Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 21

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 21
Eitt öflugasta fyrirtæki Danmerkur I alþjóðaviðskiptum INlýir starfsmenn mega ekki kvænast meðan á starfsþjálfun stendur Eitt elzta og þekktasta fyr- irtæki Danmerkur er Austur- Asíuverzlunarfélagið hf. Jafn- framt því, að vera meðal hinna kunnustu, þá er það rekið með nokkuð sérstökum hætti á nútíma mælikvarða, þ. e. a. s. með sömu aðferðum og notaðar hafa verið frá stofnun þess. Ungir menn, sem ráða sig til starfa hjá Austur-Asíufélaginu, og hyggjast komast upp valda- stigann, verða t. d. að heita því að kvænast ekki þau sex ár, sem starfsþjálfunin stend- ur yfir. Mönnum er bannað að reykja í vinnutímanum, nema í matar- hléum og þeir verða að vera snyrtilega klæddir og sítt hár er stranglega bannað. Ef hinir nýju starfsmenn, sem taka þátt í rekstrarþjálfuninni kvænast meðan á henni stendur, eru þeir umsvifalaust reknir. Margir Vestur-Evrópubúar segja, að þetta sé íhaldssemi i meira lagi, en þrátt fyrir stífar starfsreglur og skilyrði, þá sækja 300 til 400 ungir menn árlega um starf, en aðeins 100 eru ráðnir. Mogens Pagh, stjórnarformaður Austur- Asíufélagsins, sem sjálfur er þekktur fyrir snyrtimennsku og fallegan klæðaburð, heldur því statt og stöðugt fram, að leynd- ardómur velgengni félagsins fel- ist einmitt í þessum gamaldags rekstrarreglum. „Völdin innan félagsins, sem er skipa og verzlunar- félag, eru mjög dreifð“, seg- Hér eru tveir valdamestu menn Austur-Asíufélagsins í skrkifstofu stjórnarformanns, en þeir eru Mogens Pagh, for- maður, og V. Schmidt, aðal- framkvæmdastjóri. ir forstjórinn og starfsemin er í 50 löndum í fimm heimsálfum. Þess vegna þurfum við starfs- fólk, sem við getum treyst. Við ráðum starfsmenn beint út úr gagnfræða- eða menntaskóla á aldrinum 17 til 19 ára. Við gríp- um þá, áður en þeir fara til frek- ari náms, eins og t. d. háskóla." „Við kennum þeim samkvæmt okkar eigin kennslukerfi og með starfsþjálfun, sem tekur IVi ár, og eru þeir þá undir ströngu eftirliti. Eflaust rikir meiri agi, en þekkist hjá öðrum fyrirtækjum nú.“ 20 TIL 25 ARA ERLENDIS Að mörgu leyti virðist Austur- Asíufélagið sigla á móti stefnu annarra fyrirtækja og sumir rekstrarfræðingar halda því fram, að starfsmenn, sem einu sinni lifðu fyrir skylduræknina við fyrirtækið, hugsi nú orðið meira um eigin frama. Ungir framkvæmdamenn nú á tímum eru t. d. tilbúnir að skipta um starf, ef það leiðir til þess, að frami þeirra verði meiri. Aust- ur-Asíufélagið reynir að ráða starfsmenn á unga aldri og kenna þeim strax að setja hags- muni fyrirtækisins fram fyrir persónulega ávinninga. Það fyr- irfinnst varla sá yfirmaður í fyrirtækinu, sem ekki hefur farið þessa leið innan þess og flestir þeirra dveljast í 20 til 25 ár hjá útibúum Austur-Asíu- félagsins erlendis, áður en þeir snúa aftur til starfa í Danmörku. HEILDARVELTAN ARIÐ 1972 NAM 2.270 MILLJ. DALA Það er ótrúlegt, að svo íhalds- samt fyrirtæki skuli vera danskt, en á undanförnum árum hafa Danir þótt frjálslyndastir Norðurlandabúa á flestum svið- um þjóðlífsins. Árið 1972 nam heildarvelta félagsins 2.270 millj. dala, en þar af voru tekj- ur þess erlendis 87 % af heildar- tekjunum. Veltuaukningin á sama tímabili nam 12% miðað við árið 1971 og hagnaðurinn jókst um 24% á sama tíma og varð 12 milljónir dala. STOFNAÐ f THÆLANDI ÁRIÐ 1897 Austur-Asíufélagið var stofn- að í Thælandi árið 1897; upp- hafsmaður þess var fyrrverandi FV 2 1974 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.