Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 45

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 45
Kaupgarður: • • „011 álagning lækkuð til muna” Segir Guðmundur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Birgðaverzlunin Kaupgarður Smiðjuvegi 9, Kópavogi, var opnuð snemma í desember á síðasta ári. Þá voru um 8 ár liðin síðan nokkrir matvöru- kaupmenn boðuðu til rabb- fundar með forráðamani Fé- lags íslenzkra iðnrekenda og nokkrum helztu og reyndustu stórkaupmönnum og smásölum um það, hvort ekki væri tíma- bært að stofna hlutafélag, sem hefði það að markmiði að reka sameiginlegan vörumarkað eða stórmarkað á Reykjavíkur- svæðinu. Til framhaldsfundar um málið var aldrei boðað. í Kaupgarði fæst fjölbreytt úrval af neyzluvörum. Má þar nefna mjólk og mjólkurafurðir, kjöt, fisk, hreinlætisvörur, nið- ursuðuvörur, ávexti, grænmeti og annað það er heimilið þarfn- ast, Kom þetta m. a. fram í við- tali, sem F.V. átti við Guðmund Hallgrímsson, framkvæmda- stjóra Kaupgarðs. í viðtalinu sagði Guðmundur, að almenningur ætti nú kost á að verzla stærra og ódýrar í birgðaverzlun, þar sem kaup- mennirnir kaupa inn sjálfir. Hann sagði: — Við ráðum ekki við kostnaðarverð vöru, sem keypt er af innlendum heildsöl- um. Það eina sem við ráðum við er verðálagningin, sem verðlags- eftirlitið hefur skammtað okk- ur. Öll okkar álagning hefur verið lækkuð til muna, og þann- ig að við höfum jafnvel lækkað álagningu á ákveðnum vöru- flokkum um allt að 50%. —Þetta gerum við með það í huga að bjóða fólki að gera hag- kvæm innkaup, og það fer mik- ið eftir því, hvernig undirtekt- ir eru hjá almenningi, þannig að almenningur fyrirgeri ekki rétti sinum á lægra vöruverði. Guðmundur sagði, að inn- kaupavenjur fólks miðuðust við seinni hluta föstudags og laug- ardagsmorgna. — 50—60% af vöruinnkaupum fólks eru gerð á þessum tíma. Fólk ætti að beina viðskiptum sínum að fyrri hluta vikunnar. Það er hagkvæmara fyrir kaupendur. Kaupgarður hefur lagt á- herzlu á að vera með ákveðna markaðsdaga, þar sem boðnir eru ákveðnir vöruflokkar á sér- lega hagstæðu verði. Er þetta sérstaklega auglýst. í ræðu, sem Einar Bergmann, stjórnarformaður Kaupgarðs flutti á opnunardegi birgðaverzl- unarinnar sagði hann m. a. frá tildrögum að stofnun Kaup- garðs, eins og komið hefur fram hér að framan. Frjáls verzlun birtir nú kafla úr seinni hluta ræðu Einars Bergmann: „Það er loka markið 1 allri verzlun, að hún sé til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild. Þar eru smákaupmenn virkasti tengiliðurinn milli framleiðenda og neytenda. Hagkvæmni í inn- kaupum og dreifingu leiðir til lægra vöruverðs. Við höldum að sjálfsögðu uppi sem fjölbreytt- astri þjónustu, hver í sínu hverfi við viðskiptavinina, en nú get- um við boðið þeim upp á að kaupa stærra og ódýrar, ef þeir telja það svara fyrirhöfn og kostnaði. Sem sagt, við höfum aukið valfrelsi viðskiptavina okkar, án þess að missa þá frá okkur. Til stofnunar þessa fyrirtækis buðum við framámönnum í frjálsri verzlun, bæði stórsölum, framleiðendum og smásölum. Því miður hafa aðeins 3 stórsal- ar óskað eftir samvinnu við okk- ur IMA menn. Húsrýmið hlýtur að há eitt- hvað þeirri starfsemi, sem hér er að hefjast. Til þess liggja ýms- ar ástæður, sem flestum hér við- stöddum eru kunnar, og verða því þær ekki raktar ítarlega. en vonandi standa húsnæðismálin til bóta fijótlega. Reynslan mun brátt skera úr um það, hvort við erum hér á réttri leið í verzlunarháttum. Ég er þeirrar trúar að reynsla Kaupgarðs verði sú sama og af Innkaupasambandi okkar: Öll- um aðilum til hagsbóta. Við höfum valið 1. desember sem byrjunardag þessarar starf- semi, og finnst mér það við hæfi. Það er óumdeilandeg staðreynd, að bættir verzlunarhættir voru einn megin þátturinn í því, að þjóðin öðlaðist sjálfstæði sitt. Hlutverk kaupmannsins í ís- lenzku þjóðlífi er enn jafnmikil- vægt og það hefur alltaf verið síðan við fengum sjálfstæði. Hins vegar mega kaupmenn aldrei missa mark á hinu mikil- væga hlutverki sínu, og gæta þess jafnan að vinna þjóð sinni sem mest gagn, um leið og þeir bæta eigin hag. Ef vel er að gáð, og með framsýni, fer þetta tvennt ævinlega saman, þegar til lengdar lætur. Blómleg verzlun og blómlegt þjóðlíf helzt alltaf í hendur.“ Áherzla er lögð á að hafa ákveðna markaðsdaga, þar sem boðnir eru ákveðnir vöruflokkar á sérlega hagstæðu verði. FV 2 1974 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.