Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 36

Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 36
Sýningarbás gerður af Kjartani á sýningu í Brno í Tékkóslóvakíu. Kjartan Guðjónsson er fædd- ur 21. apríl 1921. Stúdent frá MR árið 1942. Var við nám í Handíða- og myndlistarskólan- um í 1 ár og fór síðan til Bandaríkjanna og stundaði nám við Art Institute of Chi- cago í 2 ár. Vann við auglýs- ingagerð og útstillingar hjá KRON í 7 ár. Hefur rekið teiknistofu frá 1962, að Loka- stíg 5. Kjartan hefur síðustu árin einkum haft með höndum yfirumsjón með vöru- og at- vinnuháttasýningum, m. a. sýn- ingu Skrifstofutækni í Verzl- unarskólanum, Fataiðnaðarsýn- ingu í Lídó, Iðnsýningu í íþróttahöllinni, Sjávarútvegs- sýningunni, Iðnstefnunni á Ak- ureyri, Þjóðbúningasýningu í Þjóðminjasafninu. Þá hefur hann sett upp íslenzkar sýning- ar í Brno í Tékkóslóvakíu. París og Leipzig. Kjartan ann- ast hvers konar auglýsinga- teiknun, teikningar í bækur og tímarit og hannar bókakáp- ur. Inn á milli á listmálun hug hans allan. Kristján Kristjánsson er fæddur 18. des. 1932 og er prentari að iðn. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmanna- höfn og lauk lokaprófi frá Den Grafiske Hþjskole 1953. Var við nám í auglýsingateikningu við Kunsthándverkarskolen í Khöfn 1958-61. Kristján starf- ar nú á Akureyri. Hann annast einkum auglýsinga- og um- búðateikningar. Meðal fyrir- tækja, er hann vinnur fyrir, má nefna Prentverk Odds Björnssonar og Bókaforlag Odds Björnssonar (auglýsingar og bókakápur), Kjötiðnaðar- stöð KEA (umbúðir), Efnagerð- ina Sjöfn (umbúðir og auglýs- ingar) og Smjörlíkisgerð Ak- ureyrar (umbúðir og auglýs- ingar). Dæmi um umbúðir gerðar af Kristjáni og mynd af merki hans sjálfs. 34

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.