Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 57

Frjáls verslun - 01.11.1971, Síða 57
Svo virðist sem fulltrúa OECD hafi aldrei verið ætlað að hafa beint samband við ís- lenzka vísindamenn, heldur að- eins nokkra útvalda aðila, eink- um á sviði stjórnsýslu. Það var aðeins fyrir utanaðkomandi þrýsting, að fáeinum íslenzkum vísindamönnum gafst kostur á að ræða stuttlega við fulltrúa OECD, er að skýrslunni stóð. Vissulega er það rétt að þessi skýrsla OECD hefði getað ver- ið réttari og fullkomnari en raun varð á, ef hinn erlendi höfundur hennar hefði ekki treyst um of á matreiðslu „bureau“-kratanna, svipað og greinarhöfundur „Frjálsrar Verzlunar“ kann að hafa flask- að á. Gott dæmi um þessa teg- und af matreiðslu kemur fram í þeirri fullyrðingu greinarhöf- undar, að einhverjir „hófsamir“ menn hafi neitað að undirrita yfirlýsingu, sem 14 starfandi vísindamenn sendu frá sér að loknum fundi þeim um OECD- skýrsluna, er greinarhöfundur getur um. Sannleikurinn er sá, að alls enginn neitaði að skrifa undir umrædda yfirlýsingu, sem lögð var fram í upphafi fundarins, en ekki í lok hans eins og höfundurinn nafnlausi heldur fram. Allir starfandi vís- indamenn, sem kjörnir voru til þess að sitja þennan fund und- irrituðu yfirlýsinguna, og eng- inn skoraðist undan. Þessi yfir- lýsing fól í sér gagnrýni á vinnubrögð, framsetningu og niðurstöðu hinnar margum- ræddu OEGD-skýrslu. En hitt er rannsóknaverk- efni út af fyrir sig, hverjir hér- lendir eru svo hörundssárir fyr- ir hönd útlendrar skýrslu um íslenzk innanlands vandamál. Það má líka spyrja, hvort ein- hverjir hérlendir séu svo ná- tengdir skýrslugerðinni, að þeir telji að sér vegið, þegar íslenzk- ir vísindamenn sameinast í gagnrýni á plaggi, sem útlent er sagt. Hvernig má það vera, að slík gagnrýni spilli einhverj- um samkomulagsmöguleikum? Hafi ein'hvern tíma stefnt til málamiðlunar þá varð það ein- mitt á þessum fundi um OECD- skýrsluna, þegar vísindamenn- irnir höfðu lagt fram gagnrýni sína í formi fyrrgreindrar yfir- lýsingar. Þarna hefur greinar- höfundur augljóslega fengið rangar upplýsingar eða tekið rangt eftir. En því má ekki gleyma, að framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins hefur verið furðu tómlát við að kynna íslenzkum vísindamönnum hug- myndir sínar um bætta vísinda- starfsemi og rekstur hennar. Eitt dæmið enn um sambands- leysið að ofan, íslenzkir vísindamenn hafa ekki lagt fram neinar „patent“- lausnir um, hvernig vísinda- starfseminni verði bezt skipað. En þeir hafa lagt fram hug- myndir og tillögur um, hvernig þeir telji starfseminni betur komið í von um, að þannig nýt- ist bæði fjármagn og fyrirhöfn betur en nú. Lesendum „Frjálsr- ar Verzlunar" mun vafalaust þykja fróðlegt að vita, þótt greinai’höfundurinn nafnlausi hirði ekki um, að það var ein- mitt einn af meðlimum fram- kvæmdanefndar Rannsókna- ráðs ríkisins, sem neitaði að standa í „þrasi“ við vísinda- menn“. Þannig voru nefndar- störfin torvelduð og um leið leitin að skynsamlegri lausn, sem allir gætu við unað. En „Frjáls Verzlun ætti að fylgjast með, þegar lausnin loks finnst. BIFREIÐAEIGENDUR ViS alsprautum og blettum allar gerðir bifreiða með okkar frábæru POLY RET HAVN-lökkum. Mjög fljót og góð afgreiðsla. Athugið: Gott útlit bifreiðannnar veitir eigandanum sérstaka ánægju. Bilasprautuu hf. SIREIFAN 11, REYK.IAVÍK, SlMI 35035. ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVI.... að einhver tæki að sér að sjá um og hafa umsjón með útgáfu félagshlaða eða annarra rita. Nú, í fyrsta sinn, bjóðum við að- stoð þeirra, sem hafa reynzluna. Tökum að okkur að annast útgáfu- starfsemi fyrir félög, félagasamtök og skylda aðila. FRJÁLST FRAMTAK HF., Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. FV 11 1971 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.