Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 18
— Eru SovétríJcin og Bandarlkin eOlilegir viö- skiptavinir? — Það held ég. Eins og ég hef tekið fram, þá þurfa þeir á okkar tæknilegu þekkingu að halda, og við getum boðið þeim upp á hana. Vestur- Þjóðverjar og Japanir starfa oft saman á tækni- sviðinu og nota bandarisk einkaleyfi og uppfinn- ingar. Það er þetta, sem Hússar vilja fá milliliða- laust frá okkur. Bandaríkin og Sovétríkin eru bæði miklar land- búnaðarþjóðir, en Sovétmenn eru mjög lélegir bændur vegna samyrkjukerfisins. Af þeim sökum hafa þeir neyðst til þess að kaupa af okkur bandarískar landbúnaðaríurðir fyrir 750 milljónir dollra á komandi árum. Þetta bendir til þess að grundvöllur sé fyrir eðlilegum viðskiptum. riði, sem nauðsynlega þarf að breyta frá okkar hlið. Rússar verða að breyta mörgum atriðum gagnvart okkur. Við þurfum t. d. að fá þá til þess að viðurkenna reglurnar um verndun iðnaðareigna, gerðardóm, opnun umboðsskrifstofa fyrirtækja og upplýsingamiðstöð um framboð og eftirspurn. Þetta eru breytingar, sem þeir geta framkvæmt án Þess að breyta efnahagsreglum, sem þeir hafa auðvitað ekki hugsað sér að gera og við ekki heldur. — Hvers vegna vilja Rússar fá stööu sem „mjög vinveitt ríki“ ? — Þeir vilja fá þá stöðu til Þess að geta jafnt selt til Bandaríkjanna og keypt þaðan. Eins og málum er háttaö í dag þarf að greiða fjórum sinnum hærri aðflutningsgjöld af innfluttum sovézk- um varningi í Bandarikjunum en af sambærilegum í Bandaríkjunum er ekki til nægilegt jarðgas til að mæta eftirspurn. I Síberíu er hins vegar mikið magn af því ónot- að og með því að breyta gas- inu í fljótandi form má flytja það með skipum heimshorna á milli. — VerÖa bæöi ríkin aö gera víötækar breytingar hjá sér áöur en umfangsmikil milliríkjaverzlun liefst? — Ýmsar breytingar þarf að gera á bandarískum lögum, auk þess sem skýra þarf ýmsar greinar laganna betur og lagfæra enn aðrar. I fyrsta lagi þurfum við að gefa Rússum kost á jafnmiklu innflutningsfreisi til Bandaríkjanna, og aðrar þjóðir njóta. Með öðrum orðum, við þurfum að gefa þeim jafngreiðan aðgang að okkar eigin markaði og við veitum hinum svo- nefndu „vinveittu ríkjum". Pólverjar og Júgóslavar njóta góðs af þessari reglugerð. Við verðum einnig að veita þeim greiðsluskilmála Inn- og útflutningsbankans i Washington. Keppi- nautar okkar bjóða þeim þegar slík kjör og við vcrðum að vera samkeppnisfærir á jafnréttisgrund- velli. Til þess að Rússar geti fengið þessi réttindi, þá verða þeir að ganga frá „lána- og leiguskuld- inni“ frá styrjaldarárunum. Um þetta er verið að semja nú og ég er sannfærður um að samkomulag næst, en það er raunverulega óhugsandi að veita þjóð greiðsluskilmála, þegar hún hefur ekki greitt skuldir sínar. Næsta vandamál er eftirlit með útflutningi á hernaðarlega mikilvægum varningi. Bandarisk yfir- völd hafa miklu þrengri skýringu á hugtakinu „hernaðarlega mikilvægur" heldur en bandamenn okkar nota. Viðskiptaaðilar í bandalagsríkjum okkar geta selt varning til Sovétrikjanna, sem telst bann- vara hér. Slíkt er engan veginn raunhæft og skaðar aðeins viðskiptagrundvöll okkar. Þetta eru þau at- vörum frá t. d. Frakkalandi. Meðan við látum þeim ekki í té skráningu sem „mjög vinveitt ríki'1, þá er ástandið í þessum málum eins og það var í kringum 1930. Ekki má gleyma því, að þetta var spuming um sjálfsvirðingu og virðuleika Rússa. Þeir eru ekki hrifnir af því að vera beittir misrétti. — Hvers vegna vilja Rússar skipta viö Banda- ríkin frekar, en t. d. Japan eöa Evrópu, sem iiggja nær og bjóöa eflamt ódýrari framleiöslu? — Ég held að Rússar séu gagnteknir af hug- myndinni um hve umfangsmikiil bandarískur iðn- aður er í raun og veru. Þeir búa í mjög stóru ríki, sem er á við heila heimsálfu, og þeir vilja hafa efnahagskerfið sitt í sömu hlutföllum. Banda- ríkin hafa þegar komið sér upp slíku kerfi. Þeir gera sér grein fyrir því, að bandarísk stórfyrirtæki hafa leyst vandamál fjöldaframleiðslunnar og vöru- dreifingar í stóru heimalandi. 1 samræðum mínum við háttsetta sovézka em- bættismenn komst ég að raun um að þeir telja að eigin efnahagsvandamál séu mjög svipuð efna- hagsvandamálum Bandaríkjanna á sömu sviðum eins og þau voru í lok siðustu aldar. Þeir vita þ: .'l, að þegar það þarf að framkvæma eitthvað st.órl — og öll verkefni Sovétríkjanna eru stór — þá er ekkert annað ríki en Bandaríkin, sem veit betur hvernig ber að gera það. Uppbygging Síberiu er á borð við uppbyggingu vesturríkja Bandaríkjanna á síðustu öld, nema hvað þeir hafa minna sólskin og miklu meiri snjó þar. 16 FV 9 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.