Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 46
Heilbrigðismiðstöðin Þar er alltaf hægt að ná í lækni Streitan áberandi minni hjá sveitafólki segja læknarnir í Húsavík Hús heilbrigðismiðstöðvarinnar á Húsavík. Heilbrigðismiðstöðin, sem tók til starfa hér á Húsavík í maí 1970 hefur tvímælalaust reynzt mjög vel, sagði Árni Ársæls- son, yfirlæknir í samtali við FV. Stöðin er nú að komast í fulla notkun, en í henni verða 63 sjúkrarúm á tveimur hæð- um. Fyrsta hæðin er hins veg- ar notuð fyrir læknamiðstöðina, skurðstofur, rannsóknarstofur og skrifstofur. Alls eru það fjórir læknar, sem starfa á Húsavík og er Árni Ársælsson yfirlæknir sjúkra'hússins. í heilbrigðismið- stöðinni er veitt röntgenþjón- usta; þar eru stundaðar rann- sóknir og mæðra- og barna- eftirlit. Augnlækningaþjónustu er ætlunin að veita í framtíð- inni en enn sem komið er fer sú þjónusta fram með þeim hætti, að augnlæknir kemur úr Reykjavík einu sinni eða tvisvar á ári. Athugun fer nú fram á því, hvernig koma megi á sérfræðiþjónustu í samvinnu við lækna og sjúkrahúsíð á Akureyri. 8000 MANNS Á ÞJÓNUSTU- SVÆÐINU Nýtingin á sjúkrahúsinu var í fyrra 125% cfe koma sjúkl- ingar til Húsavíkur alia leið austan af Raufarhöfn. Síðast- liðinn vetur var snjóléttur og vegum yfirleitt haldið opnum tvisvar í viku. íbúafjöldinn á þjónustusvæði læknamiðstöðv- arinnar á Húsavík er 8000 manns og taldi Árni, yfirlækn- ir sjúkrahússins, að það væri mjög heppilegur fjöldi fyrir rekstur slíkrar stofnunar og góð almenn viðmiðunartala hérlendis. í læknamiðstöðinni er alltaf hægt að ná í lækni, því að þeir skipta með sér vöktum. Ef um skoðanir eða rannsóknir er að ræða, getur fólk pantað tíma í stað þess að koma fyrirvaralaust og bíða í biðstofu. Sagði Árni, að fólk- ið í sveitinni notfærði sér læknaþjónustuna ekki síður en fólk í þéttbýli en aðspurður sagði hann, að engir sérstakir sjúkdómar væru einkennandi fyrir sveitafólkið umfram það, sem við ætti um landsmenn sem heild. Þó væri áberandi, hvað streita væri fátíðari með- al sveitafólks en hinna. SJÚKRAHÚSIÐ HEFUR KOSTAÐ 60 MILLJÓNIR Sjúkrahúsið á Húsavík er i eigu Húsavíkurkaupstaðar og héraðsins, en 60% af stofn- kostnaði borgaði ríkið. Kostn- aður til þessa hefur numið 60 milljónum. Tveir sjúkrabíhir eru gerðir út, þar af annat góður vetrarbíll. Er það deild Rauða krossins á Húsavík, sem stendur algjörlega undir sjúkrabílaþjónustunni. Daggjald á sjúkrahúsinu á Húsavik er kr. 2000 á dag, en til samanburðar má geta þess, að það er 4000 kr. á Land- spítalanum en 2800 kr. á sjúkrahúsinu á Akureyri. Stendur það í járnum, að reksturinn geti gengið með þessum daggjöldum. Starfsliðið er tiltölulega fjölmennt og þarf að vera einn starfsmaður á hvern sjúkling enda er starfs- mannahópurinn á sjúkrahúsinu á Húsavík nú 50 manns. Ekki gengur neitt verr að fá starfs- lið þangað en t. d. á Land- spítalann eða Borgarspítalann. Meinatækni vantar núna og líka sjúkraþjálfara. Það sem einkum veldur erfiðleikum 5 þessu sambandi er skortur á húsnæði og er nú til athug- unar að leysa það mál að einhverju leyti með því að búa gamla sjúkrahúsið á staðn- um sem íbúðarhúsnæði. Full nauðsyn er þó á því að sögn forráðamanna sjúkrahússins að byggðar verði litlar íbúðir fyr- ir starfsmenn. Þá er líka mjög ofarlega á verkefnaskrá að reisa viðbyggingu við sjúkra- húsið fyrir læknamiðstöð og heilsugæzlu. Stofnun sjúkrahússins á Húsavík mætti miklum skiln- ingi almennings og hefur stofnuninni borizt fjöldinn all- ur af gjöfum frá einstakling- um og félögum. Mun heildar- upphæð gjafafjár nú nema hátt á fimmtu milljón króna. 44 FV 9 1972
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.