Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 28

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 28
Hlutdeild IMorðurlands í atvinnuleysinu hækkaði úr 38,9% 1969 í 60,3% 1971 Aðeins reiknað með 0,7% búsetuaukningu árlega næstu árin * Alyktanir atvinnumálaráðstefnu á iMorðurlandi um ástand og horfur Á s.I. vori var haldin ráð- stefna um atvinnumál á Norð- urlandi og stóð fjórðungssam- bandið að henni í samviniiu við Alþýðusamband Norður- lands. Ráðstefnan lagði áherzlu á, að þróun síðustu ára sann- aði ótvírœtt, að nauðsynlegt væri að halda áfram sérstök- um ráðstöfunum til að efla atvinnulífið í fjórðungnum. NÚVERANDI ÁSTAND OG HORFUR. Máli þessu til stuðnings bendir ráðstefnan á, að þótt atvinnuleysi hafi stórlega minnkað í landinu og sums- staðar sé skortur á vinnuafli, væri því fjarri, að atvinnuleysi hafi horfið í mörgum sjávar' stöðum á Norðurlandi, enda þótt að sá fjöldi fólks, sem leiti atvinnu til vertíðarstarfa á Suðurlandi sé ekki tekinn með í dæmið um atvinnuþörf- ina. Samkvæmt yfirliti Kjara- rannsóknarnefndar hefur hlut- deild Norðurlands í heildar- atvinnuleysinu hækkað úr 38.9 % 1969 í 60,3% árið 1971. Þetta sýnir á ljósan hátt, að varanlegt atvinnuleysi stuðlar beinlínis að búseturöskun í mörgum þéttbýliskjörnum á Norðurlandi. Jafnframt þessu bendir ráðstefnan á, að meðal- tekjur framteljanda voru 1970 í eftirfarandi þéttbýlisstöðum á Norðurlandi undir þjóðar- meðaltali: Skagaströnd, Sauð- árkróki. Hofsósi, Siglufirði, Dalvík, Hrísey, Raufarhöfn og Þórshöfn. Sums staðar vantaði allt að þriðjung að meðaltekj- ur næðust í byggðalaginu. Við samanburð kemur einnig í ljós, að flest þessara byggða- laga búa við atvinnuleysi og ótraust atvinnulíf, enda brýn nauðsyn, að atvinnumál þeirra verði leyst með samræmdum aðgerðum. Ráðstefnan lítur svo á, að rneð þessum hætti mætti koma i veg fyrir þá öru bú- setutilfærslu, sem hefur átt sér stað úr Norðurlandi síðustu áratugina. Rétt er að benda á, að búsetutilfærslan á síðasta áratug hefur numið 2849, sem er um 9% miðað við núver- andi íbúafjölda Norðurlands. Rétt er að vekja athygli á, að samkvæmt mannfjöldaspá fyr- ir Norðurland, sem áætlunar- deild Framkvæmdastofnunar- innar hefur gert, og byggist á núverandi búsetuþróun, má á næstu árum gera ráð fyrir að- eins 0,7% búsetuaukningu á Norðuriandi framvegis á ári. Ráðstefnan sendi frá sér mat á aðstæðum í einstökum at- vinnugreinum og benti jafn- framt á leiðir til úrbóta. SJÁVARÚTVEGUR. Ráðstefna Fjórðungssam- bands og Alþýðusambands Norðurlands um atvinnumál bendir á, að fiskveiðar við Norðurland hafa á síðari ár- um aðallega verið stundaðar með þrennum hætti, hvað snertir stærð og gerðir skipa. Blönduós — vaxandi iðnaðarbœr. Atvinnumáiaráðstefna Norðlendinga telur, að beina verði þjónustufyrirtœkjum til Norðurlands og stórefla iðnaðinn. 26 FV 9 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.