Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Side 43

Frjáls verslun - 01.09.1972, Side 43
unnt væri að gera þá hluti, sem hann langaði til. Fara þyrfti með mjög mikilli g'át enda hefði tilkostnaður aukizt svo gífurlega, að heildarútkom- an væn lakari nú en áður. ÖFLUG LEIKLISTARSTARFSEMI. Eins og áður var greint frá er Kristján aðfluttur frá Reykjavík, og var bifvélavirki hjá kaupfélaginu áður en hann tók við rekstri félagsheimilis- ins og síðar Matvörubúðarinn- ar. Sagði Kristján að nokkuð hefði verið um það, að fólk úr öðrum landshlutum flyttist til Sauðárkróks á árunum rétt fyrir 1950. í tómstundum er Kristján virkur þátttakandi í störfum Leikfélagsins, en það er hið fyrsta sem starfaði á íslandi, stofnað löngu fyrir aldamót. Félagar í leikfélaginu eru núna um 50 og eru oft sýnd tvö leikrit á ári. Margir kunn- ir bæjarbúar á Sauðárkróki eiga það til í frístundum sínum að bregða sér í ólíklegustu gervi og tigna leiklistargyðjuna Thalíu á sviðsfjölunum í Bif- röst. Og er það starf enn unn- ið í sjálfboðavinnu. Hliía verður betur að framleiðslu- fyrirtækjum Sauðárkrókur orðinn nógu stór sem þjónustubær - segir Hákon Torfason, — Ný vatnsveita er stærsta framkvæmdin, sem bæjarfclag- ið hér á Sauðárkróki hefur ráðizt i á þessu ári. Vatnið er sótt í land Veðramóts og er aðalæðin til bæjarins 4 kíló- metrar. Til þessa höfum við notazt við yfirborðsvatn úr Sauðá, en vatnið frá Veðra- móti, sem við byrjuðiun að bora eftir á s.l. vetri, er mjög gott, og segja sérfræðingar, að það jafnist á við Gvendar- brunnavatn. Með þessum inngangi hó_f Hákon Torfason, bæjarstjóri á Sauðárkróki, að kynna okkur helztu verkefni bæjarfélags- ins um þessar mundir. Og Hákon hélt áfram: — Við vitum, að dreifikerf- ið í bænum verður að endur- nýja, því að vatnsnotkunin eykst. Hér er starfandi mjólk- ursamlag og tvö frystihús auk tveggja slátubhúsa á haustin. Aukinna gæða vatnsins er krafizt og fékk kaupfélagið að byggja nýtt sláturhús með því skilyrði, að vatnsveitan yrði bætt. Er ætlunin að reyna að komast langleiðina með hana í haust ,en alls gerum við ráð fyrir, að framkvæmdir við hana með virkjun, stofnæð og miðlunargeymi kosti 13 millj- ónir. FLUTTU MALBIK FRÁ AKUREYRI. Á Sauðárkróki var malbik- aður fyrir allmörgum árum partur af gatnakerfi bæjarins, bæjarstjóri sem nú er orðið 10 kílómetrar. Var hann unninn með tækjum, sem nú eru á ísafirði, en sam- tök sveitarfélaga höfðu keypt. Reyndist erfitt að flytja tækin milli landshluta, þannig að samstarfshugmyndin varð að engu. En nú í sumar er búið að malbika 1,4 kílómetra á Sauðárkróki. Var malbiklð keypt frá Akureyri og flutt á bílum á Krókinn, Alls voru flutt þannig 1700 tonn af mnl- biki á 12 bílum, sem nokkurn veginn höfðu við að mata mal- bikunarvélina á Sauðárkróki Flutningskostnaður vegna mal- biksins mun hafa verið á aðra milljón. HITAVEITA í 20 ÁR. í vetur var borað fyrir hita- veitu. Boruð var ný hola, 565 metra djúp, en önnur eldri dýpkuð niður á 577 metra. Varð árangurinn af þessum borunum mjög góður. Hita- veita á Sauðárkróki er 20 ára gömul og er jarðhitasvæðið við Áshildarvatn. Þar fæst nægilega mikið af 70 stiga heitu vatni og er fyrirsjáan- Hákon Toríason, bœjarstjóri á Sauðárkróki. FV 9 1972 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.