Frjáls verslun - 01.09.1972, Side 46
Heilbrigðismiðstöðin
Þar er alltaf hægt að ná í lækni
Streitan áberandi minni hjá sveitafólki segja læknarnir í Húsavík
Hús heilbrigðismiðstöðvarinnar á Húsavík.
Heilbrigðismiðstöðin, sem tók
til starfa hér á Húsavík í maí
1970 hefur tvímælalaust reynzt
mjög vel, sagði Árni Ársæls-
son, yfirlæknir í samtali við
FV. Stöðin er nú að komast í
fulla notkun, en í henni verða
63 sjúkrarúm á tveimur hæð-
um. Fyrsta hæðin er hins veg-
ar notuð fyrir læknamiðstöðina,
skurðstofur, rannsóknarstofur
og skrifstofur.
Alls eru það fjórir læknar,
sem starfa á Húsavík og er
Árni Ársælsson yfirlæknir
sjúkra'hússins. í heilbrigðismið-
stöðinni er veitt röntgenþjón-
usta; þar eru stundaðar rann-
sóknir og mæðra- og barna-
eftirlit. Augnlækningaþjónustu
er ætlunin að veita í framtíð-
inni en enn sem komið er fer
sú þjónusta fram með þeim
hætti, að augnlæknir kemur
úr Reykjavík einu sinni eða
tvisvar á ári. Athugun fer nú
fram á því, hvernig koma megi
á sérfræðiþjónustu í samvinnu
við lækna og sjúkrahúsíð á
Akureyri.
8000 MANNS Á ÞJÓNUSTU-
SVÆÐINU
Nýtingin á sjúkrahúsinu var
í fyrra 125% cfe koma sjúkl-
ingar til Húsavíkur alia leið
austan af Raufarhöfn. Síðast-
liðinn vetur var snjóléttur og
vegum yfirleitt haldið opnum
tvisvar í viku. íbúafjöldinn á
þjónustusvæði læknamiðstöðv-
arinnar á Húsavík er 8000
manns og taldi Árni, yfirlækn-
ir sjúkrahússins, að það væri
mjög heppilegur fjöldi fyrir
rekstur slíkrar stofnunar og
góð almenn viðmiðunartala
hérlendis. í læknamiðstöðinni
er alltaf hægt að ná í lækni,
því að þeir skipta með sér
vöktum. Ef um skoðanir eða
rannsóknir er að ræða, getur
fólk pantað tíma í stað þess
að koma fyrirvaralaust og bíða
í biðstofu. Sagði Árni, að fólk-
ið í sveitinni notfærði sér
læknaþjónustuna ekki síður en
fólk í þéttbýli en aðspurður
sagði hann, að engir sérstakir
sjúkdómar væru einkennandi
fyrir sveitafólkið umfram það,
sem við ætti um landsmenn
sem heild. Þó væri áberandi,
hvað streita væri fátíðari með-
al sveitafólks en hinna.
SJÚKRAHÚSIÐ HEFUR
KOSTAÐ 60 MILLJÓNIR
Sjúkrahúsið á Húsavík er i
eigu Húsavíkurkaupstaðar og
héraðsins, en 60% af stofn-
kostnaði borgaði ríkið. Kostn-
aður til þessa hefur numið 60
milljónum. Tveir sjúkrabíhir
eru gerðir út, þar af annat
góður vetrarbíll. Er það deild
Rauða krossins á Húsavík, sem
stendur algjörlega undir
sjúkrabílaþjónustunni.
Daggjald á sjúkrahúsinu á
Húsavik er kr. 2000 á dag, en
til samanburðar má geta þess,
að það er 4000 kr. á Land-
spítalanum en 2800 kr. á
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Stendur það í járnum, að
reksturinn geti gengið með
þessum daggjöldum. Starfsliðið
er tiltölulega fjölmennt og þarf
að vera einn starfsmaður á
hvern sjúkling enda er starfs-
mannahópurinn á sjúkrahúsinu
á Húsavík nú 50 manns. Ekki
gengur neitt verr að fá starfs-
lið þangað en t. d. á Land-
spítalann eða Borgarspítalann.
Meinatækni vantar núna og
líka sjúkraþjálfara. Það sem
einkum veldur erfiðleikum 5
þessu sambandi er skortur á
húsnæði og er nú til athug-
unar að leysa það mál að
einhverju leyti með því að
búa gamla sjúkrahúsið á staðn-
um sem íbúðarhúsnæði. Full
nauðsyn er þó á því að sögn
forráðamanna sjúkrahússins að
byggðar verði litlar íbúðir fyr-
ir starfsmenn. Þá er líka mjög
ofarlega á verkefnaskrá að
reisa viðbyggingu við sjúkra-
húsið fyrir læknamiðstöð og
heilsugæzlu.
Stofnun sjúkrahússins á
Húsavík mætti miklum skiln-
ingi almennings og hefur
stofnuninni borizt fjöldinn all-
ur af gjöfum frá einstakling-
um og félögum. Mun heildar-
upphæð gjafafjár nú nema
hátt á fimmtu milljón króna.
44
FV 9 1972