Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 29

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 29
SamtíAarmaður * Arni Gestsson í Glóbus: „Skilningur almennings á verzlun hefur almennt farið vaxandi” Verðlagsákvæði hafa jafnt skaðað neytendurna sem verzlunina Þeir, sem leið eiga inn Laugaveg og um Suðurlandsbraut, taka gjarnan eftir myndarleg- um verzlunar- og skrifstofuhúsum, sem risið hafa í Lágmúlanum, rétt austan við Kringlu- mýrarbrautina. Þar ber ljósaskilti fyrirtækisins Globus h.f. við himin og þangað lögðum við leið okkar fyrir skemmstu til að ná tali af Árna Gestssyni, stórkaupmanni og aðaleiganda Globusar. Hann hefur frá mörgu að segja — um vöxt og rekstur fyrirtækis síns og ekki síður frá starfi félagssamtaka stórkaupmanna og annarra verzlunarsamtaka. Árni Gestsson er nú formaður í Félagi íslenzkra stórkaupmanna. Það er óþarfi að hafa þessa kynningu á sam- tíðarmanninum Árna Gestssyni lengri en við spurðum hann fyrst um ætt og uppruna. Árni: — Foreldrar mínir voru þau hjónin Gestur Árnason prentari og Ragnheiður Egils- dóttir og ég er fæddur í Þing- holtunurn, nánar tiltekið í Mið- stræti 5. I því umhverfi átti ég ágæta æsku. Þarna bjó allt í kring alveg ágætis fólk og þar eignaðist ég marga góða æsku- vini. Það var nú sagt, að í Mið- strætinu ættu heima mestu prakkarar bæjarins og kann það að vera satt. En þá var prakkaraskapurinn saklaus og græskulaus og á miklu hærra „menningarstigi“ en í dag. Þá urðu líka unglingar miklu seinna fullorðnir en nú til dags og varðveittist æskumaðurinn miklu lengur í unglingunum. Aldrei var fátækt á mínu heimili en sparlega þurfti að fara með alla hluti og hveriú krónu var velt áður en henni var eytt. Kannski hefur þetta haft þau áhrif á mig að mér fannst að einnig ég, sem var yngstur okkar þriggja systkina, þyrfti að leggja fram mitt lið- sinni til heimilisins. Þegar ég var 9 ára gamall og heldur lítill eftir aldri, var minnstur minna fermingarsyst- kina, fékk ég mitt fyrsta starf, gerðist sendisveinn hjá verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar í Þing- holtsstrætinu. Ásgeir var mikið ljúfmenni. Hjólið, sem mér var fengið til afnota, var gríðarstórt og varð ég þetta fyrsta sumar hjá Ásgeiri að hjóla undir stöng eins og kallað var. Bögglaberi var framan á þessu hjóli og verstu ferðirnar þótti mér, þeg- ar ég var sendur suður í Leyni- mýri oft með 50 kg meðferðis. Þá þótti mér tíðum brekkan upp Öskjuhlíðina vera nokkuð löng, oft í misjöfnu veðri. Hjá Ásgeiri var ég svo sendisveinn á sumrin, ég held í 4 ár. Á þessum árum var maður í barnaskóla til 14 ára aldurs og hafði móðir mín mikinn áhuga á því, að ég þreytti próf inn í Menntaskólann en ég var þá al- gjörlega áhugalaus fyrir að ganga menntabrautina.enda þá aðeins lítill hluti unglinga sem fór þá leið. Ég held að 25 ungl- ingum hafi verið fleytt inn í Menntaskólann árlega á þeim árum. Ég taldi auk þess miklu þýðingarmeira að vinna ,,ærleg“ störf en setjast á skólabekkinn. Á myndinni eru Árni Gestsson, Ragnar Bernburg, Mr. Ed- munds sölustjóri Yardley International og Heiðar Jónsson sölu- maður í heildsöludeild. FV 2 1974 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.