Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 54
Margt stendur auglýsanda- anum til boða. Á hverjum degi koma út 5 dagblöð, og svo á að heita, að þau selji auglýs- ingar á sama verði - 100 krón- ur per dálksentimeter, en þau veita mismunandi afslátt og eru reiðubúin að ganga til sér- samninga, ef pöntun er umtals- verð. Hvað er regla og hvað er undantekning í þessum efn- um, skal hér ósagt látið, en víst er um það, að ekki er van- þörf á heilbrigðari reglum í þessum viðskiptum en nú tíðk- ast. Ef fyrirtæki leggur áherzlu á mikla notkun auglýsinga i blöðum, finnst mér skynsam- legt að nota útbreiddari blöðin, Morgunblaðið og Tímann til að útlista kosti vörunnar, en láta hin blöðin hafa áminning- arauglýsingar. Það er leiði- gjarnt til lengdar að sjá sömu auglýsingarnar ganga í gegn- um öll dagblöðin, vikublöðin og tímaritin og jafnvel sem kyrr- mynd í sjónvarpinu. Af vikublöðum hefur Vikan sérstöðu sem alhliða heimilis- blað. Til skamms tíma hefur Vikan haft einokun á auglýs- ingum, sem eru sérstaklega stíl- aðar til kvenna, einkum þó hvað snertir fegrunarlyf. Sjón- varpið hefur nú tekið mikið frá Vikunni, en ráðamenn hennar hyggjast snúa taflinu við með því að offsetprenta blaðið og gera það þannig glæsilegra og kræsilegra fyri vandláta aug- lýsendur. Önnur vikublöð hér hafa enga sérstöðu, og skal hvorki hvatt eða latt til að hafa viðskipti við þau. Lesend- um skal bent á, að ef þeir vilja auglýsa „lókalt”, þá er bezt að hafa samband við prentsmiðjur á viðkomandi stað, og geta þær gefið upplýs- ingar um, hvaða blöð komi út og hvenær. Úti á landsbyggðinni koma út tvö allöflug blöð, sem sér- stök ástæða er til að benda á, Dagur og íslendingur og ísa- fold. Hér eru gefin út mörg tíma- rit, og er ástæða til að að benda á þau, sem hafa mesta út- breiðslu. Ásgarður, blað starfs- manna ríkis og bæja, kemur út 3-4 sinnum á ári í 7-8 þúsund eintökum og er sendur félags- mönnum, og stofnunum út um land allt. Ásgarður hefur ekki lagt áherzlu á að birta auglýs- ingar, en ég myndi telja það blað í A klassa. Þá er Æskan með mjög hátt upplag og er farið að offsetprenta hana. Auglýsingar í því blaði hafa verið ódýrar til þessa. Sjó- mannablaðið Víkingur kemur reglulega út og hefur gildi fyr- ir þá, sem vilja vekja athygli sjómanna á varningi sínum. Húsfreyjan er töluvert útbreytt tímarit, og ástæða er til að nefna nýtt tímarit fyrir konur, er nefnist Húsmóðirin og heim- ilið og á að koma út hálfsmán- aðarlega og birtir fræðandi greinar og hollráð fyrir hús- mæður. Þá má ekki gleyma Samvinnunni, sem er vandað tímarit. Þá er og ástæða til að nefna Skinfaxa, tímarit UMFÍ og Sveitastjórnarmál, sem kem- ur reglulega út og flytur aug- lýsingar, sem eiga erindi til 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.