Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 26
26 Horft fram í tímann Berta: Prjónastofurnar hafa sérhæft sig talsvert. . . — OD- ELON peysa frá Iðunni. viðskiptavinurinn verði ánægð- ur með úrvalið. FV: Hvernig fer salan fram hérna. Veit innkaupastjórinn fyrirfram hvað hann ætlar að kaupa, eða er það ykkar að telja honum trú um hvað liann verði að kaupa? Berta: Sölumaðurinn leið- beinir að sjálfsögðu eftir sinni beztu getu, en við ætlum ekki að selja viðskiptavininum að- eins einu sinni, og þess vegna verður þetta frekar samvinna en hörð verzlun. Haukur: Innkaupastjórinn fær hér líka mjög mikilsverða fræðslu um það, hvernig hann á að selja vöruna, 'hjá fólkinu hér, sem flest er þjálfað í al- hliða sölumennsku. Hann lær- ir af þeim hvemig hann á að selja sínum viðskiptavinum. Ragnar: Hér er engum kappsmál að selja kaupmanni meira en markaður hans þolir, því að þá er hætta á að missa tiltrú hans. Haukur: Fyrirtækin hér gera sér öll grein fyrir því að viðskiptavinurinn á að koma aftur, og til þess að hann geri það, þarf hann að fá rétta og góða afgreiðslu. Ragnar: Við skulum taka sem dæmi að hér eru einar 5 prjónastofur og þær eru kannski allar með sama hlut- inn í mismunandi útfærslu. Hugsið ykkur hvað það er hentugra að ganga frá pöntun- inni hér en að fá fimm sölu- menn i heimsókn. FV: Eru ekki slíkar kaup- stefnur hvatning til að gera alltaf hetur og betur, vegna þess að hér er framleiðslu hvers um sig stillt upp á sama tíma? Haukur: Á því er enginn vafi. Við skulum aftur taka sem dæmi þessar fimm prjóna- stofur — þær þurfa sífellt að skipta um módel. Ragnar: Það sem er uppi á teningnum með öll hin fyrir- tækin. FV: Eru atvinnunjósnir stundaðar hér? Ragnar: Aldrei hef ég orðið var við það! FV: En kemur þá ekki fyrir að prjónastofurnar komi með FRJÁL5 VERZLUN nákvæmlega sama hlutinn á markaðinn? Ragnar: Ég býst við að framkvæmdastjóramir viti hvað er í gerjun, án þess að um atvinnunjósnir sé að ræða. Berta: Prjónastofurnar hafa sérhæft sig talsvert. Snældan framleiðir einna mest af smá- barnafatnaði. Peysan er sér- staklega í kvenfatnaði og tízku- fyrirbærum. Iðunn mest í sportfatnaði og klassískum peysum á konur og karla. Anna Þórðar brúar þetta allt saman... Haukur: Það er ekki hægt að neita því að þetta vandamál er til staðar, og þá ekki sízt varðandi eftirlikingar. Berta: Þetta er erfiðast hvað snertir ákveðna aldursflokka, t. d. táninga. Það kemur kann- ski síð peysa í tízku, og þá vilja stúlkurnar allar vera eins. Það kemur áberandi smart stelpa á götuna, og hinar vilja þá strax fá eins fatnað og prýddi þessa stúlku. Ragnar: Svo vaxa stúlkurnar upp úr þessu og fara að þroska sinn eigin smekk, og þá komum við að því sem við köllum kventízku, sem er erfið við- fangs. FV: Nú langar mig til að spyrja hvort kaupstefnurnar hafi styrkt þau fyrirtæki, sem að þeim standa? Klemenz: Tvímælalaust. Haukur: Framleiðsla þeirra verður tvímælalaust hagkvæm- ari, því að þau fá hér pantan- ir fram í tímann, og geta því óhrædd framleitt t. d. 100 stykki, en hefðu ella kannski ekki framleitt nema 10. Ragnar: Ég skal koma hér með eitt dæmi. Á síðustu kaup- stefnu sá ég hér fatnað sem ég keypti áður erlendis frá fyrir okkar verzlanir. Ég snéri strax við blaðinu og keypti hlutinn hér með góðum ár- angri. Berta: Það er áberandi að á kaupstefnunum er alltaf fram- för. Við stöndum okkur betur, og viðskiptavinirnir kunna betur að meta þessa þjónustu. Ég tók eftir því á fyrstu kaup- stefnunum að þá keyptu inn- kaupastjórarnir inn eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.