Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 47
FRJÁLS VERZLUN 47 Fjölmiðlar Sérritin sterkust með sjónvarpinu Fyrir aðeins fáeinum árum hefði það þótt spaugileg fullyrð- ing, að ýmis konar sérrit, sem einskorða sig við aðeins eina grein íþrótta, s.s. knattspyrnu, einn atvinnuveg, s.s. verzlun, svo dæmi séu nefnd, væru öfl- ugur auglýsingavettvangur og það öflugri en almenn og heimsþekikt rit, eins og Life. Þetta er ekki spaugilegt lengur, heldur bláköld staðreynd. Þróunin í auglýsingum hefur stefnt hratt í þessa átt. Sérrit- in hafa sérhæft sig æ meira, og þau sem lengst hafa náð, aukið svo vinsældir sínar. að útbreiðsla þeirra og fræðslu- eða heimildagildi hafa beint á- huga auglýsenda í ört vaxandi mæli að þeim og um leið frá hinum almennu ritum, sem fja'lla um allt milli himins og jarðar, og skjótast yfir eins og' fuglinn fljúgandi. Það sem þó hefur ráðið úrslitum er sam- snil sérritanna og sjónvarpsins. Síðustu árin hafa sjónvarps- auglýsingar aukizt gífurlega víðast í heiminum. Þeir sem vilja taka neytendur með trompi, auglýsa í sjónvarpinu, sem í þvi tilliti kemur í stað- inn fyrir almenn rit, eins og Life. En þeir sem vilja meira, þeir sem vilja spila úr spilun- um og njóta trompsins til hins ítrasta, auglýsa lika í sérritun- um, þar sem unnt er að koma á framfæri fyllri og áreiðan- legri upplýsingum og kynn- ingu. Life er stærsta almenna rit- ið í Bandaríkjunum. Auglýs- ingatekjur þess í fyrra námu sem svarar nálægt 13.8 millj- örðum ísl. króna. En þrátt fyr- ir að upplag þess er 8.5 millj- ónir eintaka, voru auglýsinga- tekjurnar í fyrra sem svarai 900 milljónum ísl. króna minni en 1968. Auglýsingamagnið minnkaði um 7% 1968 og 13% 1969, og forráðamenn ritsins telja að þessi þróun haldi á- fram í ár. Sömu sögu má segja um önnur almenn rit, eins og Look, Reader's Digest, McCall‘s o.s.frv. Á hinn bóginn hafa sér- rit eins og Sunset, sem er gefið út í aðeins 1 millj. eintaka upp- lagi, haldið sínum hlut óskert- um, og önnur, eins og Cosmo- politan, stóraukið auglýsinga- tekjur sínar. En aif stærri sér- ritunum juku t.d. Playboy og Redbook auglýsingatekjur sín- ar um 27% í fyrra. Tímarit, sem lesandanum er ætlað að staldra við, verður nú á dögurn að grípa lesandann, höfða til hans í lífi og hugsun- um, koma honum að beinu liði, smjörþefur af yfirborðinu næg- ir honum ekki lengur til þess. Hann fá menn við sjónvarps- tækin. Þess vegna eru sérritin orðin sterkust með sjónvarpinu, og af því að þau hafa gripið á lofti ný viðhorf til fjölmiðl- anna. Þannig er þetta um heim all- an þar sem blaðaútgáfa er frjáls. Þetta nær eins til ís- lands og er Frjáls Verzlun glöggt dæmi um það, þar sem auglýsingamagn og auglýsinga- tekjur aukast ört á sama tírna og dagblöðin og almenn rit kvarta um samdrátt. ie Concorde tomorrow you’d wear t'Oi.K* r.. ' , 'jlswthíW'' * Playboy er eitt af þekktustu sérri tum í Bandaríkjunum, þangað streyma auglýsingarnar frá þeim sem auglýsa til þess að hafa gagn af því — og sjónvarpsins.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.