Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 61

Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 61
kannanir. en það er nokkuð sem er furðu lítið um hér á landi, Nú, undir beina auglýs- ingaþjónustu má telja gerð og umsjón með auglýsingum sem eiga að fara í blöð, sjónvarp, út- varp eða kvikmyndahús. Einnig gerð auglýsingaspjalda og að- stoð við vörusýningar eða um- sjón með verðlaunagetraunum. — Við erum sífellt að reyna að finna söluaukningaráð. Okk- ar metnaður er að sjá árangur af okkar starfi. og auk þess er hagur fyrirtækjanna sem við skiptum við okkar hagur um leið, því við eigum afkomu okk- ar undir velgengni þeirra. — Þú minntist á markaðs- kannanir, í hverju eru þær fólgnar? — Þær eru mest gerðar í sambandi við fyrirhugaða sölu- aukningu. Ef fyrirtæki vill auka sölu á einhverri vöru, er fyrsta verkefnið auðvitað að kanna hvort grundvöllur er fyr- ir því. Við skulum segja að eitt- hvað fyrirtæki vilji auka sölu í einhverri vöru um 30 prósent. Það hefur t.d. selt þessa vöru fyrir 10 milljón krónur á ári. Þá fáum við uppgefna álagn- inguna hjá fyrirtækinu og reiknum út hversu mikinn hagnað það hefði af 30 prósent aukningu. í samræmi við það er svo metið hvað er rétt að verja miklu fé í auglýsingaherferð til að ná þessu marki. — Og hvernig á að auglýsa vörur? — Aðferðirnar eru jafn mis- munandi og vöruflokkarnir. Við þurfum fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir því eftir hverju fólkið sækist í hverri vöru. og það gerum við gjarn- an í samvinnu. Þá koma fleiri starfsmenn saman, geta verið 3-4 menn sem glíma við verk- efnið, og velta því fyrir sér hvað fólk vill helzt fá. Við getum tekið það sem dærni, að þegar fyrsta auglýs- ingin var gerð fyrir Vitretex plastmálningu frá Slippfélag- inu. þá var teiknað eitt hús af mjög sérkennilegri gerð. Þetta hús hefur síðan skotið upp koll- inum og markað allt það sem síðan hefur verið gert. Húsið er í sjónvarpskvikmyndinni og kemur nú á umbúðirnar sjálfar. Ekki hefur verið mikið um birt- ingar auglýsinga fyrir þessa vöru, en við teljum að þarna ihafi vel til tekizt. Forstjóri Vitretex verksmiðjanna í Bret- landi sá þessa vinnu hér í haust. Hann taldi líklegt að þeir bæðu um heimild til að nota þetta þar. — Hvernig er húsið til kom- ið? — Vitretex er góð málning og við athugun á eiginleikum hennar þóttumst við sjá, að hún myndaði sterkari og seigari húð en aðrar tegundir. Við höfðum spurnir af því, að þótt málarar máluðu hús utan með öðrum tegundum. einhverra hluta vegna, þá notuðu þeir gjarnan Vitretex plastmálningu í yztu yfirferðina. Eitt helzta verk- efni málningar er það, að skila húsi heilu og höldnu gegnum vatnsveður haustsins og frost- hörkur vetrarins, svo það fagni vori vel varið og fallegt. Þetta er því það atriði, sem við á- kváðum að hamra á. Friðrikka Geirsdóttir gaf húsinu sérstætt auðþekkjanlegt og aðlaðandi út lit og textinn kemur boðskapn- um á framfæri. Mestu máli skiptir að finna það sérkenni vörunnar, sem kaupandinn sækist helzt eftir. .Þá þarf oft að vega og meta. Á öllu veltur að rétti kosturinn sé valinn. — Og svo er það stóra spurn- ingin. hvað þarf að verja miklu fé til einnar auglýsingaherferð- ar? — Það er auðvitað ekki til neitt svar við því, það er svo misjafnt hvað lagt er í hverju sinni. Nefna má að minnsta auglýsingaherferð (í blöðum og sjónvarpi) kostar varla minna en 120 til 150 þúsund krónur. Yfirleitt er hægt að nota aug- lýsingarnar í fleiri en eina her- ferð, og þá nýtist aftur sá hluti fjárins sem fór í stofnkostnað- inn. Þetta kunna að þykja nokkrar upphæðir, en þess verður að gæta að auglýsingar eru einn af eðlilegustu rekstr- arliðum fyrirtækisins. En ég skal ekki bera á móti því að það er dýrt að auglýsa og því skiptir miklu máli hvernig aug- lýsingafé er varið. Það er okkar hlutverk að sjá um að sem mest fáist fyrir það. FV 11 1971 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.