Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 28
þess. Þannig hefur maður rek- izt á vígorð eins og þessi: ,,AHt tréverk á einum stað“, „Allt á barnið á sama stað“, „Allt í eld- húsið á sama stað“ o. s. frv. í þessu sambandi má þó benda á, að þegar til lengdar lætur borgar sig aldrei að stæla verzl- unareinkenni annarra. Hag- kvæmara er að öllu leyti að velja sér sitt eigið vígorð og halda svo fast við vernd þess og vera vel á verði gegn allri misnotkun annarra á því. Hafa ber í huga, að vel auglýst víg- orð er hluti af verðmæti og „Goodwill“ viðkomandi verzl- unar, sem getur haft ótrúlega þýðingu fyrir viðgang hennar. Eftir gildistöku hinna nýju vörumerkjalaga er nú, eins og áður segir, hægt að skrá víg- orð sem vörumerki, og ættu þeir, sem vígorð nota, að not- færa sér þau réttindi. I sambandi við val vígorða og skráningu þeirra er þó at- hugandi, að til þess að fá víg- orð skráð, þarf það að uppfylla sömu eða svipuð skilyrði og önnur vörumerki, sem skráð eru. Þannig er bannað að skrá vörumerki, ef í því er heimild- arlaust ríkistákn, opinber al- þjóðamerki, merki íslenzkra bæjar- eða sveitarfélaga, opin- ber skoðunar- og gæðamerki eða annað, sem til þess er fall- ið að villzt verði á því og fram- angreindum merkjum og tákn- um. Ekki má vígorðið heldur vera til þess fallið að villa um fyrir mönnum, eða ef í því er eitthvað, sem gefur tilefni til að ætla, að átt sé við firma ann- ars manns, eða ef villast má á því og vörumerki eða vígorði, sem skráð hefur verið 1iér á landi samkvæmt eldri tilkynn- ingu, eða hefur verið notað hér á landi, þegar tilkynning um skráninguna er afhent, og enn er notað hér. Ymis önnur skil- yrði eru sett fyrir skráningu vörumerkja og vígorða, sem ekki er ástæða til að rekja nán- ar. Tilgangur þessarar stuttu greinar er eingöngu sá, að vekja athygli kaupmanna og annarra atvinnurekenda á þvi nýmæli vörumerkjalaganna, að skrá megi með einkarétti verzl- unarvígorð. í því sambandi þykir mér rétt að benda á eft- irfarandi, sem af skráningunni leiðir: 1. Þér fáið tryggingu fyrir því, að vígorð yðar brjóti ekki í bág við þegar skráð vöru- merki eða vígorð annarra, þar sem Vörumerkjaskrásetjari rannsakar umsókn yðar um skráningu með tilliti til þeirra vörumerkja og vígorða, sem þegar eru skráð, þannig að ekki sé um of líkt vígorð eða vörumerki að ræða. 2. Þér fáið nokkuð örugga tryggingu fyrir því, að vígorð yðar hafi almennt nægilegt sér- kenni til þess að öðlast vernd dómstóla, ef til kemur. 3. Þér fáið lögvernd fyrir vígorð yðar þegar frá því, að það er tilkynnt til skráningar, enda þótt þér ekki takið það strax í notkun, þar sem lögin setja engin skilyrði fyrir notk- un vörumerkja né heldur víg- orða. 4. Með skráningunni fáið þér tryggingu gegn því, að aðrir noti vígorð yðar fyrir aðrar vörur eða þjónustu, þar sem hægt er að skrá vígorð fyrir allar vörur og þjónustu. 5. Réttarfarslega standið þér betur að vígi, þar á meðal með tilliti til sönnunar fyrir rétti yðar, 6. Þér öðlizt grundvöll fyrir skráningu vígorðs yðar erlend- is, þar sem mörg lönd gera það að skilyrði fyrir skráningu erlendra vörumerkja, að vöru- merkið sé skráð í heimaland- inu. Af framanrituðu er Ijóst, að það er góð regla fyrir þá, sem vígorð nota í sambandi við at- vinnurekstur sinn, að láta skrá vígorð sín. I því sambandi er þó rétt að benda á, að sam- kvæmt ákvæðum hinna nýju vörumerkjalaga, þá ber Vöru- merkjaskráritara nú, að und- angenginni rannsókn, sem hann sjálfur framkvæmir, að birta fyrirfram allar umsóknir um 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.