Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 28
2B
FRJÁLS VERZLUN
Horft fram
■ tímann
Ragnar: Við kappkostum fyrst
og fremst að mæta samkeppni
frá innflutningi og það er ekk-
ert útilokað að við getum flutt
út síðar meir ... — Vortízkan
frá Peysunni.
lenzka framleiðslu undir er-
Iendum heitum? Hefur ekki
„Kaupið íslenzkt“ haft sín á-
hrif?
Haukur: Þessar kaupstefnur
hafa greinilega leitt það í ljós,
að það er búið að kveða í kút-
inn að íslenzk fataframleiðsla
sé annars flokks í samanburði
við erlendar fatnaðarvörur.
FV: Eitt dagblaðanna nefndi
að hin óþekkta íslenzka sauma-
kona ætti mikinn heiður skil-
inn fyrir afbragðs góð vinnu
brögð í fjöldaframleiðslu . . ..
Berta: Ég vil taka undir
þetta. Samkeppnin hefur verið
svo hörð hjá íslenzku framleið-
endunum að þeir hafa orðið að
bera af, til þess að fólk keypti
íslenzkt. Eftir að þeir eru
komnir á þetta stig fara þeir
ekki að slaka á.
Ragnar: íslenzk karlmanna-
föt eru að flestu leyti betri og
vandaðri en sambærileg erlend.
Við 'höfum ekki hikað við að
kaupa alit það bezta til fat-
anna, og ég þori að leggja lang-
flest íslenzk karlmannaföt til
samanburðar við erlend og við
yrðum ekki undir við þá at'hug-
un.
Haukur: Þetta er mín
revnsla. Við höfum gott starfs-
fól'k í verksmiðjunum og oft er
frekar að leita mistakanna hiá
stiórnendum, ef varan er ekki
nó<m góð
■Rftrfq: Ég he^ pTHaf TrírS-
sVintavinum minum á. að með
því að kaupa ísienzkt séu þeir
að stuðla að bættu atvinnuá-
standi í Jandinu. Fóllcið kemur
iú með sit.t vikukaun í verzlun-
ina. Það hefur áreiðanlega oft
verið auðveldara að selja hol-
lenzkar og kínverskar flíkur
en íslenzkar. Verkafólk, sem
ekki hefur næga atvinnu, er
ekki arðvænlegir viðskiptavin-
ir. Þessu verða kaunmenn að
gefa góðan gaum. Mér finnst
ekki nógu mikið stolt í okkur á
þessu sviði.
Klemenz: Þetta er að koma,
og það er staðreynd að nú
gengur ver að selja erlendan
varning, þótt hann sé 30% ó-
dýrari en samsvarandi íslenzk-
ur varningur. Enda er fólk far-
ið að hugsa mikið meira um
það, hvort varan endist. Áður
hugsuðu menn meira um stofn-
kostnað án tillits til endingar.
Berta: Ég sel frekar dýra
vöru — Kanters, og ég get upp-
lýst að dýrustu beltin eru ekki
dýrari í notkun — það er að-
eins stofnkostnaðurinn sem er
meiri. Þetta er fólk að skilja
betur, og reyndin er sá að ef
fólk hefur minna á milli hand-
anna, þá kaupir það frekar dýr-
an hlut sem endist. Það er ek'ki
heilbrigt viðskiptaástand þeg-
ar fólk lætur sér á sama standa
hvort varan endist eða ekki.
Ragnar: Ég hef stundum
fengið eftirþanka þegar ég hef
fest kaup á dýrum efnum. Ég
hef kviðið því að svo dýrt efni
myndi ekki seljast, en það hef-
ur aldrei brugðizt hjá okkur
að dýrustu efnin fara alltaf
fyrst.
FV: Er það félag íslenzkra
iðnrekenda sem sér um allan
undirbúning þessara kaup-
stefna?
Haukur: Já. Öllum fyrir-
tækjum 'sem framleiða fatnað
er boðin þátttaka. Það er allt-
af sami kjarninn sem tekur
þátt, en smám saman bætast
fleiri fyrirtæki í hópinn.
FV: Hér ættu samt að vera
fleiri fyrirtæki, ekki satt?
Haukur: Varla mikið fleiri.
Það eru tiltölulega fá fyrirtæki
utangarðs sem eitthvað ber á í
fataframleiðslunni hér. Það er
bá einna helzt SÍS. en þeim
hefur alltaf verið boðin þátt-
taka. Við vitum ekki af hverju
þeir eru ekki með.
Ragnar: Ég verð að segja eins
og er, að ég sakna þess . . ..
Klemenz: Þeir eru með sýn-
ingu núna í ágúst. . .
Ragnar: Ég hef aldrei skilið
betta, og ég held að samvinnu-
hreyfingin annars staðar myndi
ekki einangra sig svona.
Haukur: Við höfum nokkur
allstór fyrirtæki sem gætu
haldið uppi sjálfstæðri sölu-
starfsemi, en þau hafa séð sinn
hag í því að vera saman á kaup-
stefnu — að hafa þennan þátt
sölumennskunnar sameiginleg-
an. Ég tel að SÍS ætti að hafa
nákvæmlega sama hag af því
og hvert annað fyrirtæki.
Ragnar: Það er líka eitt sem
mig hefur furðað á — ég verð