Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 28
2B FRJÁLS VERZLUN Horft fram ■ tímann Ragnar: Við kappkostum fyrst og fremst að mæta samkeppni frá innflutningi og það er ekk- ert útilokað að við getum flutt út síðar meir ... — Vortízkan frá Peysunni. lenzka framleiðslu undir er- Iendum heitum? Hefur ekki „Kaupið íslenzkt“ haft sín á- hrif? Haukur: Þessar kaupstefnur hafa greinilega leitt það í ljós, að það er búið að kveða í kút- inn að íslenzk fataframleiðsla sé annars flokks í samanburði við erlendar fatnaðarvörur. FV: Eitt dagblaðanna nefndi að hin óþekkta íslenzka sauma- kona ætti mikinn heiður skil- inn fyrir afbragðs góð vinnu brögð í fjöldaframleiðslu . . .. Berta: Ég vil taka undir þetta. Samkeppnin hefur verið svo hörð hjá íslenzku framleið- endunum að þeir hafa orðið að bera af, til þess að fólk keypti íslenzkt. Eftir að þeir eru komnir á þetta stig fara þeir ekki að slaka á. Ragnar: íslenzk karlmanna- föt eru að flestu leyti betri og vandaðri en sambærileg erlend. Við 'höfum ekki hikað við að kaupa alit það bezta til fat- anna, og ég þori að leggja lang- flest íslenzk karlmannaföt til samanburðar við erlend og við yrðum ekki undir við þá at'hug- un. Haukur: Þetta er mín revnsla. Við höfum gott starfs- fól'k í verksmiðjunum og oft er frekar að leita mistakanna hiá stiórnendum, ef varan er ekki nó<m góð ■Rftrfq: Ég he^ pTHaf TrírS- sVintavinum minum á. að með því að kaupa ísienzkt séu þeir að stuðla að bættu atvinnuá- standi í Jandinu. Fóllcið kemur iú með sit.t vikukaun í verzlun- ina. Það hefur áreiðanlega oft verið auðveldara að selja hol- lenzkar og kínverskar flíkur en íslenzkar. Verkafólk, sem ekki hefur næga atvinnu, er ekki arðvænlegir viðskiptavin- ir. Þessu verða kaunmenn að gefa góðan gaum. Mér finnst ekki nógu mikið stolt í okkur á þessu sviði. Klemenz: Þetta er að koma, og það er staðreynd að nú gengur ver að selja erlendan varning, þótt hann sé 30% ó- dýrari en samsvarandi íslenzk- ur varningur. Enda er fólk far- ið að hugsa mikið meira um það, hvort varan endist. Áður hugsuðu menn meira um stofn- kostnað án tillits til endingar. Berta: Ég sel frekar dýra vöru — Kanters, og ég get upp- lýst að dýrustu beltin eru ekki dýrari í notkun — það er að- eins stofnkostnaðurinn sem er meiri. Þetta er fólk að skilja betur, og reyndin er sá að ef fólk hefur minna á milli hand- anna, þá kaupir það frekar dýr- an hlut sem endist. Það er ek'ki heilbrigt viðskiptaástand þeg- ar fólk lætur sér á sama standa hvort varan endist eða ekki. Ragnar: Ég hef stundum fengið eftirþanka þegar ég hef fest kaup á dýrum efnum. Ég hef kviðið því að svo dýrt efni myndi ekki seljast, en það hef- ur aldrei brugðizt hjá okkur að dýrustu efnin fara alltaf fyrst. FV: Er það félag íslenzkra iðnrekenda sem sér um allan undirbúning þessara kaup- stefna? Haukur: Já. Öllum fyrir- tækjum 'sem framleiða fatnað er boðin þátttaka. Það er allt- af sami kjarninn sem tekur þátt, en smám saman bætast fleiri fyrirtæki í hópinn. FV: Hér ættu samt að vera fleiri fyrirtæki, ekki satt? Haukur: Varla mikið fleiri. Það eru tiltölulega fá fyrirtæki utangarðs sem eitthvað ber á í fataframleiðslunni hér. Það er bá einna helzt SÍS. en þeim hefur alltaf verið boðin þátt- taka. Við vitum ekki af hverju þeir eru ekki með. Ragnar: Ég verð að segja eins og er, að ég sakna þess . . .. Klemenz: Þeir eru með sýn- ingu núna í ágúst. . . Ragnar: Ég hef aldrei skilið betta, og ég held að samvinnu- hreyfingin annars staðar myndi ekki einangra sig svona. Haukur: Við höfum nokkur allstór fyrirtæki sem gætu haldið uppi sjálfstæðri sölu- starfsemi, en þau hafa séð sinn hag í því að vera saman á kaup- stefnu — að hafa þennan þátt sölumennskunnar sameiginleg- an. Ég tel að SÍS ætti að hafa nákvæmlega sama hag af því og hvert annað fyrirtæki. Ragnar: Það er líka eitt sem mig hefur furðað á — ég verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.