Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Page 32

Frjáls verslun - 01.11.1971, Page 32
Iðnaður Ve-fa-iðnaðurinn stendur and- spænis samdrætti og fyrirtækja- dauða eða endurskipulagningu * Gripið niður í norska úttekt á ve-fa-iðnaði Islendinga í maí sl. lauk skýrslugerð norskra sérfræðinga, sem unn- ið höfðu að könnun á svonefnd- um ve-fa-iðnaði á íslandi. Hér er átt við vefjar- og fataiðnað- inn, en heildarheitið er, eins og raunar liggur í augum uppi, bú- ið til úr upphafi á heiti undir- greinanna tveggja, að norskri fyrirmynd (teko myndað úr upphafsstöfum orðanna textil og konfektion). Könnun þessi var framkvæmd að ósk Félags íslenzkra iðnrekenda og kostuð af Iðnþróunarsjóði. Könnunin var gerð með tilliti til frjálsari viðskiptahátta á íslandi, vegna aðildarinnar að EFTA. Þrjátíu og sjö fyrirtæki tóku þátt í könnuninni. Þau fram- leiða 95-100% alls þess, sem framleitt er hérlendis í vefa- iðnaði. Heildarvelta þeirra var árið 1969 748 millj. kr. Starfs- fóik var 1212 talsins. í upphafi skýrslunnar er þess getið, að hlutdeild ve-fa- vöru í heildarneyzlunni hafi farið vaxandi á síðustu árum. Hins vegar gæti samdráttar- einkenna í íslenzka ve-fa-iðnað- inum. Hlutfall innfluttrar vöru hefur aukizt verulega, þrátt fyrir háa tolla og verðlags- ákvæði. Á tímabilinu 1963-1966 óx hlutdeild innfluttrar fatnað- arvöru um 65%, og ofin og prjónuð vara jók hlutdeild sína um 20-30%. LfTILL HEIMAMARKAÐUR Orsakirnar virðist mega rekja til þess, sem kallað er skipu- lagsvandamál íslenzka iðnaðar- ins. Þetta er í eðli sínu mark- aðsvandamál. Frumorsakirnar er að finna í litlum heimamark- aði. Hann er of lítill í ýmsum tilvikum, t. d. fyrir skyrtuvöru- framleiðsluna, til að hún geti verið fjárhagslega hagkvæm. En í öðrum flokkum er neyzlan nógu mikil til að geta borið fleiri fyrirtæki en nú eru starf- rækt hérlendis, t. d. við fram- leiðslu ytri fatnaðar karlmanna. Um enn aðra vöruflokka er það að segja, að neyzlan er nægi- lega mikil til að geta skapað arðsama framieiðslu frá einu fyrirtæki. En skipulag fram- leiðslunnar hefur komið í veg fyrir háa framleiðni. Þýðing heimamarkaðar fyrir uppbygg- ingu ve-fa-iðnaðar sést bezt á því, hversu mjög stóru iðnaðar- löndin eru sjálfum sér næg varðandi framleiðslu á þessum vörum. FRAMTÍÐIN í skýrslu hinna norsku sér- fræðinga segir m. a. á þessa leið um stöðu og framtíð ís- lenzks ve-fa-iðnaðar vegna að- ildar að EFTA: „Aðild íslands að EFTA mun ótvírætt hafa í för með sér aukinn innflutning á margvíslegri ve-fa-vöru og leiða til harðari verðsamkeppni hjá þeim iðnfyrirtækjum, sem andspænis samkeppninni standa. Vegna óska kaupenda um meiri fjölbreytni í vöruúr- vali mun þessi samkeppni ekki einskorðast við verð vörunnar. Kapphlaup um lægra vöruverð og aukið framleiðslumagn kipp- ir von bráðar fótum undan þeim fyrirtækjum, sem gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að bæta rekstur sinn á öðrum sviðum.“ LÍTIL FRAMLEIÐNI Þá er þess getið í skýrslunni, að framleiðni flestra fyrirtækj- anna, sem skoðuð voru, hafi verið tiltölulega lág, vegna ónógrar sérhæfingar. Skýring- ar er m. a. leitað í minni vinnu- hraða en almennt er á hinum Norðurlöndunum. Norsku sér- fræðingarnir segjast eiga erfitt með að ímynda sér, að íslenzku fyrirtækin geti háð samkeppni með því að flytja inn hráefni til fullvinnslu og útflutnings. Þó gæti þetta átt við um vör- ur eins og sjóklæði, þar sem fyrir hendi eru ákveðnar for- sendur og reynzla hvað ísland snertir. Þá telja þeir, að vörur úr íslenzkri ull ættu að hafa sérstöðu í þessum efnum og sölumöguleika erlendis. ULLARSKORTUR Talið er, að spunaverksmiðj- urnar Gefjun og Álafoss séu nú af þeirri stærð, sem geti tryggt eðlilegan og hagkvæm- an rekstrargrundvöll. Þær þurfa að endurnýja og full- komna spunadeildirnar. Fram- boð á íslenzkri ull er takmark- að, en vöxtur í greininni getur átt sér stað með aukinni vinnslu á ullargarni. Þá kemur blönd- un íslenzku ullarinnar við aðra ull einnig til greina, ef auka á framleiðsluna. Ullarvefnaðurinn virðist eiga nokkra framtíð fyrir sér, ef lögð er nægileg rækt við hönn- un á þjóðlegu munstri. Hinir norsku sérfræðingar mæla með talsverðum skipulagsbreyting- um í þessari grein, einkum samruna tveggja fyrirtækja, til að skapa skilyrði fyrir kaupum á nýtízku tækjabúnaði. Ein _ verksmiðja framleiðir dúka úr bómull og er talin geta starfað á núverandi grundvelli. MIKIL TEPPANOTKUN Gólfteppaframleiðendur njóta nú mjög hárrar tollverndar og innflutningur er lítill. Útflutn- ingsmöguleikar eru taldir tak- markaðir, en íslenzki markað- urinn álitlegur fyrir eitt fyrir- tæki af réttri stærð. Heildar- notkun teppa^ er hlutfallslega mjög mikil á íslandi. Afkoma flestra prjónaverk- smiðja er mjög góð. Hin 32 FV 11 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.