Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 55

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 55
þeirra, er hafa með höndum margs konar stjórnsýslu. Þar sem tímaritið Iceland Review hefur algjöra sérstöðu, hvað snertir lesendahóp, prentun og allan frágang, þá eru því gerð sérstök skil á öðrum stað hér í ritinu. Á ári hverju eru gefnar út margs konar handbækur, og flytja margar þeirra auglýsing- ar. í þeim hópi má nefna Við- skiptaskrána, Directory of Ice- land og íslenzk fyrirtæki, sem kemur út í fyrsta sinn á þessu ári. Árið 1946 kom út á vegum Helgafells Auglýsingabókin eft- ir Símon Jóh. Ágústsson. Höf- undur segir í formála, að drög að bókinni hafi verið lögð vet- urinn 1941, er hann flutti fyrir- lestra i háskólanum um hag- nýta sálarfræði. Nokkrir þeirra fjölluðu um auglýsingar. Höf- undur styðst við erlendar bæk- ur og eitt íslenzkt rit, sem vert er að nefna — Auglýsingar og sálarfræði, — tveir fyrirlestrar fluttir af dr. phil. Guðmundi Finnbogasyni árið 1915. í bíóum, Þjóðleikhúsinu og víðar hafa verið settir upp aug- lýsingaskápar. Slíkir auglýs- ingaskápar geta tvímælalaust gert mikið gagn, ef útstillingin er athyglisverð. í Háskólabíói er hægt að leigja skáp fyrir allt árið og kostar leigan þá 25 þúsund, en ella 3 þúsund krónur á mánuði. Auglýsingar á leigubílum er tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér. Það eru Lionsfélagar, sem hafa beitt sér fyrir þessari fram- kvæmd og gefa þeir Gunnar Ásgeirsson og Guðmundur Guð- mundsson (Linduumboðið) all- ar nánari upplýsingar um verð og skilmála. Það kostar um 20 þúsund krónur að leigja allan bílaflotann í hálfan mánuð (allt að 100 bílar). Spjöldin eru silkiprentuð og er verð þeirra mismunandi eftir því, hvemarg- ir litir eru og eftir því, hversu undirbúningsvinna er mikil. Þekktasti útstillingagluggi borgarinnar mun eflaust vera gluggi Málarans í Bankastræti. Hann er leigður fyrir fjögur þúsund krónur á viku, og hefur í ár verið mikil eftirspurn eftir að fá hann leigðan. Það eru einkum húsgagnaframleiðend- ur, sem sækjast eftir plássinu, en glugginn er það rúmur, að hægt er að sýna þar heilu hús- gagnasettin. Vísir hefur um langan aldur verið blað smáauglýsinganna. Stafar það einkum af því, að blaðið er fyrst og fremst lesið á Reykjavíkursvæðinu og Suð- urnesjum. Það hefur hlutfalls- lega mjög mikla útbreiðslu á þessu svæði, en litla utan þess, nema á Akureyri. Smáauglýsingunum hefur fjölgað verulega síðustu mán- uði, m. a. vegna þess að blaðið hefur tekið upp þá þjónustu að sækja auglýsingarnar heim til fólks. Þá hafa verið teknir upp ýmsir auglýsingaflokkar í smáauglýsingum og hlotið fast- an sess, svo sem dálkarnir „hús- gögn“, „heimilistæki“ og „fast- eignir“, en einna vinsælust hafa „bílaviðskipti“ orðið. Þá hefur einnig orðið miki) aukning í venjulegum auglýs- ingum á þessu ári, eins og þeir, sem fylgjast með auglýsinga- málum, hafa tekið eftir. Virð- ast auglýsendur nokkuð fljótir að átta sig á breytingum þeim, sem verða á útbreiðslu blaða, því að þessi aukning kemur í kjölfar stóraukinnar kaupenda- tölu. Þá hefur blaðið fengið á sig eins konar „miðbæjar- svip“ og er keypt í stórum stíl af fólki, sem er á ferðinni í bænum, húsmæðrum í verzlun- arerindum og starfsfólki fyrir tækja, sem þar eru. Það má segja, að hagkvæmt sé fyrir auglýsendur að aug- lýsa í Vísi. Þeir, sem auglýsa fyrir markað um allt landið, snúa sér oftast annað. En þeir. sem auglýsa fyrst og fremst fyrir markaðinn á Reykjavík- ursvæðinu og á Suðurnesjum, auglýsa talsvert í Vísi. Auglýs- ingarnar ná þá til langflestra þeirra, sem búa á þessu svæði. Það er einmitt þessi samþjöpp- un lesenda Vísis á takmörkuðu svæði, sem skapar sérstöðu blaðsins sem auglýsingablaðs. 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.