Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 57

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 57
ARTEMIS ARTEMIS er elzta starfandi nærfatagerðin á landinu, en þó alltaf jafn ung, með smekkleg tízkusnið unnin af vandvirk- um höndum. ARTEMIS vör- umar eru þess vegna eftirsott- ar og töluvert sendar úr landi þó ekki sé um beinan útflutn- ing að ræða. ARTEMIS hefur frá upphafi verið í höndum sömu aðilja, sem alltaf leggja áherzlu á nýtízku snið við hæfi íslend- inga án ónothæfra öfga, gæða- efni, vandaða vinnu og góðar umbúðir. Sala ARTEMIS-var- anna hefur aukizt jafnt og þétt, þrátt fyrir frjálsan inn- flutning sams konar varnings. ARTEMIS hefur alltaf tekið þátt í Fatakaupstefnunni, utan einlu sinni, og telur öllum aðilum mikinn hag að því að viðskiptin séu aðallega gerð þar. Viðskipti ARTEMIS gerð á Fatakaupstefnunni hafa lika aukizt verulega ár frá ári, og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að afgreiða vörur tím- anlcga til þeirra verzlana, sem ekki gera pantanir sínar á kaupstefnunni. Þetta ættu þeir að gera sér Ijóst, sem láta lijá líða að koma þar við. Á meðfylgjandi mynd er ver- ið að afgreiða viðskiptavini á síðustu kaupstefnu og á hinni myndinni nýjasta nýtt frá ARTEMIS, sein sýnt var á tízkusýningu kaupstefnunnar, nýtízku náttföt úr léttu efni skreytt sérstæðum litríkum leggingum. Framleiddir eru líka stuttir náttkjólar í sama stíl. DYNGJA HF. Prjónastofan Dyngja, Egils- stöðum, framleiðir annars veg- ar til útflutnings og hins vegar á innanlandsmarkað, peysur á dömur, herra og börn. Einuig eru prjónuð jerseyefni, sem úr er saumaður alls konar fatnað- ur. Fyrirtækið framleiðir aðal- lega tízkufatnað, minna af stöðluðum fatnaði. í ár er tízkuflíkin angórupeysa. FV 9 1972 55 L

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.