Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 18
Orion
sveitin
flug-
Til könnunarflugs á haf-
svæðunum 'umhverfis ís-
land notar bandaríska
varnarliðið flugvélar af
gerðinni Lockheed P-3, Ori-
on, sem er fjögurra hreyfla
skrúfuþota með um tólf
tíma flugbol. Nú eru á
Keflavíkurflugvelli níu slík-
ar fl'ugvélar. Þær eru bún-
ar mjög fullkomnum útbún-
aði til a.ð fylgjast með ferð-
um kafbáta neðansjávar og
eru allar uppiýsingar skráð-
ar í tölvu um borð í vélun-
urn en síðan teknar til ná-
kvæmrar úrvinnslu x tölvu-
miðstöð í varnarstöðinni.
Fæst þannig nákvæmt og
heillegt yfirlit yfir her-
skipaferðir við landið
hverýu sinni.
Um borð í P-3 er full-
komið radarakerfi og til
þess að fylgjast með kafbát-
um eru notaðar baujur, sem
varpað er úr vélinni í sjó-
inn en þær senda síðan
merki til flugvélarinnar ef
kafbátar eru á ferðinni inn-
an ákveðinnar fjarlægðar.
Eru það vélardrunur kaf-
bátanna, sem tækin í þess-
um ba'ujum nema og senda
upplýsingar um til flugvél-
ar. Dæmi eru um að allt að
30 slíkum baujum hafi ver-
ið varpað út í einni könn-
unarferð en hver ba'uja
kostar um 100 dali.
Orion-flugsveitin er sífellt
í könnunarleiðöngrum á
svæðunum milli Grænlands
og íslands og Noregs. Leið
þeirra liggur langt norður í
haf og starfar sveitin í ná-
inni samvinnu við norska
herinn og þann kanadiska.
Hafa vélarnar frá Keflavík-
'urflugvelli tíðum viðdvöl í
Bodö og Andöya í Noregi.
Endurnýjunarverð hverr-
ar Orion-flugvélar mun vera
um 13,5 milljónir dala.
Reksturskostnaður vegna
þessar sveitar er um 1 millj-
ón dollara á ári en tækja-
búnaður hennar er metinn
32,5 milljónir dollara. Sveit-
in er ávallt til taks ef
hjálparbeiðni berst og í vet-
ur var hún við öll'u búin
vegna ótta manna um að
Kötlugos væri í aðsigi.
Björgunarsveitin á Kefla-
víkurflugvelli hefur veitt ó-
metanlega aðstoð í margs
konar hjálparstarfsemi hér
á landi undanfarin ár og
reyndar um áratuga skeið.
Tækjakostur sveitarinnar
hefur sífellt batnað og nú
notar hún aðallega þrjár
stórar þyrlur, sem geta at-
hafnað sig í misjöfnum
veðrum.