsum sviðum. Stór og gróin fyrir- tæki eru til húsa í nýtízku eig- in húsnæði, allir innanstokks- munir bera svip O'kkar tíma, en það sem út á við snýr, svo sem merki, skrift, pappírar, auglýs- ingar, umbúðir o. fl., er áratug- um á eftir timanum. Heilar og hálfar auglýsingasíð- ur eru lagðar óunnar í hendur setjurum blaðanna, notazt við ýmsa óskilda aðfengna hluti, hvern úr sinni áttinni. Texti oft lélegur, engin áherzluorð (slóg- anar) engin samræming í text- um. Samt verja þessi fyrirtæki hundruðum þúsunda í auglýs- ingar á ári hverju. Ég fullyrði að mörg þessara fyrirtækja gætu náð miklu betri árangri með auglýsingum sínum, þó þau verðu mun lægri upphæð með markvissari starfsemi. Erlendis er það algengast, að fyrirtæki geri sér ákveðna á- ætlun um hve miklu af veltu eða kostnaði við vöru eða þjónustu sé varið til auglýs- inga. Algengt er að talað sé um 2-7% af veltu, en það fer auð- vitað eftir eðli þess, sem selt er, og breytilegum samkeppnis- þáttum. Oft geta þessar upp- hæðir orðið miklu hærri, skipt tugum prósenta t. d. hjá fyrir- tækjum, sem selja dýrt ódýra framleiðslu, en standa og falla með auglýsingum s. s. vínfyr- irtæki, sígarettu- og ilmvatns- fyrirtæki og ýmis efnaiðnaðar- fyrirtæki, eins og þvottaefnis- verksmiðjur. Næst á eftir þessu er gerð áætlun í samráði við auglýs- ingafyrirtæki um það, hvernig þessum peningum skuli varið, hvað auglýsa eigi, hvar og hvernig. Um þetta er gerður samningur, oft til eins árs í senn við auglýsingafyrirtækið, 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.