Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 53

Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 53
Bíigreinasambandið fer vel af stað Viðfangsefnin snerta allan almenning, ekki síður en bílgreinar og bíleigendur Um þessar mundir og næstu mánuði verður unnið að því að fá sem allra flest fyrirtæki, sem veita þjónustu vegna bif- reiða, til að ganga í Bílgreina- sambandið, sem stofnað var fyrir einu ári með samruna Fé- lags bifreiðainnflytjenda og Sambands bílaverkstæða. Eru nú þegar í Bílgreinasamband- inu um 50 aðilar, allir bifreiða- innflytjendur, flestir varahluta- salar, öll merkjaverkstæði og mörg önnur verkstæði. Þessi fyrirtækieru aðallega á Reykja- víkursvæðinu. Fyrsta skrefið, sem stigið var til að færa út sambandssvæðið var fundur stjórnar og framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins á Akur- eyri með tuttugu forráðamönn- um bifreiðaverkstæða á Norð- urlandi í október s.l. Bílgreinasambandið fjallar nú þegar um mörg þýðingar- mikil mál, sem snerta ekki að- eins bifreiðafyrirtæki og bif- reiðaeigendur, heldur einnig allan almenning. Það hefur sýnt áhuga á skipulagsbreyt- ingum hjá Bifreiðaeftirliti rík- isins, þátttöku í Umferðarráði, fræðslumálum bifvélavirkja og fleiru. En helzta baráttumál Bílgreinasambandsins er um þessar mundir setning löggjaf- ar um löggildingu bifreiða- verkstæða. Frumvarp um þetta efni hefur tvisvar komið fram á Alþingi, í bæði skiptin frá ríkisstjórn, en án þess að fá f ullnaðar af greiðslu. Árið 1959 og 1960 fór fram hér á landi athugun á rekstri bifreiðaverkstæða og skipulagn- ingu bifreiðaviðhalds. í sam- bandi við þessa athugun kom hingað forstöðumaður tækni- deildar sambands norskra bif- reiðaverkstæða, hr. Johan Mey- er vélaverkfræðingur. í niður- stöðum hans kom m. a. fram eftirfarandi: „í bifreiðaeign ís- lendinga eru fólgin tiltölulega mjög mikil innflutt verðmæti. Telja verður heildarmarkaðs- verðið yfir þúsund milljónir ís- lenzkra króna. Varðveizla þess- arar miklu eignar er mjög kom- in undir viðhaldi. Það hefur einnig þýðingu fyrir örugga landflutninga og góða hagnýt- ingu bifreiðanna. Sérstaklega skal undirstrikað, hversu mik- ilvægt það er fyrir öryggi í umferðinni, að bifreiðum sé vel haldið við. Síaukin umferð og hraði veldur vaxandi slysa- hættu. Aukinn hraði er að þakka framvindu í bifvéla- tækni, en samtímis hafa bifreið- arnar orðið miklu flóknari og háðari réttu viðhaldi en áður. Til dæmis má nefna stýrisút- búnað, hemla, fjaðrir og hjóla- búnað. Það er þannig áríðandi þjóðfélagslegt hagsmunamál að tryggja örugga bifreiðaþjón- ustu . . . “ Ráðunauturinn benti á það, sem hann kallaði „ískyggilega aukningu smáverkstæða11, og taldi ástæðu til að stemma stigu fyrir þessari þróun. Hann benti á reynslu Norðmanna, sem hefðu spornað við útbreiðslu smáverkstæðanna, með sér- stakri löggjöf. Það er tilgang- urinn með þeirri löggjöf, sem Bílgreinasambandið beitir sér fyrir að sett verði, að verk- stæði fullnægi vissum lág- markskröfum um útbúnað, húsnæði og verkþekkingu. Fyrir fáeinum árum, þegar um 500 manns unnu við bif- reiðaviðgerðir í Reykjavík, voru 40% starfsmanna faglærð- ir menn, álíka margir ófag- lærðir og 20% nemar í bifvéla- virkjun. Þetta hefur að vísu breytzt síðan, þannig að hlut- fallslega hefur faglærðum mönnum fjölgað. Einnig hefur smáverkstæðunum fækkað á síðustu árum, eftir að verðlag hjá bifreiðaverkstæðunum var gefið frjálst. Engu að síður er nauðsynlegt að setja löggjöf um verkstæðin, eins og ýmsar aðr- ar greinar, til að tryggja, að Júlíus S. Ólafsson og Geir Þorsteinsson. FV 11 1971 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.