Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 27

Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 27
 ákvæðum laga um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum nr. 84/1933, að því tilskyldu, að þau uppfylltu ákveðin skil- yrði. í þeim dómi voru þessi skilyrði þó ekki nánar rakin, en sjálfsagt var hér átt við sömu eða svipuð skilyrði og gerð eru til lögverndar venju- legra vörumei'kja, þar á með- al, að vígorðið feli í sér frum- leika og ákveðin sérkenni. Þá hefur einnig verið talið, að sé um rímuð vígorð að ræða, þá ættu þau að geta notið réttar- verndar samkv. höfundalög um, sbr. t. d. „Úr kaffirót frá Pétri er kaffisopinn miklu betri“, og „Hvar á að kaupa öl og vín? en hjá Thomsens Magasín“, en þetta munu vera einhver elztu verzlunarvígorð, sem hér hafa verið notuð. Auk vígorðanna hefur og tíðkazt hér lengi, að kaupmenn aug- lýstu vörur sínar í rímuðu formi, enda þótt ekki væri um bein vígorð að ræða. Má til gamans nefna þessar vísur: Kaffisopinn indæll er eykur fjör og skapið kætir. Langbezt jafnan líkar mér Ludvig Davis kaffibætir. Allir þeir, sem marka má, mæla þessum orðum: Óí hvað það er sætt að sjá ,,Silfurskeifu“ á borðum. Reyktu, tyggðu, taktu nef í Tóbakið með sældar þef í En svo að þig ei komi kvef í Kauptu tóbakið hjá Leví. Þá má einnig nefna þessa auglýsingu frá Bifreiðastöð Keflavíkur: Bill er til af beztu gerð bæði kvölds og morgun. Betri ekki færðu ferð fyrir litla borgun. %\ Auglýsingar sem þessar upp- fylla hins vegar ekki skilyrði þau, sem sett eru fyrir réttar- vernd venjulegra vígorða, en augljóst er, að höfundaréttur fylgir slíkum kveðskap. Eng- inn efast heldur um gildi aug- lýsinga í þessu formi, þótt notk- un slíkra auglýsingaaðferða sé nú mjög að hverfa. Með nýjum lögum um vöru- merki nr. 47/1968, er öðluðust gildi þann 1. janúar s.l., er í fyrsta skipti hér á landi veitt bein lögvernd fyrir verzlunar- vígorð. Geta atvinnurekendur nú með skráningu öðlazt einka- rétt til þess að nota vígorð sín sem sérstök auðkenni fyrir vörur sínar, verk eða þjónustu. Þennan rétt er einnig hægt að öðlast á sama hátt og annan vörumerkjarétt, þótt vígorðið sé ekki skráð, ef vígorðið hefur náð markaðsfestu. Er hér um mjög aukna og eftirtektarverða réttarbót að ræða fyrir alla þá, sem vígorð nota í sambandi við verzlunar- rekstur sinn hér á landi. Það er alkunna, að auglýsingar kosta mikið fé nú á dögum. Til þess að auglýsingar nái tilgangi sínum fyrir þann, sem auglýsir á einhvern ákveðinn hátt, er á- ríðandi, að keppinautar hans njóti ekki á óréttmætan hátt góðs af því erfiði og því fé, sem hann leggur í auglýsingar sínar. Á þetta ekki sízt við um vígorðin. Eitt þekktasta verzl- unarvígorð hér á landi er víg- orð Egils Vilhjálmssonar hf., „Allt á sama stað“. Vígorð þetta er stutt og laggott og i því felst, að mikið vöruúrval sé til í viðkomandi verzlun og að óþarfi sé að leita annað til kaupa á þeim vörum, sem verzlað er með. í vígorðinu er því sölukraftur, sem telja verð- ur mikilvægan þátt vígorðs. Það er því ekki að undra, að aðrar verzlanir hafi reynt að stæla þetta vígorð og notfæra sér á óréttmætan hátt gildi 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.