Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 51

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 51
Matan & Olsen Seldi einn pakka á hvert mannsbarn, á íslandi Rætt við Gunnar Jónsson, sölumann Gunnar Jónsson á skrifstofu sinni með pakka af Cocoa Puffs frá General Mills. Nathan og Olsen h.f., er gam- algróið fyriitæki, sem flestir ís- lendingar kannast við. Það var stofnað árið 1912 af Fritz Nath- an og Carli Olsen og var til húsa að Hafnarstræti 21. Fluttu þeir félagar inn ýmsar vörur, en fluttu jafnfiamt út fisk og land- búnaðarafuiðir. Árið 1914 gekk Dani að nafni John Fenger inn í fyrirtækið, sem nú er í eigu afkomenda hans og er forstjóri þess Hilmar Fenger, sonur hans og gjaldkeri fyrirtækisins er Garðar Fenger. Starfsemi Nathan og Olsen hefur breytzt mikið og nú er fyrirtækið eingöngu innflutn- ingsfyrirtæki. Er það aðallega matvara búsáhöld og málning, sem fyrirtækið flytur inn, og sel- ur í umboðssölu og heildsölu. Fyrirtækið er nú í rúmgóðu hús- næði við Ármúla 8, þar sem öll starfsemi þess fer fram. í Ár- múla 8 er jafnframt vöru- geymsla og á fyrirtækið tvo flutningabíla, sem annast akstur á vörum. Frjáls verzlun ræddi nýlega við Gunnar Jónsson, sölumann hjá Nathan og Olsen, til þess að fræðast um starf hans, sem sölu- manns og starfsemi fyrirtækis- ins. Gunnar hefur starfað sem sölumaður við fyritækið í rúm 30 ár. Á skrifstofu hans eru hill- ur fuilar af matvöru. Ótalmarg- ar vörutegundir frá bandaríska stórfyrirtækinu heimsþekkta General Mills s. s. Coeoa Puffs og Oheerios, vörur frá Libby’s s. s. tómatssósa, niðursoðnir ávext- ir, grænmeti og ávaxtasafi, Lipton’s te, 0tker búðingar og fromage, tilbúið kökuefni, köku- krem og kartöfluduft, Bahnckes sinnep og aðrar vörur, í neyt- enda- og hótelumbúðum og Julia kex og svo mætti lengi telja. Einnig flytur fyrirtækið inn sykur, hveiti, hrísgrjón o. fl. ásamt fleiri innflutningsfyr- irtækjum á vegum innflytjenda- sambandsins. VIÐURKENNING FRÁ GENERAL MILLS. Tvisvar hefur Gunnar hlotið viðurkenningu frá General Mills verksmiðjunum í Bandaríkjun- Fyrst árið 1972 er hann var kos- inn bezti Cocoa Puffs sölumað- ur heims, og hlaut áletrað gull- úr, sem viðurkenningu, og árið 1973 ér verksmiðjurnar kusu hann alheimsmethafa í sölu á Cocoa Puffs, en þá hafði Gunn- ar selt sem svaraði einum pakka á hvert mannsbarn á íslandi. Sem viðurkenningu árið 1973 fékk Gunnar að launum gull- skjöld áletraðan frá verksmiðj- unni. Gunnar er alltaf í stöðugu símasambandi við kaupmenn, tekur upp pantanir, og reynir að selja þeim meira, en þeir sjálfir biðja um, að því er hann sjálfur segir. Einnig kemur það oft fyrir, að viðskiptavinir fyr- irtækisins komi til Gunnars til þess að líta á vöruúrvalið. Athyglisverð nýjung er nú komin á markaðinn frá General Mills, að sögn Gunnars, en það er svokallaður Hamburger Help- er og Tuna Helper, og er ætlað þeim, sem vilja laga góðan mat á skömmum tíma. Hamburger Helper er ætlað til þess að nota út í kjöt t. d. nautakjöt, og bragðbætir það mjög. Tuna Helper er ætlaður með fiski. Nathan og Olsen hafa alltaf kappkostað að hafa sem mest vöruúrval, að sögn Gunnars, og það væri stefna hjá fyrirtækinu að panta sem flestar gerðir af hverri tegund. T. d. hefði fyrir- tækið margar gerðir af Lipton’s tei, bæði í litlum tepökkum, í lausu og með ýmsum bragð- tegundum svo sem sítrónu- bragði. Hann bætti við, að þeg- ar farið var að setja te í litla tepoka hefði Lipton’s fyrirtækið strax notað bezta teið sitt í þá, — Kaupmenn hafa mikla vöruþekkingu nú, og þeir eru fljótir að gera sér grein fyrir því, hvað þeir þurfa að panta inn, en það vantar meiri sölu- mennsku í verzlanirnar segir Gunnar. Nú getur viðskiptavin- urinn í allflestum verzlunum FV 2 1974 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.