Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 11
I STUTTIJ MÁLI... • Vöriiískiptajöfiiiiðiiriiiin í ágúst var'ð útflutningurinn 1734,2 millj. kr. en innflutningur 2690,1 millj. kr. Á tímabilinu jan.—ágúst í ár var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 1476,6 millj. kr. en var óhagstæður um 2598,3 millj. kr. á sama tímabili 1 fyrra. Hefur innflutningsaukningin orðið minni það, sem af er þessu ári en búast mátti viö með tilliti til hinnar miklu aukningar tekna. Þetta má vafalaust að nokkru leyti rekja til birgðabreytinga hjá framleiðslu- og verzlunarfyrirtækjum og minni rekstrar- vörunotkun á vetrarvertíöinni. En fleira hlýtur aö koma til. Vera má, aö talsverður hluti tekjuaukningarinnar fari í að mæta innlendum verðhækkunum á fasteigna- markaöinum o. fl. og að þessi tilfærsla peninganna eigi eftir að koma fram í al- mennum vörukaupum og innflutningi síð- ar. Þá er og vitað mál, að launaaukningin hefur sneitt af ágóða fyrirtækjanna og að stað þeirra er ekki jafn sterk og 1970 og 1971. • Ársskýrslur viðskipa- bankaiiiia gefa það til kynna, að hagur þeirra sé allmisjafn. í heild jukust útlán þeirra á s. 1. ári um rösklega 22% í samanburöi við liölega 19% árið 1970. Hins vegar juk- ust spariinnlán þeirra um tæp 20% árið 1971 á móti 25,2% árið 1970 — og er þá Alþýðubankinn meötalinn. Heildareignir viðskiptabankanna hafa aukizt verulega, þ. e. útistandandi lán, innstæður í Seðla- banka, skuldabréfaeign o. fl., en stofnfé og annað eigið fé ekki að sama skapi. Þá varð sparifjáraukningin minni á fyrra helmingi þessa árs en á samsvarandi tíma í fyrra, sem að einhverju leyti má rekja til aukinnar útgáfu spariskírteina ríkissjóðs og hringvegarhappdrættis. Viðskiptabank- arnir hafa keypt lítið af ríkisvíxlum þeim („halldórum"), sem gefnir voru út á þessu ári, eöa um 100 millj. kr. Lítil von er til, að þeir kaupi meira á síöasta árs- fjórðungi, þar sem árstíöasveiflan er þann- ig, að peningamagn eykst mest á öðrum ársfjórðungi, en dregst síðan saman, þegar líða tekur á árið. Jafnframt er lánsfjárþörf ríkissjóðs minni á seinni hluta ársins, þeg- ar skattagreiðslur fara að streyma inn í ríkara mæli. • Er aðeiits riiin fyrir þrjá? íslendingar tala einatt um að fyrirtækin séu lítil og stuðla þurfi aö samruna. í hinum stóra vestræna heimi eru aðeins þrjú fyrirtæki, sem eitthvað kveður aö viö að framleiða hreyfla í farþegaþotur. Tvö þeirra eru bandarísk (General Electric og Pratt&Whitney) og eitt brezkt (Rolls Royce). Þó er talið að markaðurinn leyfi að- eins tveimur fyrirtækjanna hagstæða runu- framleiðslu. Undirbúningur allur er mjög fjármagnsfrekur og tæknileg vandamál mörg, enda varð brezka ríkisstjórnin að styðja við bakið á Rolls Royce nýlega, þegar það var að kollsigla sig á smíði hreyfla í Tristarþotur Lockheed-verksmiðj- anna. Þeir örðugleikar munu nú að mestu yfirstignir, en samvinna eða sameining við Pratt&Whitney hefur komið til tals. • Ilver á að borga brnsaim? Mörg lönd hafa sett strangari reglur um öryggisbúnað bifreiða og útblástur. Bílaframleiðendur vilja hækka verð far- kostanna af þessum sökum, en neytendur telja, aö fyrirtækin eigi að borga brúsann. í Bandaríkjunum hefur verið starfandi verðlagsnefnd, síöan innflutningsgjaldið var sett á 15. ágúst 1971. Er hún talin ófús að leyfa framleiðendum hækkun, og Nixon þykist eflaust eiga hönk upp í bak- ið á þeim fyrir að hafa fellt niður skatt á bílum. FV 9 1972 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.