Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 19

Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 19
Bonn-stjórnin vonar, að sam- dráttur í viðskiptum innan- lands og í útflutningi muni draga úr kröfugerð verkalýðs- félaganna. Verkamenn í efna- iðnaði féllust nýlega á 7.5% kauphækkun, sem telst fremur hófleg hækkun. Síðustu upplýs- ingar benda til 15% hækkana í ýmsum framleiðslugreinum, en verðlag hefur hækkað um 5.4%. Þegar á allt er litið virðist verðstöðvun og langvarandi hömlur á launahækkanir og verðhækkanir ekki vera nokk- ur úrlausn í baráttunni við verðbólgu. Sovétríkin Já, já, nei, nei, í efnahags- málum, leit að breytingum Deilur eru uppi í Sovétríkj- unum um, hvernig eiga að fram- kvæma stefnuna í efnahagsmál- um, sem 24. flokksþing Komm- únistaflokksins samþykkti í apríl sl. Þetta kemur fram í skrifum sovézkra blaða, og það eitt bendir til, að mikilvægar breytingar hafi verið gerðar, eða séu væntanlegar. Talið er víst, að tilkynningu um þessar breytingar hafi ver- ið frestað um stundarsakir, til þess að gefa þeim, sem eru á öndverðum meiði, tækifæri til að sameinast undir einu flaggi og leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Þetta getur verið skýringin á því, að sum- arfundi Æðstaráðsins, sem venjulega er haldinn í júlí, var frestað. Það er nú lítið útlit fyrir, að sá fundur verði yfir- leitt haldinn, því að sovézkir ráðamenn verða á ferðalögum um víða veröld út þennan mán- uð, til Hanoi, Osló, Ottawa, Bel- grad, Algeirsborgar og Parísar, svo einhver dæmi séu nefnd. Deila þessi kemur hvað skýr- ast í Ijós í skrifum aðalmál- gagns Gosplans, eða Áætlunar- ráðs ríkisins, „Hið skipulagða efnahagslíf“. Það tímarit birti nýlega langa minningargrein um sovézka hagfræðinginn Nikolai Vozessensky, sem Stal- ín lét drepa árið 1949. Vozess- ensky var endurreistur af Krúsjeff, en kenningar hans voru þó aldrei birtar aftur op- inberlega. Nú vill svo til, að málgagn Gosplans birti kafla úr bók Vozessenskys, sem hann skrifaði á stríðsárunum. Vozessensky vildi, að hag- fræðikenningin um framboð og eftirspurn yrði að takmörkuðu leyti tekin inn í hagkerfi Sovét- ríkjanna, auk þess, sem hann lagði til, að leppríki Sovétríkj- anna fengju meira efnahagslegt sjálfstæði. Róttækasta kenning Vozessenskys var, að öllum framleiðslufyrirtækjum skyldi heimilt að liggja með vöru- birgðir, en það hefur fram til þessa dags þótt alger dauða- synd, því að slíkt væri fjár- magnssóun. Þetta hefur gert það að verkum, að allir fram- kvæmdastjórar, svo og hin ýmsu áætlunarráð, hafa verið í stökustu vandræðum með birgðir, sem hafa myndazt, aðallega hvernig ætti að fela þær. Þetta er einnig það, sem Birgðaráð ríkisins hefur sætt hvað harðastri gagnrýni fyrir, frá því að það var stofn- að árið 1965. Til að bæta úr öllu þessu, lagði Vozessensky til, að framleiðslufyrirtæki fengju frjálsari hendur, þ.e.a.s. að dregið yrði úr yfirráðum hins opinbera. Skyndileg þirting þessara kenninga Vozessenskys bendir til þess, að nú sé hagstæður grundvöllur fyrir að gera til- raunir á ný með einhverjar af kenningum hans. Slík hugleið- ing er studd af núverandi stöð- um ýmissa manna, sem voru lærisveinar Vozessenskys á sín- um tíma. Árið 1949 var P. N. Fedoseyev rekinn frá ritstjóra- embætti við Bolshevik, aðal- FV 11 1971 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.