Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Síða 26

Frjáls verslun - 01.05.1970, Síða 26
26 Horft fram í tímann Berta: Prjónastofurnar hafa sérhæft sig talsvert. . . — OD- ELON peysa frá Iðunni. viðskiptavinurinn verði ánægð- ur með úrvalið. FV: Hvernig fer salan fram hérna. Veit innkaupastjórinn fyrirfram hvað hann ætlar að kaupa, eða er það ykkar að telja honum trú um hvað liann verði að kaupa? Berta: Sölumaðurinn leið- beinir að sjálfsögðu eftir sinni beztu getu, en við ætlum ekki að selja viðskiptavininum að- eins einu sinni, og þess vegna verður þetta frekar samvinna en hörð verzlun. Haukur: Innkaupastjórinn fær hér líka mjög mikilsverða fræðslu um það, hvernig hann á að selja vöruna, 'hjá fólkinu hér, sem flest er þjálfað í al- hliða sölumennsku. Hann lær- ir af þeim hvemig hann á að selja sínum viðskiptavinum. Ragnar: Hér er engum kappsmál að selja kaupmanni meira en markaður hans þolir, því að þá er hætta á að missa tiltrú hans. Haukur: Fyrirtækin hér gera sér öll grein fyrir því að viðskiptavinurinn á að koma aftur, og til þess að hann geri það, þarf hann að fá rétta og góða afgreiðslu. Ragnar: Við skulum taka sem dæmi að hér eru einar 5 prjónastofur og þær eru kannski allar með sama hlut- inn í mismunandi útfærslu. Hugsið ykkur hvað það er hentugra að ganga frá pöntun- inni hér en að fá fimm sölu- menn i heimsókn. FV: Eru ekki slíkar kaup- stefnur hvatning til að gera alltaf hetur og betur, vegna þess að hér er framleiðslu hvers um sig stillt upp á sama tíma? Haukur: Á því er enginn vafi. Við skulum aftur taka sem dæmi þessar fimm prjóna- stofur — þær þurfa sífellt að skipta um módel. Ragnar: Það sem er uppi á teningnum með öll hin fyrir- tækin. FV: Eru atvinnunjósnir stundaðar hér? Ragnar: Aldrei hef ég orðið var við það! FV: En kemur þá ekki fyrir að prjónastofurnar komi með FRJÁL5 VERZLUN nákvæmlega sama hlutinn á markaðinn? Ragnar: Ég býst við að framkvæmdastjóramir viti hvað er í gerjun, án þess að um atvinnunjósnir sé að ræða. Berta: Prjónastofurnar hafa sérhæft sig talsvert. Snældan framleiðir einna mest af smá- barnafatnaði. Peysan er sér- staklega í kvenfatnaði og tízku- fyrirbærum. Iðunn mest í sportfatnaði og klassískum peysum á konur og karla. Anna Þórðar brúar þetta allt saman... Haukur: Það er ekki hægt að neita því að þetta vandamál er til staðar, og þá ekki sízt varðandi eftirlikingar. Berta: Þetta er erfiðast hvað snertir ákveðna aldursflokka, t. d. táninga. Það kemur kann- ski síð peysa í tízku, og þá vilja stúlkurnar allar vera eins. Það kemur áberandi smart stelpa á götuna, og hinar vilja þá strax fá eins fatnað og prýddi þessa stúlku. Ragnar: Svo vaxa stúlkurnar upp úr þessu og fara að þroska sinn eigin smekk, og þá komum við að því sem við köllum kventízku, sem er erfið við- fangs. FV: Nú langar mig til að spyrja hvort kaupstefnurnar hafi styrkt þau fyrirtæki, sem að þeim standa? Klemenz: Tvímælalaust. Haukur: Framleiðsla þeirra verður tvímælalaust hagkvæm- ari, því að þau fá hér pantan- ir fram í tímann, og geta því óhrædd framleitt t. d. 100 stykki, en hefðu ella kannski ekki framleitt nema 10. Ragnar: Ég skal koma hér með eitt dæmi. Á síðustu kaup- stefnu sá ég hér fatnað sem ég keypti áður erlendis frá fyrir okkar verzlanir. Ég snéri strax við blaðinu og keypti hlutinn hér með góðum ár- angri. Berta: Það er áberandi að á kaupstefnunum er alltaf fram- för. Við stöndum okkur betur, og viðskiptavinirnir kunna betur að meta þessa þjónustu. Ég tók eftir því á fyrstu kaup- stefnunum að þá keyptu inn- kaupastjórarnir inn eins og

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.