Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.11.1971, Qupperneq 11
að greiða 200 sterlingspund fyr- ir klukkustundina að meðal- tali. Síðan hefur greiðslan hækkað eftir því sem sjón- varpsnotendum hefur fjölgað. Er hún nú komin upp í jafn- virði eitt hundrað dollara á klukkustund, eða 150 króna á mínútu. Norræna sjónvarpsefnið er fengið hingað á skiptigrund- velli. Norrænu sjónvarpsstöðv- arnar framleiða ekki fyrir er- lendan markað, en hafa hins vegar samstarf með sér á þess- um grundvelli. Þær hafa lánað hingað talsvert af filmum og þegið í staðinn nokkrar filmur frá íslandi. íslenzka sjónvarpið greiðir ekkert aukalega, þótt það noti mun meira frá nor- rænu stöðvunum en þær nota frá okkur. Hins vegar verður Happdrættin Að styðja Happdrætti SÍBS hóf rekstur í október 1949. Útgefnir miðar voru þá 30 þúsund og fyrstu árin var dregið annan hvern mánuð. Hæsti vinningur var þá 25 þúsund , en er nú 1 milljón, lægsti var 100 krónur, er nú 2.000.- Frá upphafi hefur Happ- drætti SÍBS aðeins gefið út heil- miða og endurnýjunarverð er nú 100,- kr. Á árinu 1971 eru gefin út 65 þúsund númer og seldir miðar eru um 81% og er það nokkur aukning frá fyrra ári, sem var um 78%. Þá verða í ár greidd- ar um 47 milljónir og 680 þús- und í vinninga og alls eru dreg- in út 16.401 númer og lætur nærri að fjórði hver miði hljóti vinning. Umboðsmenn hefur happdrættið út um allt land, um 100 talsins. Framkvæmdastjóri Happ- drættis SÍBS, er Ólafur Jó- hannesson og sagði hann. að áætlað væri að arður af rekstri happdrættisins yrði í ár um 12 milljónir, þegar greiddir hefðu verið vinningar, 10% í umboðs- laun og annar kostnaður við rekstur happdrættisins. Allar sjónvarpið að greiða norrænum höfundum leikrita sérstaklega fyrir hverja sjónvarpssýningu eða allra þeirra, sem njóta rétt- ar samkvæmt Bernarsamþykkt- inni um höfundaréttindi. Sú greiðsla er óháð fastagjaldi sjónvarpsins fyrir filmuleigu og fer eftir kröfum höfunda eða samningum við þá. Norrænu sjónvarpsstöðvarn- ar skiptast á fréttabréfum um útsent efni til leigu og greiðsl- ur vegna höfundaréttar. Þeir erlendir leigjendur sjónvarps- efnis, sem bjóða hingað efni, senda hingað upplýsingar, en sjónvarpið velur úr á grund- velli þeirra upplýsinga, svo og með því að fulltrúar þess eru sendir til London, til að skoða sjónvarpsefni. Allar ákvarðanir um val á erlendu efni eru teknar af dagskrárstjórum fréttadeildar ogskemmtideildar, EmilBjörns- syni og Jóni Þórarinssyni, í samráði við framkvæmda- stjóra sjónvarpsins. Þó er val á seríum og öðru meiriháttar efni borið undir útvarpsstjóra, Andrés Björnsson, og Útvarps- ráð. Enda þótt greiðslur íslenzka sjónvarpsins verði að telja lág- ar á heimsmælikvarða, hafa erlendir leigjendur sjónvarps- efnis verið reiðubúnir til að leigja hingað mikið efni. Þeir hafa einnig kynnzt því, að sjón- varpið greiðir skilvíslega og skilar filmunum í sama ástandi og þær komu hingað. góð málefni tekjur af happdrættinu renna til uppbyggingar, vélvæðingar og búnaðar á Reykjalundi og Múlalundi, enda hefur mark- mið happdrættisins frá önd- verðu verið að stuðla að upp- byggingu á þessum stöðum. Framkvæmdastjórinn sagði að fjölmargir hefðu spilað í happdrættinu frá stofnun þess. Vinningsvonin væri að sjálf- sögðu hjá flestum, en megintil- gangur þátttakenda væri þó augsýnilega að styðja gott mál- efni. Happdrætti DAS gefur út um 65 þúsund miða og hefur tala útgefinna miða rúmlega tvöfaldazt frá því happdrættið tók til starfa, Það var árið 1954, miðar voru þá 30 þúsund og einn bíll í vinning hverju sinni. Nú býður happdrættið 300 vinninga á mánuði hverjum, m.a. íbúðir eftir eigin vali, bif- reiðir og húsbúnaðarvinninga. Einu sinni er dregið um einbýl- ishús og það sem næst verður dregið um er metið á um 3.5 milljónir króna. Frá upphafi hefur hagnaður af happdrættinu runnið til Sjó- mannadagsráðs til uppbygging- ar á Hrafnistu og síðan 1964 hefur ákveðin prósenta arðs verið greidd í byggingasjóð aldraðra. Á öndverðu næsta ári verða tilbúnar á Hrafnistu átj- án litlar hjónaíbúðir og er þar með lokið 4. og síðasta áfanga þar. í undirbúningi er bygging dvalarheimilis í Hafnafirði, hugsanlega í samvinnu við fleiri sveitarfélög á Suðurnesj- um. Að sögn Baldvins Jónsson- ar, framkvæmdastjóra happ- drættisins, er þó ekki farið að vinna að framkvæmd þessa máls utan áætlanagerðar þar að lútandi. Geta má þess að frá árinu 1954 hefur happdrættið alls greitt til Sjómannadagsráðs um 64 millj. og í áðurnefndan bygg- ingarsjóð milli 13-14 millj. Á þessu ári verður að líkindum um 11 millj. arður af happ- drættinu, sem rennur til ráðs- ins, þegar rekstrarkostnaður og vinningar hafa verið greiddir. HAPPDRÆTTI Háskólans er elzt þessara þriggja happdrætta. FV 11 1971 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.