Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Síða 41

Frjáls verslun - 01.09.1972, Síða 41
ræktarmenn. Þeir benda á að öryggiskerfið við búin sé þre- falt. Engu að síður hefur orð- rómur verið á kreiki um, að minkur úr búi sunnanlands hafi sloppið laus og ráðizt inn í hænsnabú. Þessu mótmæla minkavæktarmenn eindregið og rannsókn máls af þessu tagi mun helzt hafa leitt til þeirr- ar niðurstöðu. að um skemmd- arverk hafi verið að ræða af hálfu einhvers aðila, sem hafi viljað koma óorði á minka- ræktina og hleypt út dýri. MERKINGAR ERFIÐAR. Erfitt reynist að fullyrða neitt um þetta og því vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt að merkja minka við- komandi búa, til þess allavega að taka af allan vafa, ef mink- ur úr minkabúi er staðinn að verki og drepinn, og láta við- komandi bú sæta ábyrgð. Við spurðum Adolf Björnsson álits á þessu atriði í lok samtalsins og hann svaraði því til, að slíku yrði ekki auðveldlega við komið. „Hvers konar merki á fótum dýranna, t. d. hringlaga klemma, sem sumir hafa bent á til lausnar þessu máli, væri til lítils gagns. Ef dýrið gæti ekki losað sig við merkið myndi það einfaldlega naga af sér löppina. Brennimerking gæti þó komið til greina, að því er ég hygg, sagði Adolf Björns- son að lokum. Verzlun: Góð sambúð við Kaupfélag Skagfirðinga - segir Kristján Skarphéðinsson í Matvörubúðinni s.f. Kristján Skarphéðinsson við afgreiðslu í Matvörubúðinni. — Sambúðin við Kaupfélag Skagfirðinga er hin ágætasta og ég hef ekki orðið var við annað, en að kaupfélagið vilji selja mér þá vöru, sem ég þarf til umboðssölu og get fengið frá því. Þetta á líka við um verksmiðjur KEA á Akureyri, sem ég verzla mikið við, sagði Kristján Skarphéðinsson, sem rekur Matvörubúðina s.f. á Sauðárkróki. Á Sauðárkróki eru reknar nokkrar verzlanir en þar er í fléstum tilfellum um það að ræða, að eigendurnir standa sjálfir í búðinni og hafa ekki annað starfslið. Hjá kaupfélag- inu er rekin umfangsmesta matvöruverzlunin á staðnum, í þremur búðum, en Matvöru- búðin s.f. kemur næst að stærð. Þar starfa nú fjórir við afgreiðslu. ÞRIGGJA ÁRA FYRIRTÆKI. Það eru þrjú ár síðan rckst- ur Matvörubúðarinnar s.f. var hafinn, en áður sá Kristján, sem er Reykvíkingur, um rekstur félagsheimilisins Bif- rastar á Sauðárkróki. Kristján segir, að engin streita sé í samskiptum við helzta keppinautinn á staðnum, kaupfélagið. Fólk verzli jöfnum höndum hjá honum og kaup- félaginu enda hefur úrvalið í matvöru og hreinlætisvörum verið svipað hjá báðum aðilum. Allan ost, smjör og unnar kjöt- vörutegundir fær Kristján frá kaupfélaginu en mjólkina sei- ur það eitt á Sauðárkróki. SLÁTURSAMLAG SK AGFIRÐIN G A. Þá hefur Matvörubúðin s.f. átt mikla samvinnu við Slátur- samlag Skagfirðinga, sem er átta ára gamalt. Það eru sam- tök bænda, sem sjálfir sjá um sölu á kjöti og öðrum slátur- afurðum sínum. Fær Matvóru- búðin s.f. kjöt sitt frá samlag- inu og eins selur það líka mik- ið í einstakar verzlanir í Reykjavík. ÓDÝRARA FRÁ AKUREYRI. Kristján kaupir mikið af vörum frá Akureyri enda verða þær mun ódýrari fyrir viðskiptavininn en þær vörur, sem fluttar eru alla leið sunn- an frá Reykjavík. Munar það 1.60 kr., hvað það er dýrara að flytja hvert kíló frá Reykja- vík en Akureyri. Vegum er haldið opnum til Sauðárkróks tvisvar í viku allan veturinn og sagðist Kristján geta haldið tiltölulega lítinn lager, því að hann fengi afgreiddar sending- ar til sín reglulega og jafnóð- um og pantanir bærust. Um afraksturinn af verzlun- inni sagði Kristján, að hann væri engan veginn slíkur, að FV 9 1972 39

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.