Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 46

Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 46
Innk; )upa- stol ríki rnun sins Annast um ÚTBOÐ VÖKLKALP og VERKSAMNINGA fyrir opinberar stofnanir. Skril Omrrm stofa rtíini 7 Duígai öfíííl/ riuni /, lAl/jj/ K0yK Sími! JdVIK. 26844 breytt, á þeim forsendum, að kirkjubyggingin væri of stór, gamaldags, og naumast stíl- hrein. En stuðningsmenn Hall- grímskirkju héldu sitt strik. S.l. áratug var byggt fyrir tæp- lega 28 milljónir króna, og nú eru allar horfur á því, að bygg- ingarhraðinn eigi enn eftir að aukast. Fyrsta skóflustungan fyrir Hallgrímskirkju var tekin árið 1945. Þá hafði staðið yfir fjár- söfnun frá 1942 og stöðug bar- átta fyrir því, að bæjarstjórn veitti nauðsynlegt byggingar- leyfi. Kapella var tiíbúin og' vígð árið 1946, og árið 1952 var steyptur sökkull undir kirkjuna, og fimm árum síðar voru reistir veggir kirkju- skipsins, á kirkjuturni var byrjað nokkru síðar. Hin umdeilda teikning af Hallgrímskirkju var gerð af Guðjóni Samúelssyni, húsa- meistara ríkisins. Var hann fenginn til að vinna að hug- myndum um Hallgrímskirkju upp úr 1937, eftir að samkeppni um tillöguuppdrætti hafði ekki kallað fram viðunandi hug- myndir að dómi þeirra, sem um þær fjölluðu. Guðjón vann að verkinu um fimm ára skeið og skilaði tveimur hug- myndum, og er önnur þeirra nú að birtast í steinsteypu á Skólavörðuholti. Það segir ef til vill sína sögu um pólitískt andrúmsloft milli- stríðsáranna, hvernig það at- vikaðist, að Jónas Jónsson frá Hriflu fékk brennandi áhuga á framgangi Hallgrímskirkju- málsins. Þegar sóknarnefnd Reykjavíkurprestakalls ákvað að efna til samkeppninnar 1937 um teikningar af Hallgríms- kirkju, leitaði hún til Jónasar um tilstyrk hans til að fá fé úr ríkissjóði til verðlaunaveit- inga í samkeppninni. í sóknar- nefndinni sátu þá ýmsir mátt- arstólpar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, menn, sem Jónas hafði litið á sem fullkomna and- stæðinga sína. Jónas varð bæði undrandi og hrærður vegna þess trausts, sem hann taldi andstæðinga sína hafa sýnt sér með þessum tilmælum og sér- stökum heimsóknum þeirra til hans vegna þessa máls. Tók hann að hugleiða málefni Hall- grímskirkju meira en áður, og gerðist að lokum einn ákafasti stuðningsmaður hugmyndar þeirrar, sem Þórhallur biskup hafði upprunalega sett fram. Jónas barðist af oddi og egg gegn gagnrýnendum Guðjóns Samúelssonar og hugmynda hans og má segja, að afskipti hans hafi bæði haft kosti og ókosti. Kirkj ubyggingarhug- myndin naut hæfileika og bar- áttuvilja Jónasar í ræðu og riti, en jafnframt er líklegt, að margir hafi orðið til þess að snúast gegn henni vegna af- skipta Jónasar, sem var lengi umdeildasti stjórnmálamaður landsins. MEST HEFUR MIÐAÐ SÍÐAN 1961 Fram til ársloka 1961 hafði aðeins verið byggt fyrir tæpar 3 millj. króna. En þetta ár var Hermann Þorsteinsson fulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri við bygginguna, og hefur hann gegnt því starfi síðan, algjör- lega launalaust. Jafnframt var ákveðið að stefna markvisst að auknum byggingarhraða. Um leið hófust tilraunir til að fá framlag hins opinbera aukið. Árið 1964 fór fram allsherjar- herferð meðal almennings á ís- landi, hjá hinu opinbera og jafnvel erlendis, o£ bar hún mikinn árangur. Á einu ári söfnuðust tæplega 5.5 millj. króna, ríkissjóður tók að leggja fram óafturkræft framlag og borgarsjóður jók framlag sitt. Á síðasta ári nam framlag rík- issjóðs 1 millj. króna, en lík- legt, að það verði tvöfaldað á næsta ári. Þá er unnið að því að fá framlag borgarsjóðs hækkað. Framlag borgarinnar kemur úr sérstökum sjóði, Kirkjubyggingarsjóði Reykja- víkurborgar. Runnu til hans 2 milljónir á síðasta ári, en það er hlutfallslega langlægsta framlag borgarinnar til kirkju- bygginga um langt árabil. Úr þessum sjóði fékk Hallgríms- kirkja hálfa milljón króna, sem er óafturkræft framlag. Þriggja manna nefnd úthlutar úr sjóðn- um og skipa hana Jón Auðuns dómprófastur, Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari og Einvarður Hallvarðsson skrif- stofustjóri. Nefndin hefur ekki hingað til viljað fallast á rök- semdir sóknarnefndar Hall- grímskirkju fyrir því, að nauð- synlegt sé að auka framlög til kirkjubyggingarinnar á Skóla- vörðuholti. Vera má, að viðhorf nefndarinnar kunni fljótlega að brevtast. Hallgrímskirkju berast alltaf öðru hvoru stórgjafir, auk 46 FV 11 1971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.