Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 33
Staðarskáli: HeVgarferðir Reykvíkinga til Norðurlands stöðugt algengari Það er notalegt að koma í áningarstað í Staðarskála í Hriitafirði eftir ferð um Borg- arfjörð og yfir Holtavörðuheiði á leið norður í land. í Staðar- skála er rekin veitingasala allt árið. Þar eru á borðum Ijúf- fengar grillsteikur og kjúkl- ingar ásamt margs konar öðru góðgæti. Séu menn á ferð að kvöldlagi og sæki að þeim svefnhöfgi er líka hægt að gista í skálanum. Þeir bræður Magnús og Eiríkur Gíslasynir hófu veit ingarekstur í Staðarskála árið 1960 cg veittu þá kaffi og smárétti. Fjórum árum seinna var skálinn stækkaður, og enn var bætt við hann fyrir tveim árum en samt reynist hann þegar vera of lítill vegna þeirr- ar miklu umferðaraukningar, sem orðið hefur á leiðinni um Hrútat'jörð. 80 MANNS í SÆTI. Núna rúmast um 80 manns í sæti í Staðarskála og veitir ekki af því að langferðabílar, sem halda uppi áætlunum milli Norður- og Suðurlands hafa þar viðkomu á matmálstímum. Svo hefur einnig verið um ferðahópa á vegum Ferða- skrifstofu Zoega, sem allir hafa snætt í Staðarskála, ef leiðin hefur legið norður í land. Matur er framreiddur frá kl. 7.30 til 23.30 á sumrin og einnig er þá opið fyrir farþega næturrútunnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, en yfir vetrarmánuðina er opnað kl. 9 að morgni og haft opið eitthvað fram eftir kvöldi eins og ástæða þykir til. Mest er aðsóknin að Staðarskála í júlí og ágúst og starfa þar þá um 20 manns en á veturna geta jafnvel liðið tveir eða þrír dagar, að sögn Magnúsar Gísla- sonar, án þess að nokkur líti inn. ÆTLA AÐ STÆKKA GISTIRÝMIÐ Staðarskáli er á tveimur hæðum. alls um 600 fermetrar. Á jarðhæð eru 5 tveggja manna gistiherbergi, sem hafa verið í stöðugri notkun í allt sumar, og er áformað að byggja gistirými fyrir 20 manns til viðbótar. Gistirýmið og baðaðstaða, sem því fylgir er nýlegt og sömuleiðis hefur mjög snyrtileg salernisaðstaða verið tekin í notkun í skálan- um nýlega. í skálanum er enn- fremur selt bensín fyrir Esso og Shell og þar er þvottastæði. Magnús Gíslason er bjart- sýnn á rekstur Staðarskála, þó að árstíðabundnir erfið- leikar séu fyrir hendi. Hann sagði, að áberandi væri, hvað Reykvíkingar gerðu orðið mik- ið af því með lengri frístund- um, að fara í helgarferðir norður í land að sumarlagi og hefðu þá margir viðdvöl í skálanum. Slíkt ferðalag er heldur varla í frásögur fær- andi lengur, því að eftir lið- lega þriggja stunda akstur á fjölskyldubílnum eru Reykvík- ingar komnir til Norðurlands. Staðarskáli liggur líka mjög vel við fyrir stefnumót manna að sunnan, vestan, norðan og austan. Magnús hefur því full- an hug á að vekja athygli á Staðarskála sem fundarstað fólks úr þessum landshlutum, sem þannig gæti mætzt á miðri leið. Umferðar- tölur Vegagerð ríkisins gerir talningu á farartækjum, sem Ieið eiga norður og suður yfir Holtavörðuheiði, og fer hún fram hjá Grænu- mýrartungu, fyrsta bæ, sem komið er að í Hrútafirðin- um. Þess ber að gæta, að þar er auk Norður- og Austurlandsumferðar mæld umferð til og frá Stranda- sýslu. Árið 1970 í júlímánuði áttu að mcðaltali 344 öku- tæki leið þama um á sól- arhring en mest varð um- ferðin 744 ökutæki á sólar- hring. í fyrra var umferð- in í júlí 431 ökutæki á sólarhring að meðaltali, en 760 ökutæki í hámarksum- ferð á einum degi. Staðarskáli í Hrútafirði er orðinn hin reisulegasta bygging. FV 9 1972 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.