Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.05.1970, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN n UM ÞJÚÐAflBCSMPIM Höfundur: Péfur Eiríksson hagfræðingur Þroun efna- hagsmála síðustiq mánuði Þróun efnahagsmála síðustu mánuði hefur verið mjög hagstæð. Óhætt er að slá því föstu, að við erum koinin upp úr öldudalnum, sem við höfum verið í undanfarin tvö til þrjú ár. Allar tiltækar upplýsingar benda til mjög verulegs bata í afkomu þjóðarbúsins. Heildarverðmæti útflutnings fyrstu tvo mánuði þessa árs reyndist um 82% meiri en á sama tíma í fyrra. Hluti þessarar miklu aukningar á rót sína að rekja til þess, að nú er hafinn út- )flutningur á áli. Sé álútflutningnum sleppt er samt sem áður um 50% aukningu útflutnings að ræða. Á sama tíma hefur innflutningur aðeins aukizt um 5%. Ástæða er til að vekja athygli á þeirri staðreynd, að hlut- deild sjávarafurða í heildarútflutningnum, sem hefur numið 90—95% á undanförnum áratugum, hefur lækkað niður í 75%. Sýnir þessi hlutfalls- lega lækkun einna bezt hvað áunnizt hefur í þá átt að auka fjölbreytni íslenzkra útflutningsatvinnuvega. Ahrifa hagstæðari vöruskiptajafnaðar og greiðslujafnaðar gætir í ríkum mæli í gjaldeyrisstöðunni, sem hatnaði um tæpar 1700 mkr. á liðnu ári. Enn er gjaldeyrisvarasjóðurinn hó ekki nægilega öflugur til að geta staðið undir meiriháttar sveiflu í utanríkisviðskiptum. I umræðum um gjaldeyris- varasjóðinn virðist oft, sem menn ge’-í sér ekki fyllilega grein fyrir mikil- vægi hans. I stuttu máli má segia, að gialdeyrisvarasjóðurinn sé þjóðar- búinu það, sem rekstrarféð er fvrirtæki. Öllum er lióst, að fyrirtæki þa.rf rekstrarfé, og hið sama gildi um þjóðarbúið, eigi það að halda uppi eðlilegum viðskintum við umheiminn. Aflabrögð á vetrarvertíð virðsst hafa orðið mjög góð, og verulegur loðnu- afli barst á land. Framleiðsla í iðnaði er vaxandi og útlit er fvrir að ástandið í byggingaiðnaðinum sé einnig að breytast til batnaðar. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur aukizt og atvinnuleysi minnkað . Raunar virðist svo komið að atvinnuleysi sé nú einungis hiá fóJki, sem er ekki fyllilega vinnufært sökum sjúkleika, aldurs eða af öðrum orsökum. Jafnfra.mt er ófullnægð eftirspurn eftir vinnuafli vaxandi í sumum greinum. Hvaö er t'ram- undan í efna- hagsmálum á næstunni? Tvímælalaust er lausn kjarasanminganna, sem nú standa yfir, þýð- ingarmesta viðfangsefni á sviði efnahagsmá'a. Engum blöðum er um að fletta, að afkoma. fyrirtækia hefur batnað allmjög að undanförnu. Virðist því krafa launþega um hlutdeild í batnandi afkomu eðlileg og sjálfsögð. Á hinn bóginn skiptir höfuðmáli, að launahækkanir séu innan þeirra marka sem a.tvinnuvegirnir almennt geta borið án verðhækkana. Jafnframt fellur í hlut atvinnurekenda og ríkisvalds sú ábyrgð, að vinna upp aukin útgjöld vegna launahækkana með hagræðingu og framleiðsluaukningu. Sennilega er hvergi unnt að ná ja.fnskjótum árangri í þeim efnum eins og í ýmsum opinberum fyrirtækjum, svo og ríkisrekstrinum almennt, ef fast væri tekið á málunum. Mjög æskilegt væri, að nú tækiust samningar til lengri tíma en eins árs. Bæði launþegar og atvinnrekendur skiptir miklu máli, að Vita að hverju þeir ganga í fra.mtíðinni. í þessu efni eins og svo mörgum öðrum er heppilegt, að ekkii sé tjaldað til einnar nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.