Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 67

Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 67
er hann starfaði hjá í Svíþjóð. Þar var um 6%0 af brúttósölu varið til útstillinga og öðru eins til almennra auglýsinga, en hann kvaðst sannfærður um, að flestir, sem notfæra sér glugga- útstillingar, verðu ekki meira en 1,5—2%0 af umsetningu í þennan lið, og varla meira en 6%0 af umsetningu í allar aug- lýsingar, sem oft væru meira og minna út í bláinn. Hann tók sem dæmi síðustu sýningar í Laugardalshöllinni — þá var hafist handa um undirbúning í tíma, en aðalatriðið, sem er skipulagning sjálfra sýningar- stúkanna gleymdist hjá flest- um þar til nokkrum dögum áð- ur en sýningar áttu að hefjast. Flestum stúkunum var „redd- að“ á síðustu stundu, og það eru jú engin vinnubrögð. Útstillingarfólk hefur engin samtök, það hafa verið gerðar tilraunir til að stofna félag, en þær runnið út í sandinn — lík- lega mest vegna þess, hve ó- trygg þessi grein er, og hve skilningur kaupmanna og ann- arra er á gildi fallegra og mark- vissra útstillinga. Eftir síðustu gengisfellingu er ókleyft að flytja inn efni til skreytinga, enda efnið tollað eins og lúxusvarningur. Hinrik var fyrir skömmu staddur á sýningu í Munchen, þar sem m. a. voru sýndar ullar- og skinnavörur frá ís- landi. „Þetta var falleg vara, mun fallegri vara en margt annað, sem þarna var að sjá, en að einu leyti skar þessi stúka sig úr — útstilling var eins og í sveitaverzlun, hreint út sagt fyrir neðan allar hellur.“ Ég sá ljósmyndir af stúkunni, og þetta var rétt — útstilling þessarar fallegu vöru var hörm- ung. Þarna, eins og svo oft áð- ur, hafði eitt af aðalatriðunum gleymzt. 1952-1969 17 AR / f l/MliltliOMH í FUAMLEIÐSLU ÍSLENZKRA (.ÓMTO'I'A VANDAÐUR VEFNAÐU R VERKSMIÐJA KLJÁSTEINI MOSFELLSSVEIT SÍMAR: 36935 84700 SKRIFSTOFA: SKEIFAN 3 A REYKJAVÍK 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.