Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 46
mínútu) þá fást þessar tölur yfir auglýsingatekj- ur sjónvarpsins árin 1967 og 1968. Tafla II. Útreiknaðar tölur 1967 3.425.400 1968 6.870.600 Raunverul. tölur — 3.516.314 — 7.048.022 Mismunur er — 90.919 — 177.422 Frávik í % — 2.58% — 2.52% Þessi frávik benda til þess, að meðallengd aug- lýsinga sé ofurlítið meiri en 30 sekúndur. Að þessum upplýsingum fengnum sjáum við, að aug- lýsingar með núverandi verði og tímatakmörk- un geta hæst gefið 24-25 milljónir króna. Vegna mikillar aukningar sjónvarpstækja í land- inu (30.000 1/1 1969), verða tekjur sjónvarps- ins á næsta ári a. m. k. 72.000.000 krónur af af- notagjöldum, þess vegna verða auglýsingatekj- ur að hækka talsvert (fara yfir 9.000.000 kr.) til þess að sama hlutfall (11,7%) haldist milli auglýsingatekna og afnotagjaldstekna. Eins og sést á meðfylgjandi töflu hafa auglýs- ingatekjur sjónvarpsins aukizt talsvert á þess- um tíma, sem sjónvarpið hefur starfað. Það verður þó að ætla, að núverandi hlutdeild aug- lýsinga í tekjum sjónvarpsins (ca 12%) sé of lag og æskilegt, að nákvæm könnun fari fram um möguleika á að auka þessar tekjur. Benda má á, að auglýsingatekjur hljóðvarpsins 1967 og 1968 voru um 29 milljónir, eða 45% af heildar- tekjum þess. d. Hugsanlegir möguleikar á aukningu auglýs- ingatekna. 1. Verð og verðákvörðun. íslenzka sjónvarpið er mjög ung stofnun og enn í mótun. Verðákvörðun fyrir starfsemi nýrrar stofnunar, þar sem engin hliðstæð fyrirfinnst í landinu, verður alltaf erfitt verkefni, sérstak- lega þar sem aðstæður eru frábrugðnar frá öðr- um löndum, en það er einkum vegna fámennis og fárra fyrirtækja, að erfitt er að finna jafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar. Eftirspurn eftir sjónvarpsauglýsingum skapast einkum af tveimur þáttum; annars vegar verði á sjónvarpsauglýsingum og hins vegar verði á öðrum auglýsingatækjum. Um þennan saman- burð verður fjallað í grein e. Eins og sjá má í grein I c, er kostnaður sjónvarpsauglýsinga tvenns konar: í fyrsta lagi undirbúningskostnað- ur eða myndatökukostnaður. Sá kostnaður er alveg hliðstæður stofnkostnaði, þ. e. einn út- lagður kostnaður í upphafi auglýsingafram- kvæmda. í öðru lagi sýningarkostnaður, sem er hliðstæður breytilegum kostnaði, þ. e. ákveðið verð í hvert skipti, sem auglýsingin er sýnd. Sjónvarpið hefur ekki haft aðstöðu til þess að sjá um myndatöku fyrir viðskiptavini. Mynda- taka var þess vegna í byrjun mjög óákveðin og csamræmd hjá mörgum aðilum. Við verðákvörðun á sjónvarpsauglýsingum verð- ur að hafa þrennt í huga. Myndatökukostnað, sýningarkostnað og hve mikið er til af myndum til sýningar. Þegar sjónvarpið hóf göngu sína gat það aðeins ákveðið sýningarkostnaðinn, lítið var vitað um myndatökukostnaðinn, og búast mátti við, að mjög lítið væri til af auglýsinga- myndum. Þegar á þetta er litið sést, að æskilegt hefði verið að ákveða þann eina þátt, sem sjón- varpið réði yfir, sýningarkostnaðinn, lágan í byrjun til þess að hvetja til myndatöku auglýs- ingamynda. Þótt erfitt sé að meta hvort ákveð- ið verð sé of hátt nema hafa góðan samanburð (sjá lið e. um samanburð auglýsingatækja) þá verður að ætla, að sýningarverðið hafi verið of hátt. Þá er einkum stuðst við lágar auglýsinga- tekjur fyrst í stað (um eina milijón fyrsta misserið). Enda var verð á sýningartímanum lækkað um 25% 1. marz 1967. GERÐ AUGLÝSINGAMYNDA. Þegar sjónvarpið hóf göngu sína, var erfitt að fá teknar auglýsingamyndir, eins og skýrt er frá í kaflanum um verð og verðákvörðun. Búast mátti við, að auglýsingatekjur sjónvarpsins hefðu orðið meiri, ef það hefði haft aðstöðu og vilja til þess að annast þessa þjónustu í upphafi. Að vísu annast sjónvarpið takmarkaða þjónustu, sem er leiga á tækjum og aðstaða til kvikmynda- gerðar. Nú hefur komið fram aðili, sem er félag kvik- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.