Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 47

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 47
.myndagerðarmanna, en þeir hafa nú samræmt störf sín og ákveðið eftirfarandi verðskrá: Tafla V. LÁGMARKSGJALDSKRÁ FÉLAGS KVIK- MYND AGERiÐ ARMANN A FYRIR AUGLÝS- INGAKVIKMYNDIR: Lengd Lengd myndar: Verð: myndar: Verð: 7 sek. 15.000,00 35 sek. 29.000,00 10 — 15.000,00 40 — 31.000,00 12 — 15.000,00 45 — 33.000,00 15 — 19.500,00 50 — 35.000,00 20 — 23.000,00 55 — 37.000,00 25 — 25.000,00 60 — 39.000,00 30 — 27.000,00 Verðskrá þesi miðast við grunngjald, en í því felst 16 mm frummynd svart/hvít og samhæft 16 mm tónband tilbúið til flutnings í sjónvarpi. Allur aukakostnaður svo sem greiðslur til þular, leikarra, gjaldskyld tónlist og ferðakostnaður ut- an Stór-Reykjavíkur er ekki talinn með og skal bætast við grunngjaldið. Samhæft tal við mynd (lip-sync.) er ekki innifalið í grunngjaldi. Lágmarksgjaldskrá fyrir 35 mm auglýsingakvik- myndir f/kvikmyndahús, svart/hvít kvikmynd með ijóstóni 50% álag á 16 mm gjaldskrá. Eastmancolour litkvikmyndir 35 mm með ljós- tóni 100% álag á 16 mm gjaldskrá. Um aukakostnað gildir sama og um 16 mm aug- lýsingakvikmyndir, að viðbættum sendikostn- aði í og úr framköllun erlendis. Almenn kvikmyndagerð: Kvikmyndataka, hljóð- upptaka, klipping o. fl., pr. dag 3000.00. Vinna við breytingar erlendra auglýsingakvik- mynda fyrir íslenzkan markað (þýðingar, klipp- ingar, hljóðsetningar o. fl.) reiknast skv. tíma- vinnu pr. klst. 310,00 Varðandi tækjaleigu vísast til sérstakrar gjald- skrár. Reykjavík, 17. apríl 1969. Félag kvikmyndagerðarmanna. Vegna skorts á viðmiðun er ógerningur að meta hér, hvort þetta verð er sanngjarnt, en benda má á, að ef til vill er nauðsynlegt fyrir sjón- varpið að annast einnig þessa þjónustu til þess að skapa samkeppni, þar sem verð þessara aug- lýsingamynda getur haft mikil áhrif á afkomu sjónvarpsins. Sjónvarpið getur starfað á sama hátt við auglýs- ingagerð og félag kvikmyndagerðarmanna, en hér er varpað fram hugmynd um á hvern hátt sjónvarpið getur haft áhrif á myndatökuna, án þess að starfa á alveg sama grundvelli. Það er, að sjónvarpið setji upp eitt ákveðið verð fyrir bæði töku auglýsingamyndarinnar og fyrir á- kveðinn fjölda sýninga á henni. Verðið yrði þá ákveðið þannig, að það yrði talsvert lægra á hvern sýningartíma en ella hefði orðið; þessa lækkun má þá skoða sem dulbúna verðmismun- un. Þegar þessi ákveðni fjöldi sýninga hefur verið sýndur, þá má nota auglýsinguna á venju- legan hátt. m--------------------sst SKOÐANAKÖNNUN UM ÁHRIF AUGLÝS- INGA. Höfundur þessarar ritgerðar gekkst fyrir lítils- háttar skoðanakönnun um áhrif sjónvarpsaug- lýsinga. Valin voru fjögur verzlunarfyrirtæki, fjögur heidsölufyrirtæki og fjögur þjónustufyr- irtæki, sem hafa auglýst mikið að undanförnu og voru líkleg til þess að geta gefið tölulegar upplýsingar. Spurt var: 1. Hvað teljið þér að hver króna, sem varið er til auglýsinga í sjónvarpi, gefi mikla söluaukn- ingu? 2. Hvað teljið þér að velta fyrirtækisins hafi aukizt við ákv. magn auglýsinga í sjón- varpi? 3. Teljið þér, að salan hafi aukizt sem hér segir: ekkert — mjög lítið — talsvert — mjög mikið? Mest áhrezla var lögð á að fá svar við fyrstu spurningunni, hinar voru ætlaðar til vara. Upplýsingar, sem fengust úr þessari skoðana- könnun, urðu harla litlar. Ekkert þessara tólf fyrirtækja treystist til að svara fyrstu spurn- ingunni, aðeins eitt svaraði annarri og tíu svör- uðu þriðju, eitt verzlunarfyrirtæki vildi engar upplýsingar gefa. Þetta eina fyrirtæki, sem svar- aði annarri spurningunni, var lítið þjónustufyr- 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.