Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 59
Auglýsingar „Einn af eðlilegustu rekstrar- liðum fyrirtækisins44 „Það er dýrt að auglýsa og því skiptir miklu máli hvernig auglýsingafé er varið“ Frjáls verzlun ræðir við Krist- ínu Þorkelsdóttur, aug'lýsinga- teiknara, um auglýsingamál hér á landi. Flest ef ekki öll meiriháttar fyrirtæki á íslandi, hafa löngu gert sér grein fyrir því, að aug- lýsingar eru rekstrarliður sem erfitt er að vera án. Þróun aug- lýsingatækni hefur þó verið fremur hæg og það er ekki fyrr en nú síðustu árin að ‘hún hef- ur tekið stór skref fram á við og það hefur gerzt með því að framsýnt fólk hefur séð hvað koma skyldi. og sérmenntað sig í faginu erlendis. Kristín Þorkelsdóttir hefur verið viðriðin auglýsingar, aug- lýsingateikningu og aðra aug- lýsingagerð síðastliðin tíu ár, og rekur nú auglýsingastofu við Reynihvamm 2 í Kópavogi. MIKLAR FRAMFARIR SÍÐUSTU ÁRIN. — Það hafa orðið miklar breytingar síðan ég byrjaði fyrst að fást við þetta. Áður var það iðulega svo, að forstjórinn eða sá sem var yfir fyrirtækinu, sá auglýsingaþörf fyrir ein- hverja vöru. Hann lagði niður fyrir sér hvernig auglýsingin skyldi vera. fór til teiknara og sagði honum það, og hann gerði svo teikninguna. Því næst fékk forstjórinn teikninguna í hend- ur, lét gera af henni myndamót, samdi við hana texta og kom henni í eitthvað blað eða tíma- rit. — Þessi þjónusta er talsvert notuð ennþá, og það er vissu- lega þörf fyrir hana en við störfum á allt öðrum grund- velli. Auglýsingastofa eins og þessi þjónar þeim viðskiptavin- um, sem eru reiðubúnir að greiða hluta af auglýsingafé sínu fyrir sérfræðingsaðstoð, til að vera viss um að fá sem bezta nýtingu. SKIPULEG SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ. í samræmi við þetta eru við- skiptavinir Kristínar fáir, en margir þeirra eru stórir. Milli auglýsingastofunnar og við- skiptavinarins er mjög náið samstarf og gagnkvæmt traust enda er strax í upphafi gerður Kristín Þorkelsdóttir. vatnsþéttur samningur þannig að báðir aðilar vita nákvæm- lega hverju þeir eiga að búast við af hinum. Dæmigerður við- skiptavinur ver 250 þús. til tveim milljónum króna í aug- lýsingar árlega, og stofan sinnir ekki beiðnum um gerð ein- stakra auglýsinga, heldur starf- ar eingöngu fyrir sína föstu við- skiptavini. Þó ber þess að gæta að samningur við fyrirtæki þarf ekki nauðsynlega að spanna yf- ir allt sem það býður. Hann getur t.d. einungis náð til einn- ar tegundar vöru eða þjónustu. Menn kynnu að efast um að þetta væri nægilegur grund- völlur, en hann er samt nógu góður til að þeir ellefu menn og konur sem starfa við aug- lýsingastofuna hafa kapp nóg að gera. Kristín hefur safnað að sér miklu og góðu liði. Átta starfs- manna hennar eru menntaðir og með reynzlu í auglýsinga- gerð. Þeir eru menntaðir sinn í hverju landinu, svo þegar all- ir leggja hausinn í bleyti verður það nokkuð sterkur kokteill. Stofan starfar eftir föstum reglum sem báðir aðilar sam- þykkja í upphafi. Þegar hún hefur tekið að sér einhvern við- skiptavin, ber fyrirtækinu að tilnefna ákveðinn starfsmann sinn sem auglýsingastofan snýr sér til varðandi auglýsingamál og önnur mál þeim tengd. Tökum til dæmi fyrirtæki, sem ætlar í auglýsingaherferð fyrir einhverja vöru eða vörur. Auglýsingastofan fær nauðsyn- legar upplýsingar hjá fyrirtæk- inu og gerir tillögu um auglýs- ingaáætlun. Þegar hún hefur verið samþykkt er hún áætlun fyrirtækisins fyrir þann tíma sem hún er gerð fyrir. í áætlun- ina er m.a. tekinn áætlaður kostnaður í krónum fyrir hvert atriði sem á að framkvæma, og einnig er tekið fram hvenær og hvernig skuli framkvæma hana. Síðan er áætlunin fram- kvæmd en viðskiptavinurinn samþykkir hvert einstakt verk sérstaklega, þannig að auglýs- ingastofan bindur sig ekki al- gerlega við áætlunina. Auglýs- ingastofan greiðir allan kostnað við útfærslu áætlunarinnar, en innheimtir svo mánaðarlega hjá fyrirtækinu útlagðan kostnað og vinnulaun og lætur það fá þann afslátt sem fáanlegur er hjá birtanda. Gjald stofunnar fyrir skapandi vinnu er í sam- ræmi við gjaldskrá Félags ís- lenzkra teiknara, og fyrir um- FV 11 1971 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.