Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 22
Timbursala hefur lengst af verið ein helzta ’undirstöðugrein danska Austur-Asíufélagsins. Hér má sjá skógarhöggsmenn í Ghana fella tré í skógi fyritækisins. danskur skipstjóri. í byrjun byggðist reksturinn aðallega á skipaútgerð, en smám saman bættist timbursala við og þá að- allega útflutningur á tekki frá Thælandi. Á undanförnum ára- tugum hefur verzlun félagsins breytzt úr hráefnasölu á ákveðn- um fullunnum vörum, eins og t. d. tilbúnum matvælum. Fyr- irtækið hefur einnig byggt all- margar verksmiðjur, sem það starfrækir. Austur-Asíufélagið rekur 67 skrifstofur og úti- bú og 186 dótturfyrirtæki, sem það á a. m. k. helming hlutafjárs í og starfsmenn þess eru 40.000 í 53 löndum. Flestir hinna ungu dönsku starfsmanna, sem eru í áður- nefndri starfsþjálfun, eru sendir eftir ákveðinn tíma til útibúa eða dótturfyrirtækja, þar sem þeir starfa í nokkur ár í senn. Um leið og þeir eru sendir til útlanda, fá þeir talsvert sjálf- stæði í starfi, en því fylgir jafn- framt veruleg ábyrgð. „Við reynum ábyrgðartilfinningu unga fólksins með fyrrgreindum aðferðum, svo að við getum treyst því í framtíðinni,“ segir Pagh, formaður. Segja má, að þessi agastefna fyrirtækisins sé leifar frá aganum, sem ríkti á sínum tíma í danska flotanum. Fyrir framan aðalskrifstofuna í Kaupmannahöfn er t. d. stytta af dönsku flotakempunni Niels Juel, sem var uppi á 17. öld. AÐALSKRIFSTOFAN LÍKIST GÖMLU VIRKI Það er sagt, að aðalskrifstof- an í kóngsins Kaupmannahöfn líkist einna helzt fornu virki. Þegar inn er komið, blasir við glæsilegur stigi og á annarri hæð eru langir gluggalausir gangar, sem eru upplýstir með gömlum skrautlegum ljósker- um, en veggir eru úr marmara og á þeim er fjöldi mynda af gömlum skipum. í einu fundar- herberginu eru málverk af fyrr- verandi ráðamönnum Austur- Asíufélagsins. Byggingin var eyðilögð í seinni heimsstyrjöld- inni, en var endurbyggð að henni lokinni í sinni upphaflegu mynd. TVEGGJA TÍMA YFIRHEYRSLA Nýliðarnir, sem valdir eru úr fjölda umsækjenda, verða að undirgangast tveggja tíma strangar yfirheyrslur og að þeim loknum, eru þeir sendir í lækn- isskoðun. „Við athugum náms- feril þeirra og látum svo trún- aðarlæknir fyrirtækisins skoða þá,“ segir stjórnarformaðurinn, „vegna þess að við leggjum mik- ið upp úr líkamshreysti.“ Á fyrsta ári eru árslaun nýliðanna milli 270.000 til 400.000 ísl. króna, en þau fara nokkuð eft- ir starfshæfni viðkomandi aðila. Á öðru ári komast launin upp í 450.000 krónur. Þegar fyrsta áfanga starfsþjálfunarinnar er lokið, fara nýliðarnir í danska herinn, til þess að Ijúka her- skyldunni, sem er 1 til iy2 ár fyrir hvern einstakling. Meðan á herskyldunni stendur, er fyr- irtækið í sambandi við sína menn og þeir fá að halda 30% af launum sínum út hertímabil- ið. Að herskyldunni lokinni eru ungu mennirnir sendir á nám- skeið í verzlunarfræði og þegar þeir eru orðnir 22 til 23 ára, eru þeir sendir til starfa erlendis. Sumir eru t. d. sendir til starfa í gúmmíiðnaði í Malaysíu, eða í vélhjólaiðnaði Singapore, eða i matarolíuframleiðsluna í Ind- landi og jafnvel í ullarfram- leiðsluna í Ástralíu, og svona mætti lengi telja. Þeir sem skipta um skoðun eftir að þeir eru komnir til annarra landa, verða að hætta hjá fyrirtækinu. Eftir tveggja ára útivist, eru ungu nýliðarnir sendir á ný til Danmerkur, þar sem þeir fá enn meiri fræðslu í viðskiptum og þegar hingað er komið, mega þeir ganga í það 'heilaga og all- margir grípa tækifærið. Pagh, stjórnarformaður segir. að starfsþjálfunin reynist mörgum ungum manninum ofraun og margir hætta hjá fyrirtækinu. „Við missum að jafnaði helm- inginn, en eftir það aðeins 10% fram til 65 ára aldurs, þegar menn fara á eftirlaun.“ EÐLILEG ÞRÓUN OG EFTIR VERÐUR „TOP“ STARFSLIÐ Forráðamenn Austur-Asíufé- lagsins sjá ekkert athugavert við það, að 50% nýliða heltist úr lestinni, og telja það aðeins eðlilega þróun. Flest allir fram- kvæmdastjórar og aðrir ráða- menn fyrirtækisins starfa í 20 til 25 ár erlendis og snúa ekki aftur til Danmerkur, fyrr en þeir eru 40 til 45 ára gamlir. Þegar mennirnir snúa aftur heim, fá þeir oftast góð störf inn- an fyrirtækisins í Kaupmanna- höfn, eða í aðalútibúum þess í Vestur-Evrópu. „Þetta er eina leiðin til þess að komast í góða stöðu hjá fyrirtækinu. Ég hef sjálfur farið þessa leið,“ segir Pagh, formaður. Hann starfaði sjálfur 25 ár utan Danmerkur í nokkrum löndum, þ. á m. Kína og Bandarikjunum. Pagh heldur því fram, að ferðamöguleikarn- ir séu aðalástæðan fyrir því, hve margir ungir menn sækja um störf hjá fyrirtækinu. „Þeir eru sendir til útlanda meðan þeir eru mjög ungir og eftir tvö eða þrjú ár starfa þeir sjálfstætt og ráða yfir eigin starfsliði, sem allir eru íbúar viðkomandi lands, að undanskyldum einum öðrum ennþá yngri Dana. Það er engin önnur leið eins tilval- in til þess að sanna krafta sína og getu,“ segir Pagh. 22 FV 2 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.