Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 68
Frá ritstjórn Landhelgis- söfnunin Stækkun Efnahagsbandalags Evrópu hef- ur aö vonum verið mjög áberandi um- ræðuefni fjölmiöla á íslandi síðustu vik- ur. Þjóðaratkvæðagreiðsla tveggja frænd- þjóða okkar um afstöðuna til þessa vold- uga bandalags hefur eðlilega vakið at- hygli hérlendis og einhverjir hafa sjálf- sagt hugsað um það af meiri alvöru en áður, hvernig þætti íslendinga 1 Evrópu- samstarfinu og fjölþjóölegri efnahagssam- vinnu verði háttað í framtíðinni. í því efni er vitaskuld margs að gæta. Eitt áberandi atriði eru mjög náin viðskiptatengsl okkar við Bandaríkin og ríkin í Austur-Evrópu. Þrátt fyrir aðild okkar að EFTA hefur það viðskiptalega mynstur ekki breytzt að neinu ráöi. En hvert sem fyrirkomulag þessara mála okkar verður á komandi árum er ástæða til þess að hvetja til þess, að umræða um þau verði hafin þegar í stað. Aðilar 1 atvinnu- og viðskiptalífinu og allur almenningur verða að sýna áhuga á að kynnast málefninu frá öllum hliðum, þannig að unnt verði að taka ákvarðanir að vel yfirveguöu ráði, þegar þar að kemur, og ekki í einhverri hugaræsingu, sem grípa kynni um sig í moldviðri augnabliksáróö- urs. * Island og markaðsmálin Óneitanlega hefur aðdragandi og fram- kvæmd landhelgissöfnunarinnar svonefndu mælzt misjafnlega fyrir. Forsætisráðherra gerði þá meginskyssu að hrinda henni af stað strax við útfærsluna 1. september, algjörlega óundirbúinni, og gefa beinlínis til kynna, að takmarkið væri aö safna 200 milljónum til kaupa á nýju varðskipi. Mörgum hefur vaxið upphæðin í augum og telja vonlítið, að sá árangur náist, en aðrir hafa bent á, að varðskipið komi hvort eð er ekki fyrr en 1 fyrsta lagi eftir þrjú ár og hefur þetta hvort tveggja dregið úr stemningu fyrir söfnuninni nú í sam- bandi við útfærsluna og vandamálin, er henni fylgja. En söfnunin er farin af stað og ekki veröur aftur snúiö. Þaö yrði til mikils ógagns, ef í ljós kæmi, að íslendingar sýndu málinu lítinn sem engan áhuga. Því er það brýnt nauö- synjamál, að þeir aðilar, sem lögðu blessun sína yfir þetta fyrirtæki í upphafi og tóku sæti í söfnunarnefnd beiti öllum áhrifum innan samtaka sinna til þess aö málið verði til lykta leitt meö nokkurri sæmd. Fyrirtækin og samfélagsvanda- málin Ótal dæmi væri hægt að nefna um stuðning íslenzkra einkaaðila og fyrir- tækja við margs konar mannúðar- og menningarmál. Þar hafa íslendingar ekki verið neinir eftirbátar annarra. En nú væri vert fyrir íslenzk fyrirtæki að draga lærdóm af því, hvernig fyrirtæki erlendis haga orðið tengslum sínum við almenn- ing og stjórnvöld. í Bandaríkjunum verða fyrirtækin að sætta sig til dæmis við það, aö þeim eru gefin fyrirmæli af hálfu ríkisvaldsins um varnir gegn mengun umhverfisins. Þetta er að gerast víðar, en vestan hafs sjást glögg merki þess, hvernig viðskiptaheimurinn hefur loksins skilið sinn vitjunartíma og er nú að taka frum- kvæðið í ýmsum málum í stað þess að bíða þess, að opinber yfirvöld grípi 1 taum- ana með boðum og bönnum. Bandarísk fyrirtæki hafa tekið upp breytta stefnu gagnvart stjórnvöldum og leggja megin- áherzlu á að eðlilegar viðræöur geti átt sér stað þar á milli þannig að ekki þurfi að koma til stórátaka, heldur leysist vanda- málin nokkurn veginn jafnskjótt og þeirra verður vart. Einnig er athyglisvert, hve mikið fyrir- tækin leggja skipulega af mörkum til fé- lagslegra umbóta, sem enginn hefur gefiö þeim fyrirmæli um að gera. Þannig hafa fyrirtæki myndað samtök til að berjast gegn fíknilyfjavandamálum ungs fólks, stuðlað að öflugra æskulýðsstarfi og tek- izt á við kynþáttavandamálin, svo að dæmi séu nefnd. Með þessu hefur tekizt að skapa allbreytta og miklu ákjósanlegri sambúð við samfélagið í heild og yfirvöld. 66 FV 9 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.