Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 31

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 31
Árni Gestsson á einkaskrifstofu sinni í húsakynnum Glóbus h.f. í Lagmuia 5. Þeg«r þessi tilraun reyndist árangurslaus var ætlunin að láta mig feta í fótspor föður míns og gera úr mér prentara. Til undirbúnings þessu fékk ég starf við snúninga hjá Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg, en þar hafði faðir minn starfað frá stofnun hennar. Þegar að því kom, að ég hafði aldur til að hefja nám var sú stefna ríkjandi hjá forstjóra prentsmiðjunnar að ráða ekki til náms syni prent- ara. Þarna gerði forstjórinn mér óafvitandi sennilega þann stærsta greiða, sem mér hefur verið gerður í lífinu. Nú var farið að athuga gaum- gæfilega, hvað ætti að verða úr mér. Þá kom til 'hjálpar frændi minn, Kristján heitinn Gestsson, sem var verzlunarstjóri hjá Haraldi Árnasyni. Hann gat út- vegað mér starf hjá Heildverzl- uninni Heklu, sem þá var til húsa í Hafnarstræti 10. Hann og Sigfús heitinn voru góðir vinir. Þetta starf fékk ég og var það fóigið í alhliða störfum bæði ut- an og innan skrifstofunnar. Mér fannst þetta strax vera starf, sem mér líkaði vel, og nú var ekki um annað að ræða en að afla sér einhverrar menntunar, er samræmdist þessu nýja starfi. Ég tók því einkatíma í ensku og dönsku í tvo vetur, svo og í bók- færslu. Reyndist þetta mér ágæt undirstaða og gerði mér kleift að sinna fleiri störfum hjá fyr- irtækinu. Ég vil gjarnan koma því hér að, að minn bezti kenn- ari var Sigfús heitinn. Þau ár sem ég vann hjá og með honum voru minn bezti skóli. Sigfús var sérstakur persónuleiki og af- burða slyngur verzlunarmaður. Þó var hann heiðarlegur fram í fingurgóma og öll þau 18 ár, sem ég starfaði við Heklu man ég aldrei til að hann hafi beitt óheiðarlegum viðskiptaháttum eða reynt að hagnast ódrengi- lega á öðrum. Það er gæfa hvers ungs manns að hafa átt samleið með slíkum mönnum, sem mað- ur því miður metur oft ekki fyrr en seint. F. V.: — Fyrir hverju eru samtök stórkaupmanna að berjast um þessar mundir? Árni: — Við erurn sífellt að berjast fyrir eilífðarmálinu, eins og við köllum það, þ. e. a. s. afnámi verðlagsákvæðanna. Þetta kerfi, sem við höfum bú- ið við hátt á fjórða áratug. er löngu úr sér gengið og fullyrði ég, að það hafi jafnt skað- að verzlunina sem neytandann. Á Norðurlöndum hefur þessu kerfi löngu verið hafnað, meira að segja lítur verkalýðshreyf- ingin í þessum löndum svo á, að frjáls samkeppni sé heppileg- asta lausnin til að tryggja neyt- andanum hagstæðast verð á vör- um. Ég vil þó taka fram, að við erum síður en svo á móti verð- lagseftirliti en teljum að í slíkri nefnd ættu að sitja fagmenn, sem vit hafa á þessum málum en ekki pólitískir fulltrúar flokka eða stétta. Við viljum líka benda á, að bezta verðlagseftirlitið er hinn almenni neytandi og væri æskilegt að hér gætu risið upp sterk ópólitísk neytendasamtök, sem hægt væri að hafa sam- vinnu við. Stjórn F. í. S. hefur mikið beitt sér fyrir því, að aðildarfé- lögin tækju upp aukna hagræð- ingu í rekstri sínum og innan F.I.S. starfar hagræðingarnefnd sem vinnur að þessum málum. Samstarfsmálin eru líka ofar- lega á baugi og mun ég koma að því síðar. Þá má minnast á stórmál, sem vonandi er nú að komast skriður á, en það er sam- eiginleg bygging samtaka við- skiptalífsins. Þeir aðilar, sem að þessu standa eru Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök íslands, Verzlunarráð íslands, Verzlunarbankinn, Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna og Verzlun- armannafélag Reykjavíkur. Ég held, að þegar sé búið að fá fyrirheit um lóð undir ..hús verzlunarinnar“ í nýja miðbæn- um og þegar er byrjað að vinna að nauðsynlegum undirbúningi. Það er skoðun mín, að þegar all- ir þessir aðilar komast undir sama þak, takist með þeim enn- þá betra og meira samstarf. F.V.: — Taka hcildsalar nærri sér áróður sem gegn þeim er rekinn með megin- áherzlu á milliliðagróða? Árni: — Við tökum ekki nærri okkur áróður ákveðinna fjölmiðla. Vil ég benda á, að þessi áróður hefur farið minnk- andi á undanförnum árum og gefur það í skyn að skilningur fólksins á verzlun almennt hafi farið vaxandi. Mér finnst einkennilegt, þegar verið er að FV 2 1974 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.