Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 64
mörgum litum og þykktum og
er sagað niður og mótað í bíl-
rúður, rúður í flugvélar og
skip, sem sagt notað alls stað-
ar, þar sem gler er of veikt.
Þetta plast er einnig notað und-
ir skrifborðsstóla, í gegnum-
lýsingarborð í frystihúsum.
Geislaplast hefur gert margs
konar skilti, og hér fylgir
mynd af skilti, sem fyrirtækið
gerði fyrir Teddy verziunina
við Laugaveginn — það kost-
aði ca. 20 þúsirnd krónur.
Geislaplast hefur einnig gert
skiltið fyrir framan Bruna-
bótafélagshúsið, innarlega við
Laugaveginn.
Þeir, sem þurfa að fá prent-
aða sjálflímandi merkimiða,
geta m. a. snúið sér til Karls
M. Karlssonar í Kópavogi. Sem
dæmi um vinnubrögðin er nær-
tækast að nefna miða þá, sem
skreyta íslenzka brennivínið,
en þeir eru einmitt prentaðir
hjá Karli. Einnig hefur hann
prentað mikið fyrir Osta- og
smjörsöluna, Síld og fisk og
Kísiliðjuna svo eitthvað sé
nefnt. Fyrirtækið hefur starf-
að frá 1961 og vinna hjá Karli
4-5 manns. Á myndinni sjáið
þið vél þá, sem prentar á sjálf-
límandi efni og stanzar um
leið.
Gunnar Lárusson hjá Fönix
sér um auglýsingar á rusla-
kössunum svonefndu. Hann
sagði í viðtali við F.V., að ým-
ist væri hægt að panta 50 stæði
eða 100 (það er heildartalan)
og kostaði birtingin 15 krónur
á dag, miðað við minnst viku-
tíma í senn. Hann sagði, að
nýtingin hefði verið góð undan-
farin þrjú ár, en í ár væri hún
léleg. Gunnar sagðist yfirleitt
vísa viðskiptavinum sínum á
Fjölprent, sem prentaði auglýs-
ingaspjöldin á mjög hagkvæmu
verði, frá 25—40 krónur per
stk. eftir því, hve litrík þau
væru.
Bikarbox að Vatnsstíg 3 er
fyrirtæki, sem hefur sérhæft
sig í gerð boxa undir ís, duft,
sultur, júgursmyrsl, svo eitt-
hvað sé nefnt. Upprunalega var
framleiðslan bundin við box,
en síðar bættist við kassagerð
og prentun. Fyrirtækið vinnur
ekkert á lager heldur eingöngu
eftir pöntunum, og eru pant-
anir yfirleitt smáar. Hjá fyrir-
tækinu vinna að jafnaði 8—10
manns. Eigendur eru Sigurberg-
ur Árnason og Ólafur Guðjóns-
son.
62