Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 17
FRJALS VERZLUNf 17 Lög og réttur Ábyrgð vinnuveitanda á opin- berum gjöldum starfsmanns Ábyrgð vinnuveitanda á greiðslu opinberra gjalda starfsmanna sinna hefur hvað eftir annað bitnað þungt á at- vinnurekendum, t fyrst og fremst á þann hátt, að vinnu- veitandi hefur eftir á orðið að greiða þá fjárhæð, sem honum lögum samkvæmt bar að halda eftir af launum starfsmanns síns til greiðslu opinberra gjalda. Sjaldnast er þar um vanrækslu af hálfu atvinnurek- enda að ræða, heldur er þar miklu frekar um ókunnugleika að ræða á þeim reglum, sem í þessu efni gilda. TJpplýsingar um þessar reglur, sem í raun- inni eru ekki flóknar, eiga því alltaf rétt á sér. Væri jafnvel eðlilegast, að þær væru birtar að minnsta kosti einu sinni á ári í dagblöðum t. d. er blöðin birta leiðbeiningar skattayfir- valda varðandi skattaframtöl, Þeir eru mjög margir, sem geyma |þá blöðin sér til handar- gagns, þegar þeir þurfa að fylla út skattframtöl sín og til þess að afla isér ýmiss fróðleiks um þessi mikilvægu efni. Gjaldheimtan og verkefni hennar. j Gjaldheimtan í Reykjavík tók til starfa 1. september 1962 og féllu þá til hennar allar skyldur, sem innheimtumönn- um ríkissjóðs, sveitarsjóða og opinberra stofnanna eru lagð- ar á herðar lögum samkv., en jafnframt allar heimildir sem þeim eru veittar til þess að framfylgja gjaldheimtunni. Gjöld þau, sem Gjaldheimtan í Reykjavík innheimtir samkv. innheimtuseðli sínum eru nú sextán að tölu, þ.e.a.s. tekju- skattur, eignaskattur, náms- bókagjald, kirkjugjald, lífeyr- issjóðsgjald, slysatrygginga- gjald, iðnlánasjóðsgjald, alm. tryggingasj óðsgj ald, tekj uútsv- ar, eignaútsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, og iðnaðargjald. Utan Reykjavíkur sjá sveit- ar- og bæjarfélögin um inn- heimtu útsvars og aðstöðu- gjalds en bæjarfógetar og sýslu- menn um innheimtu anarra of- angreindra gjalda. Skyldur launagreiðenda. Löggjafinn leggur launa- greiðendum þá heimild, að þeir herðar, að þeir ábyrgist þessi gjöld launþega sinna, sem um þeirra eigin gjöld væri að ræða, þó í vissu hlutfalli við launa- greiðslur þær sem þeir inna af hendi, að því er eftirstöðvar skattskuldar varðar. — Jafn- fi'amt veitir löggjafinn launa- greiðendum þó heimild, að þeir megi halda eftir ákveðnum hluta greiddra launa til þess að standa undir þessari skyldu sinni. Þessi heimild er mjög mikilvæg og ber hiklaust að notfæra sér hana, því að þessi skylda launagreiðenda helzt enda þótt þeir notfæri sér ekki heimildina. Þegar launagreiðandi fær nýjan starfsmann í sína þjón- ustu, ber að tilkynna Gjald- heimtunni í Reykjavík það þeg- ar í stað og utan Reykjavíkur með sama hætti til sýslumanna ag bæjarfógeta og þá jafnframt til sveitarfélaga. A þá launa- greiðandinn að fá sendar upp- lýsingar um opinber gjöld við- komandi starfsmanns og ber að halda eftir af launum hans, eins og nánar verður greint frá hér á eftir. Þegar starfsmaður fer úr þjónustu launagreiðanda, hvíl- ir á honum sama skylda. Hon- um ber þá þegar að tilkynna það til framangreindra aðila. Þessi tilkynningarskylda verður naumast of oft brýnd fyrir launagreiðendum. Henni kann að virðast ofaukið og vera enn einn votturinn um skrif- finnsku nútímans. En sú skoð- un er alröng. Þessi skylda er ein meginforsendan fyrir nú- verandi kerfi um innheimtu opinberra gjalda og því er það, að svo rík ábyrgð er lögð á herðar launagreiðendum sem raun ber vitni, vanræki þeir þessa skyldu sína. Afleiðing slíkrar vanrækslu er hvorki meiri né minni en sú, að launagreiðandinn má bú- ast við því að verða gerður ábyrgur fyrir opinberum gjöld- um starfsmannsins, allt að þeirri fjárhæð, sem hann hefði átt að taka af launum starfs- mannsins, á meðan sá var í þjónustu launagreiðandans. Dómur um ábyrgð launagreiðanda. Til skýringar þessu er hvað bezt að vitna til raunhæfs dæmis um þessa ábyrgð, sem fram kemur í dómi, er kveðinn var upp í fógetarétti Reykja- víkur 26. júní 1967. Þar voru atvik á þann veg, að útgerðar- maður nokkur í Reykjavík réð til sín matsvein um tveggja mánaða skeið á vorvertíð 1966. Vanrækt var að tilkynna Gjald- heimtunni um ráðningu manns- ins og einnig, er hann lét af störfum hjá viðkomandi launa- greiðanda. Skuld mannsins við Gjaldheimtuna nam þá kr. 42. 025.00 fyrir árin 1964—1966. Þann 3. okt. 1966 var lögtak gert hjá manninum sjálfum fyrir skattskuldinni, en það reyndist árangurslaust, og kom það á daginn samkv. upplýs- ingum Skattstofunnar í Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.