Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERZLUN Efnahags- þróunin næstu áratugi Ekki er nokkur vafi á, að menn líta nú almennt mun bjartari augum til framtíðarinnar en fyrir aðeins einu ári síðan. Mönnum hefur orðið ljóst, að enn bjóðast hér miklir möguleikar, og að fjöldi tækifæra bíður þeirra, sem hafa vilja, dug og kunnáttu til að notfæra sér þau. Takmark okkar í framtíðinni hlýtur að verða að nýta það vinnua.fl og það fjármagn, sem við höfum yfir að ráða, á sem beztan hátt. Verkefni ráðamanna er að skapa. þær aðstæður sem þarf. Ef við snúum okkur fyrst að vinnuaflinu, liggja eftirfarandi tvær stað- reyndir fyrir: 1. Vinnuafl er mjög takmarkað á Islandi í dag, og svo mun verða um langa framtíð. 2. Framleiðni á hvern ma.nn er í beinu hlutfalli við kunnáttu hans. Fyrrnefnda atriðið hefur í för með sér, að mörg þjónustan er annað hvort dýrari eða lélegri hér, samanborið við önnur lönd. Hér er um vandamál að ræða, sem auðvitað verður ekki leyst í einni svipan. Aukinni fólksfjölgun er einungis unnt að ná á tvennan hátt. I fyrsta lagi með aukinni náttúru- legri fjölgun og í öðru Iagi með innflutningi fólks. Þar sem dánarlíkur og alveg sérstaklega ungbarnada.uði eru orðnar mjög lágar hér á landi, er fjölgun fæðinga eina ráðið til að ná aukinni náttúrulegri fjölgun. Erfitt er að segja, hvaða ráðum skal beita. til að ná þessu markmiði. Benda má þó á fjölskyldubætur, fæðingarstyrk og harnafrádráttt við skattlagningu, sem tæki til að létta undir með harnmörgu fólki. Jafnframt mætti lækka verð á ýmsum hlutum, sem nauðsynlegir eru fyrir börn, með því að lækka tolla á þeim hlutum. Má í því sanibandi hcnda á, að 90% tollur er á barua- vögnum! Innflutningur fólks frá öðrum löndum hefur verið tiltölulega mjög lítill, ef undan eru skilin árin rétt eftir styrjöldina. Tvímælalaust er rétt að fara mjög varlega í þessum efnum. Ekki ættu samt a.ð vera nein vankvæði á að samlaga árlega nokkra tugi, eða jafnvel tvö—þrjú hundruð útlendinga íslenzku þjóðinni. Væri athugandi, hvort ekki ætti að taka reglur um búferlaflutning til landsins og húsetu útlendinga hér á landi til endurskoðunar. Þar sem augljóst er, að ekki verður hætt úr fyrrnefnda atriðinu liér að ofan, ber okkur að leggja höfuðáherzluna á síðarnefnda atriðið. Ef við ætlurn að b.alda uppi svipuðum Iífskjörum hér og í náorrannalöndum okkar, harf framleiðni á hvern vinnandi mann að vera að minnsta kosti jafn há hér og annars staðar o'g helzt hærri. Við verðuni að nýta okkar takmarkaða vinnuafl til hins ítrasta. Til að ná því marki verður fyrst og fremst að efla menntun og kunnáttu. Um þetta væri hægt að skrifa langt mál, en ég hef kosið að draga höfuðatriðin saman í nokkra punkta: 1. Sjá verður öllum landsmönnum fyrir góðri undirstöðumenntun. 2. Leiðbeina þarf unglingum við val framtíðarstarfs, til þess að geta beint þeim í þau störf, þar sem þörf er á auknu vinnuafli í nútíð og framtíð. — (Atli. leiðbeina). 3. Gera þarf öllum, sem liafa vilja og hæíileika kleift að stunda það nám, er þeir kjósa sér. 4. Fólk, sem einhverra hluta vetrna er orðið óhæft til að gegna störf- um, sem hað er menntað til, þarf að endurhæfa. Hér eru viljandi ekki tekin með atriði eins og menntu.n kennara, nægjan- legt skólahúsnæði, aðstaða til kennslu o.þ.h., þar sem óþarft er að fjölyrða har um. Hér er um mikið verkefni að ræða, en það er einnig gífurlega þýðingar- mikið. Betri fjárfestingu en að efla okkar eigin menntun og kunnáttu getum við tæplega fundið. Víkjum þá að fjármagninu. Öllum er ljóst, að fjárniagn er takmairkað. Umráð yfir auknu fjármagni getum við einungis fengið á tvennan hátt. í fyrsta lagi með aukinni innlendri spörun í einu eða öðru formi, og í öðru lagi með erlendum lántökum. Ra.unar mætti hæta þriðja atriðinu hér við, þ.e.a.s. óhagstæðum viðskiptajöfnuði. Sú leið er þó aðeins fær um stundar- sakir, en hýður ekki upp á framtíðarlausn. Er henni því sleppt hér. Oft liefur verið gripið til fjármögnunar með erlendum lántökum. Almcnnt láns- traust þjóðarinnar og greiðslubyrði í framtíðinni ráða hve langt gengið verð- ur. Fyrst og fremst er það l>ó innlenda spörunin, sem verður að leggja til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.