Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 17

Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 17
inu. Þess má geta, að verðlags- eftirlit í Frakklandi er talið mjög lélegt. Holland var talið til fyrir- myndar um skipulag mála á vinnumarkaðnum, ekki sízt um fyrirkomulag samningagerðar í kjaramálum. Kerfið brast þó árið 1963 vegna óróleika á vinnumarkaðnum. Laun hækk- uðu á stuttum tíma um 17%. Tímakaupið hefur síðan hækk- að frá 1963 um 110% og verð- lag um 52%. Svíþjóð, Noregur og Dan- mörk hafa beitt verðstöðvun án verulegs árangurs. Verð- hækkanir urðu um 5-7% á verðstöðvunartímabilinu. Norð- menn hafa sett sérstakar regl- ur til að koma í veg fyrir yfir- borganir, engu að síður hafa laun hækkað á einu ári um 16%. Nýldfir kjarasamningar í Svíþjóð gera ráð fyrir 30% launahækkunum á tímabilinu 1971-1973. Verðbólga virðist ó- hjákvæmileg. í Finnlandi bar launapólitík- in meiri árangur, einkum um tima, eða eftir gengisfellinguna 1967. Neyzluvöruverðlag hækk- aði minna en 3% árlega árin 1969 og 1970. Launahækkanir voru hóflegar. Tilraunir til að framlengja samkomulag um efnahagslegar ráðstafanir mis- tókust í árslok 1970. Verkföll brutust út um allt landið. Laun hafa hækkað um 11% og verð- lag um 7%. Þetta er í stuttu máli þróun- in í þeim löndum, sem beitt hafa verðstöðvun og ýmsum öðrum ráðstöfunum til að hindra þróun verðbólgunnar. En hvernig er þróunin hjá þeim þjóðum, sem ekki hafa beitt sérstökum hömlum í verðlags- málum? Þróun verðlags og launa á Ítalíu hefur verið án afskipta hins opinbera. Undantekning er tímabundnar takmarkanir hjá nokkrum þjónustufyrir- tækjum ríkisins, sem staðsett eru í Rómaborg. Verkalýðsfé- lög í landinu eru mjög andvíg hvers kyns hömlum á verðlags- þróunina. Samband verzlunar og iðnað- ar í Sviss. stakk upp á verð- stöðvun fyrr á þessu ári. Verka- lýðsfélögin mótmæltu harðlega, svo ekkert varð úr neinu. Stjórn Willy Brandts fullyrð- ir, að hún muni ekki beita hömlum í vei’ðlagsmálum, þrátt fyrir vissa tilhneigingu til verðbólgu í V.-Þýzkalandi. Verzlunarhœitir í Evrópu: Nýlenduvöruverzlun. Grœnmetismarkaður. Stórverzlun. FV 11 1971 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.