Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 55

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 55
Eins og dr. Þráinn Eggertsson hefur bent á, bjargaðist það sem rnest var virði, en það er mann- auðurinn. Farið er að telja hann mikilvægari en fastafjármuni við mat á „rauverulegum” þjóð- arauði, enda verður að fjárfesta í uppeldi manna, menntun og verkkunnáttu, eigi síður en í húsum, vélum og tækjum. HYGGINDI EFTIR Á SÉÐ. Nokkurar gagnrýni hefur orð- ið vart á ráðstöfun fjár Viðlaga- sjóðs til húsakaupa og alþjóða- fjár til hafnargerðar utan Eyj- anna. Það er alltaf auðvelt að reikna dæmi, eftir að hafa kíkt á útkomuna. Sömuleiðis verður að hafa í huga þær þjóðfélags- legu aðstæður, sem ríktu, þegar ákvarðanir voru teknar. Með því á ég við, að mikið þensluástand ríkti á vinnumarkaðnum, ekki sízt í byggingariðnaði, og verð- bólga var í algleymingi. Þess vegna verður að telja hvort tveggja hafa verið hyggilegt miðað við aðstæður, að beina húsakaupum út á við (auk þess sem byggingartíminn skipti miklu máli) og leggja skatta á landsmenn. Þá munu nokkur brögð að því, að sveitarfélög hafi ekki staðið i skilum við Viðlagasjóð með út- svar og aðstöðugjald. Fyrirsjáanlegt er, að veruleg- ur kostnaður verður samfara endurreisn Eyjabyggðar og að Viðlagasjóður þarf á fé að halda. í því góðæri, sem ríkir — og von- andi verða fleiri — ætti lands- mönnum ekki að verða skota- skuld úr því að leggja fé til sjóðs- ins, svo að hann þurfi ekki að safna skuldum. Fjölbreyttasta vöruúrval landsins Heildsala — Smásala Akureyri SJÁVARFRÉTTIR @ Nýtt tímarit um sjávar- útvegsmál, markaðsmál, tækninýjungar og margt fleira. * Askrif tasímar 82300 - 82302 FV 2 1974 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.