Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 54
Margt stendur auglýsanda-
anum til boða. Á hverjum degi
koma út 5 dagblöð, og svo á
að heita, að þau selji auglýs-
ingar á sama verði - 100 krón-
ur per dálksentimeter, en þau
veita mismunandi afslátt og
eru reiðubúin að ganga til sér-
samninga, ef pöntun er umtals-
verð. Hvað er regla og hvað
er undantekning í þessum efn-
um, skal hér ósagt látið, en
víst er um það, að ekki er van-
þörf á heilbrigðari reglum í
þessum viðskiptum en nú tíðk-
ast.
Ef fyrirtæki leggur áherzlu
á mikla notkun auglýsinga i
blöðum, finnst mér skynsam-
legt að nota útbreiddari blöðin,
Morgunblaðið og Tímann til
að útlista kosti vörunnar, en
láta hin blöðin hafa áminning-
arauglýsingar. Það er leiði-
gjarnt til lengdar að sjá sömu
auglýsingarnar ganga í gegn-
um öll dagblöðin, vikublöðin og
tímaritin og jafnvel sem kyrr-
mynd í sjónvarpinu.
Af vikublöðum hefur Vikan
sérstöðu sem alhliða heimilis-
blað. Til skamms tíma hefur
Vikan haft einokun á auglýs-
ingum, sem eru sérstaklega stíl-
aðar til kvenna, einkum þó
hvað snertir fegrunarlyf. Sjón-
varpið hefur nú tekið mikið frá
Vikunni, en ráðamenn hennar
hyggjast snúa taflinu við með
því að offsetprenta blaðið og
gera það þannig glæsilegra og
kræsilegra fyri vandláta aug-
lýsendur. Önnur vikublöð hér
hafa enga sérstöðu, og skal
hvorki hvatt eða latt til að
hafa viðskipti við þau. Lesend-
um skal bent á, að ef þeir
vilja auglýsa „lókalt”, þá er
bezt að hafa samband við
prentsmiðjur á viðkomandi
stað, og geta þær gefið upplýs-
ingar um, hvaða blöð komi út
og hvenær.
Úti á landsbyggðinni koma
út tvö allöflug blöð, sem sér-
stök ástæða er til að benda á,
Dagur og íslendingur og ísa-
fold.
Hér eru gefin út mörg tíma-
rit, og er ástæða til að að benda
á þau, sem hafa mesta út-
breiðslu. Ásgarður, blað starfs-
manna ríkis og bæja, kemur út
3-4 sinnum á ári í 7-8 þúsund
eintökum og er sendur félags-
mönnum, og stofnunum út um
land allt. Ásgarður hefur ekki
lagt áherzlu á að birta auglýs-
ingar, en ég myndi telja það
blað í A klassa. Þá er Æskan
með mjög hátt upplag og
er farið að offsetprenta hana.
Auglýsingar í því blaði hafa
verið ódýrar til þessa. Sjó-
mannablaðið Víkingur kemur
reglulega út og hefur gildi fyr-
ir þá, sem vilja vekja athygli
sjómanna á varningi sínum.
Húsfreyjan er töluvert útbreytt
tímarit, og ástæða er til að
nefna nýtt tímarit fyrir konur,
er nefnist Húsmóðirin og heim-
ilið og á að koma út hálfsmán-
aðarlega og birtir fræðandi
greinar og hollráð fyrir hús-
mæður. Þá má ekki gleyma
Samvinnunni, sem er vandað
tímarit. Þá er og ástæða til að
nefna Skinfaxa, tímarit UMFÍ
og Sveitastjórnarmál, sem kem-
ur reglulega út og flytur aug-
lýsingar, sem eiga erindi til
52